Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 12
12 Skólavarðan 3.tbl. 2011 Það er gaman að geta tjáð sig Ég vil að nemendum líði vel í kennslustund hjá mér, ekki að þeir séu haldnir kvíða vegna þess að þeir verði að gera eitthvað sem þeir eru ekki tilbúnir í. Texti: keg „Þetta er annað árið sem ég kenni framsögn hér við skólann,“ segir Kristrún M. Heiðberg, en auk þess er hún umsjónarkennari í 4. bekk. „Skólastjórar Varmárskóla, Þóranna Rósa Ólafsdóttir og Þórhildur Elfarsdóttir, höfðu ákveðnar hugmyndir um þær áherslur sem þær vildu sjá í framsögn og við mótuðum þennan áfanga í sameiningu. Lífsleikniáfangi er kenndur við skólann, eins og kveðið er á um í aðalnámskrá, en skólastjórnendur vildu hins vegar leggja meiri áherslu á að þjálfa nemendur í framsögn, að þeir fái markvissa æfingu í að tjá sig skýrt og skilmerkilega. Einnig að nemendur fræðist um þætti eins og lýðræði og mannréttindi sem koma svo sterk inn í nýju aðalnámskrána. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á viðkomandi málefnum og þetta átti því vel við mig og mér finnst mjög spennandi að kenna þennan áfanga.“ Neyði engan til að koma fram fyrir bekkinn Að sögn Kristrúnar er mjög misjafnt hversu auðvelt nemendur eiga með að koma fram fyrir framan aðra, sumum finnist þetta ekkert mál á meðan aðrir eigi erfiðara með það. „Ég neyði engan til að koma fram fyrir bekkinn og flytja verkefni. Ég vil að nemendum líði vel í kennslustund hjá mér, ekki að þeir séu haldnir kvíða vegna þess að þeir verði að gera eitthvað sem þeir eru ekki tilbúnir í. Ég segi nemendum alltaf í byrjun að við erum öll misjafnlega úr garði gerð, sumir séu skólastarf Í Varmárskóla í Mosfellsbæ er kenndur áfangi sem heitir framsögn. Um er að ræða námssmiðju sem stendur yfir í sex vikur og er fjöldi nemenda hverju sinni um 12-15 talsins. Markmiðið er að nemendur tjái sig, séu virkir, sjálfstæðir í vinnubrögðum, auki orðaforða sinn, sýni frumkvæði, æfi framsögn og virka hlustun. Síðan en ekki síst læra nemendur meðal annars um mannréttindi, lýðræði og að setja sig í spor annarra.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.