Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 15
15 Skólavarðan 3.tbl. 2011 grunnskóla í Svíþjóð sem tóku að sér að prófa leikina og vefinn á þróunarstigi ásamt nokkrum leik- og grunnskólum hér á landi. Um svipað leyti fékkst styrkur frá Vísindasjóði KÍ til að vinna sömu leiki á íslensku. Jafnframt var ákveðið að gera enska útgáfu af leikjunum og horfa til þess að í framtíðinni yrðu leikirnir þýddir á fleiri tungumál og enskan nauðsynleg sem samskiptamál. Þannig var farið af stað í lok ársins 2010. Í byrjun sumars opnuðum við þróunarútgáfu af leikjavefnum paxel123.com með þremur leikjum á íslensku, ensku og sænsku. Þá hafði fengist viðbótarstyrkur í gegnum Nordplus til þess að gera sömu leiki á dönsku, norsku, færeysku og grænlensku. Auk Nordplus og Vísindasjóðs KÍ hafa fengist styrkir frá Barnavinafélaginu Sumargjöf og menntamálaráðuneytinu í gegnum norrænt málátak. Fimm leikir komnir og fjórir á leiðinni Nú í september lauk vinnu við hönnun og forritun og þá var var fullbúin útgáfa af leikjavefnum paxel123.com tekin í notkun. Þar eru nú fimm leikir á þessum tungumálum. Þeir eru formapúsl, rímlottó, speglunarleikur, mynsturleikur og stafarugl. Sjötti leikurinn er í forritun og kemur inn um áramót og þrír til viðbótar eru í undirbúningi. Vefurinn verður lifandi og í sífelldri þróun og því má búast við smábreytingum á leikjum og uppsetningum til hins betra. Frá upphafi var lögð áhersla á að leikirnir yrðu ókeypis og aðgengilegir öllum sem vildu. Engrar auglýsingar verða þar, engrar skráningar er krafist og engum persónulegum upplýsingum safnað. Fljótlega í ferlinu tókst mikilvægt samstarf við SAFT, sem er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. SAFT er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af ESB. Leikjavefurinn fellur vel að öryggisreglun ESB um örugga netnotkun barna. Henta börnum með ólíkar þarfir Markmið leikjanna er að örva læsi barna í stærðfræði og móðurmáli og er vefurinn hugsaður fyrir börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í að vinna með hugtök og efni sem tengjast stærðfræði og móðurmáli. Markmiðið er að örva læsi í stærðfræði og móðurmáli. Anna Margrét Ólafsdóttir Um paxel 123.com á danska námsgagnastofnunarvefinn (stutt brot úr bréfi) Subject: Re: læringsspil til matematik og dansk på Træneren /emu.dk Hej Anna Margret Tak for et godt møde i dag. Det er altid godt at få ansigt på dem man skriver med. Jeg er meget imponeret over dine spil. De er både fagligt gode og smukke. Venlig hilsen Jytte námsgögn

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.