Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 5
5 Skólavarðan 3.tbl. 2011viðtalið Ég vil geta dansað salsa með þeim Barbara byrjaði að kenna við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundar- firði aðeins einni önn eftir að skólinn tók til starfa árið 2004. „Ég er fyrst og fremst enskukennari en var beðin um að kenna spænsku, sem var aukagrein hjá mér í Háskólanum í Innsbruck í Austurríki. Síðan hef ég verið að kenna spænskuna sem er mjög gaman því hún hefur svo jákvæða ímynd. Flestir tengja hana við sólarlandaferðir, fjör og skemmtun,“ segir Barbara. Síðan í haust hefur hún verið verkefnastjóri í Átthagastofu Snæfells- bæjar. „Það starf er mjög fjölbreytt og gefandi, en ég kenni hins vegar líka í FSN í fjarnámi,“ segir hún og bætir við að þrátt fyrir að hún hafi tekið sér leyfi frá kennslunni til að sinna öðrum verkefnum hafi það ekki tekist því enginn hafi fundist til að leysa hana af. En eftir áramótin segist hún ætla að vera meira við kennslu og oftar í skólanum til að geta sinnt nemendunum betur við tungumálanámið. „Ég verð að fá að tala við nemendur reglulega og hitta þá oftar til að geta boðið upp á gæðakennslu. Það er ekki hægt að senda bara gögn í gegnum tölvur eins og ég geri í fjarkennslunni núna. Í tungumálakennslu vil ég tengjast nemendum augliti til auglitis. Ég vil geta sungið með, jafnvel dansað salsa með þeim, eldað með þeim og svo framvegis. Tæknin Það er ekki hægt að senda bara gögn í gegnum tölvur. Í tungumálakennslu vil ég tengjast nemendum augliti til auglitis. hefur bætt fjarkennsluna mikið, sem er gott, en samt sem áður verður alltaf að vera eitthvað persónulegt með í kennslunni. Það er þetta sem ég á við þegar ég tala um góða tungumálakennslu.“ Geri sömu kröfur til mín og nemenda Barbara segir að þegar hún var í háskólanum til að ná sér í kennslu- réttindi hafi uppáhaldskennarinn hennar sagt að í hverri kennslustund ætti að vera „something old, something new, something for fun and something to do“. Hún segist hafa farið eftir þessu síðan, þrátt fyrir að nemendur taki örugglega ekki alltaf eftir því. „Það er smekksatriði hvað fólki finnst skemmtilegt, það finnst ekki öllum gaman að dansa salsa eða syngja lög. Ég leyfi nemendum sjaldan að vera með tölvurnar inni í kennslustund hjá mér heldur hef gamla lagið á þessu og læt þau vera með blað og penna. Ég reyni alltaf að vera mjög ákveðin og reglusöm fyrstu árin til að þurfa ekki endalaust að vera í vandræðum varðandi skilafrestinn við að hlaupa eftir verkefnum. „Deadline“ hjá mér þýðir virkilega að maður eigi ekki möguleika eftir þann tíma; you are dead after that line. En ég geri líka sömu kröfur til sjálfrar mín. Ég skila alltaf á réttum tíma og stend við mín loforð. Ég er alltaf að endurtaka það sem var gert í Iman verður Geirþrúður Það vekur oft áhuga á að læra nýtt tungumál ef maður kynnist einhverjum sem talar það. Sjö ára barnabarns eins af aðstandendum Skólavörðunnar elskar að læra ný orð í frönsku og pólsku eftir að hafa nýverið kynnst skólafélögum sem eiga þessi móðurmál. En eitt er að læra og annað að verða – eitthvað alveg nýtt! Barbara Fleckinger notar oft leikræna tjáningu í sinni kennslu og það er víða vinsælt enda er það svo bullandi skemmtilegt! Frá eftirfarandi forvitnilegu verkefni er sagt í Folkeskolen, slóðin er www.folkeskolen. dk/504613/iman-bliver-til-gertrud Nokkrir nemendur í sjö skólum í Danmörku létu farða sig, fengu hárkollu og jafnvel ný föt til að læra að sjá lífið með augum samnemenda af öðru þjóðerni. Þetta verkefni tengist nýju námsefni, Med andre øjne, sem fjallar um sjálfsmynd og fjölmenningu í 7. og 8. bekk grunnskóla. Með nýtt útlit og nafn örkuðu nemendurnir af stað með verkefni í farteskinu frá leiklistarkennaranum sem þeim var ætlað að leysa. Hér er vefur um verkefnið: medandreojne.com

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.