Skólavarðan - 01.08.2003, Side 16

Skólavarðan - 01.08.2003, Side 16
FRÉTTIR OG SMÁEFNI Árlegt mót norrænna kennara á eftirlaunum Kennarar á Norðurlöndum sem komnir eru á eftirlaun héldu ársfund sinn í Reykjavík dagana 12. - 16. júní, með þátttöku 65 erlendra gesta og 15 íslenskra fulltrúa. Félag kennara á eftirlaunum, eitt af aðildarfélögum Kennarasambands Íslands, skipulagði fundinn. EKKÓ, kór kennara á eftirlaunum, söng við setningu fundarins og ávörp fluttu Ólafur Haukur Árnason formaður FEK, Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands og Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur flutti erindi og fundarmenn fóru í kynnisferð um Reykjavík og heimsóttu Ráðhús Reykjavíkur í boði borgarstjórnar, einnig var farið í kynnisferðir um Suðurland og Borgarfjörð og til Þingvalla og ýmsir merkir staðir á Suðurlandi skoðaðir. Í lok mótsins funduðu kennararnir svo á Bessastöðum með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Jón Svavarsson, ljósmyndari Skólavörðunnar, var viðstaddur opnun mótsins og tók þessar myndir. Skutlan kveður – heimasíðan heilsar Fréttir af FNS Aðalfundur Félags náms- og starfsráðgjafa var haldinn þann 4. apríl sl. í Hamri, nýjum fundarsal Kennaraháskóla Íslands. Fundarstjóri var Sigríður Bílddal og fundarritari Elín Einarsdóttir. Þarna var í fyrsta sinn nýttur fjarfundarbúnaður á aðalfundi sem gerði það að verkum að sjö manns á Akureyri sátu fundinn norðan heiða. Til stóð að félagsmenn á Egilsstöðum yrðu einnig með en þá brást tæknin. Aðalfundurinn samþykkti viðamiklar breytingar á lögum félagsins auk þess sem rammi að almennri starfslýsingu fyrir náms- og starfsráðgjafa hlaut samþykki. Starfshópur um siðareglur gerði grein fyrir stöðu mála og hvert framhald þess starfs yrði. Ný stjórn var kjörin á fundinum. Formaður FNS er Svandís Ingimundar, svandis@thi.is og varaformaður er Hrafnhildur Tómasdóttir, hrafnhildur@mentor.is Fréttabréf FNS, Skutla, hverfur innan tíðar í sinni gömlu mynd en í stað hennar munu fréttir birtast jafnóðum og þær berast á heimasíðu félagsins. Þar verða einnig tilkynningar og ábendingar er varða málefni félagsins. Fræðslunefnd FNS hvetur félagsmenn til að halda áfram að senda inn fréttir þótt birtingarformið breytist og vonast eftir sem áður eftir góðu samstarfi. KMSK opnar heimasíðu Kennarafélag Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs, sem er eitt af svæðafélögum Félags grunnskólakennara, hefur opnað nýja heimasíðu á Netinu. Slóðin er: www.ismennt.is/vefir/kmsk Á síðunni er m.a. að finna ýmsar upplýsingar um KMSK, lög þess og stjórn og lista yfir trúnaðarmenn í öllum skólum sem tilheyra félaginu auk tenginga á heimasíður skólanna. 16

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.