Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 32

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 32
32 Skólavarðan 3.tbl. 2011 Annað veifið birtast fréttir í ljósvakamiðlum um skóla og stofnanir, ef ekki heilu löndin, sem ætla að tæknivæða menntakerfið með því að dreifa spjaldtölvum til nemenda og jafnvel starfsmanna. Nýlega ákvað bæjarsamfélag eitt í Danmörku að dreifa spjaldtölvum til allra grunnskólanemenda í bænum. En hvers konar tæki eru þetta og hvaða erindi eiga þau inn í skólana? Lýsingar á spjaldtölvum hljóma eins og þær séu úr vísindaskáldsögum sem gerast í fjarlægri framtíð. Með því að pota og strjúka tækin bregðast þau við með alls kyns ljósasýningum, tónlist og söng. En það er ekki það eina því tækin geta brugðið sér í allra kvikinda líki; eina stundina eru þau bók, þá næstu hljóðfæri, myndsími eða spil svo eitthvað sé nefnt. Það er því ekki nema von að kennarar velti því fyrir sér hvernig sé hægt að nota þetta tól til uppfræðslu og kennslu. Eins og áður sagði hefur kennarastéttin erlendis tekið á móti spjaldtölvum af miklum krafti. Fjöldinn allur af kennsluforritum hefur verið smíðaður fyrir gripinn og kennslubækur á stafrænu formu eru gefnar út samhliða prentuðum eintökum. Margir kostir fylgja því að hafa kennslubækur á stafrænu formi. Það er til dæmis hægt að stækka og minnka letrið, breyta um leturgerð og lit á bakgrunni. Stafrænar skólabækur minnka líka umfang og þyngd skólatöskunnar svo um munar. Einnig er hægt að setja myndir og myndskeið í stafrænu bækurnar, setja tengla á vefsíður eða flýtileiðir í aðra kafla og blaðsíður. Spjaldtölvurnar geta líka geymt hljóðbækur og fræðslumyndir og nemendur geta farið á netið, tekið ljósmyndir sem þau nota í verkefni og prentað út. En hvernig gætu þessi tæki gagnast í kennslustofunni? Flestar spjaldtölvur hafa innbyggða myndavél svo þægilegt er að taka myndir, t.d. þegar farið er í vettvangsferðir og útikennslu eða verkefnum nemenda. Síðan væri hægt að tengja spjaldtölvuna við skjávarpa og varpa myndunum upp á skjá. Einn helsti kosturinn við spjaldtölvurnar er færanleiki sem þýðir að þegar efninu á þeim er varpað upp á skjá hverfur kennarinn ekki á bak við kassa eða snýr baki í nemendahópinn. Þar með getur kennarinn einnig notað líkamstjáningu sem er svo mikilvæg fyrir þá upplýsingamiðlunina sem á sér stað. Með því að hafa margar tölvur í vagni er kominn upp möguleiki á færanlegri tölvustofu. Þá þarf ekki lengur að flytja nemendurna í aðra stofu heldur dreifir kennarinn tölvum til þeirra rétt eins og öðrum námsbókum. Dæmi um kennsluforrit eru til dæmis forrit sem herma eftir krufningu á frosk og rottu, hvernig á að draga til stafs, til að auka tungumálaforða, lotukerfið, auka lesskilning, o.fl. Spjaldtölvur bjóða upp á marga möguleika. Mikla ritvinnu, svo sem ritgerðir og skýrslur, er líklegast þægilegra að vinna á borðvélum þó að spjaldtölvurnar ráði alveg við slíka vinnu. Spjaldtölvur eru hinsvegar mjög öflug tæki sem virðast geta framkvæmt nánast hvað sem fólki dettur í hug og takmarkast aðeins við okkar eigið hugmyndaflug. Höfundur er kennari og starfar sem tengiliður við skóla- og menntastofnanir hjá epli.is SPJALDTÖLVUR OG SKÓLASTARF - bylting eða bóla? Skólavarðan fékk Ólaf Sólimann kennara til að segja lesendum frá möguleikum spjaldtölva í kennslu. Fáir vita vísast meira um þetta en Ólafur því auk kennaramenntunarinnar er hann tengiliður tölvufyrirtækis við skóla og menntastofnanir – og notar spjaldtölvu. Ólafur Sólimann Lýsingar á spjaldtölvum hljóma eins og þær séu úr vísindaskáldsögum sem gerast í fjarlægri framtíð. Með því að pota og strjúka tækin bregðast þau við með alls kyns ljósasýningum, tónlist og söng. En það er ekki það eina því tækin geta brugðið sér í allra kvikinda líki. námsgögn

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.