Skólavarðan - 01.12.2011, Síða 28

Skólavarðan - 01.12.2011, Síða 28
28 Skólavarðan 3.tbl. 2011 Texti og mynd: hb Eignaðist marga góða vini en félagsstarfið tók líka sinn toll fólkið Pétur Garðarsson kennari og síðar skólastjóri á Siglufirði starfaði mikið að félagsmálum kennara á Norðurlandi vestra um árabil. Pétur settist niður með blaðamanni Skólavörðunnar á Siglufirði síðast liðið vor til að segja sitt lítið af hverju af lífshlaupi sínu og störfunum í þágu kennarasamfélagsins. „Ég er fæddur Reykvíkingur, alinn upp þar að mestu en að hluta til á Núpi í Dýrafirði. Þangað kom ég fyrst í sveit sex ára gamall og síðan var ég þar í héraðsskólanum. Þá var ég ekki á heimavistinni heldur bjó heima hjá þeim Valdimar Kristinssyni og Áslaugu konu hans sem ég kalla oft fósturforeldra mína. Síðan lærði ég skriftvélavirkjun í Reykjavík og tók sveinspróf í þeirri iðn árið 1966. Það átti þó ekki fyrir mér að liggja að vinna við hana því á þessum tíma var mágur minn orðinn skólastjóri á Suðureyri við Súgandafjörð og hann vantaði kennara. Þar vantaði líka ljósmóður og konan mín, Guðrún Elísabet Friðriksdóttir, er fædd á Siglufirði og er ljósmóðir - því hentaði vel að fá okkur vestur og við vorum þar í fjögur ár. Á meðan var Ólafur Þ. Þórðarson frá Stað í Súgandafirði og síðar alþingismaður í Kennaraskólanum og þegar hann kom til baka vék ég fyrir réttinda- manninum. Þá fluttum við til Hnífsdals og þar kenndi ég einn vetur en þá var komið að því að ég fór í Kennaraskólann, enda farinn að kunna vel við kennsluna. Ég tók skólann á tveimur vetrum og var í síðasta árganginum sem útskrifaðist frá þeim skóla árið 1973 áður en hann breyttist í Kennaraháskóla. Með náminu kenndi ég tæplega hálfa kennslu við Öldutúnsskóla og Lækjarskóla í Hafnarfirði,“ segir Pétur. Pétur Garðarsson fyrrum kennari og skólastjóri á Siglufirði lítur yfir farinn veg Reynsla Péturs Garðarssonar frá fyrri tíð er að fólki á landsbyggð- inni var jafnvel refsað fyrir að taka þátt í félagsstörfum. Skóla- varðan vill gjarnan fá fregnir af reynslu félagsmanna sem eru virkir í slíkum störfum núorðið – þekkir einhver til þessa enn þann dag í dag?

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.