Skólavarðan - 01.12.2011, Síða 14

Skólavarðan - 01.12.2011, Síða 14
14 Skólavarðan 3.tbl. 2011 Í tengslum við þróunarverkefni í stærðfræðikennslu sem ég leiddi í leikskólanum Nóaborg fyrir tólf árum bjó ég til fjölmörg borðspil og önnur viðfangsefni fyrir börnin. Þau spil og viðfangsefni og annað sem síðan hefur bæst við er orðinn fastur liður í starfinu í leikskólanum þar sem stærðfræði og sýnilegt ritmál eru leiðarljós í starfinu. Öll þessi „heimagerðu“ viðfangsefni eru hönnuð með það í huga að örva læsi í móðurmáli og stærðfræði. Enn í dag lifa þau góðu lífi og njóta mikilla vinsælda hjá börnunum í Nóaborg. Erfitt að fá styrk ... Fyrir um þremur árum fór ég að velta fyrir mér möguleikum á að koma þessu námsefni á framfæri við stærri hóp og þá kviknuðu hugmyndir um hvernig hægt væri að útfæra þessi spil sem einfalda tölvuleiki. Ég sótti um styrki til nokkurra aðila hér heima en hafði ekki erindi sem erfiði. Ég hafði þó fulla trú á hugmyndinni og var sífellt með augun opin fyrir möguleikum til að koma henni á framfæri. Ég kom mér í samband við forritara og teiknara sem voru tilbúnir að vinna að hugmyndinni með mér ef peningar fyndust til þess að greiða laun. Tækifærið gafst þegar ég sá auglýsingu frá Nordplus sprog og kultur um styrki til verkefna þar sem áhersla væri lögðá læsi í ýmsum myndum. Ég lagði inn umsókn með hugmyndum af fimm tölvuleikjum sem tengdust stærðfræði og móðurmáli. Enn kom neitun en að þessu sinni fylgdi rökstuðningur þar sem fram kom að hugmyndin þætti góð en lagfæra þyrfti ákveðin útfærsluatriði. Mér bent á að aukaúthlutun yrði í október 2010. ... en loks komst skriður á málið Ég gerði það sem þurfti, sótti um aftur og fékk í árslok 2010 styrk frá Nordplus sprog og kultur til að útbúa þrjá tölvuleiki á sænsku fyrir sænsk börn. Þá hafði ég komist í samband við um það bil tíu leik- og Lært og leikið á netinu Ókeypis, engin skráning, engar auglýsingar Paxel123.com er nýr íslenskur vefur, sprottinn úr þróunarverkefni í leikskólanum Nóaborg og örvar læsi í stærðfræði og móðurmáli á sjö tungumálum. Anna Margrét Ólafsdóttir leikskólastjóri segir frá vefnum. Texti: Anna Margrét Ólafsdóttir leikskólastjóri í Nóaborg í Reykjavík Er korv í matinn? Við í 3.SÓ í Háteigsskóla vorum beðin um að vera í prófunarhópi við þróun paxel123.com fyrir tæpum tveimur árum síðan og um að gefa álit. Nemendur tóku þetta mjög alvarlega og prófuðu allt sem hægt var að prófa á síðunni og tjáðu sig um kosti og galla. Þau voru upp til hópa yfir sig hrifin af þessar frábæru síðu og skemmtu sér vel. Þegar síðan var svo opnuð formlega fundu þau til sín og lögðu sig fram við að kenna yngri systkinum og nemendum á vefinn. Þau fara oft inn á hann til að æfa sig, meðal annars í rími og stafarugli, læra mikið af því og bæta getu sína í lestri og stafsetningu. Það sem þeim finnst að auki mjög lærdómsríkt við síðuna eru öll tungumálin sem þar eru. Þau eru sagt að „læra“ önnur tungumál með hjálp síðunnar. Þau mættu galvösk í hádegismatinn einn daginn og spurðu hvort það væru korv í matinn (sem er pylsa á sænsku), þetta höfðu þau lært með því að fara í sænska rímið! Ég mæli eindregið með að nota þessa síðu með yngstu börnum grunnskólans til að æfa rím, lestur, stafsetningu og fleira - og bara til að leika sér með orð, tungu og tákn. Sigrún Ólafsdóttir, grunnskólakennari, Háteigsskóla. námsgögn

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.