Skólavarðan - 01.12.2011, Side 37

Skólavarðan - 01.12.2011, Side 37
37 Skólavarðan 3.tbl. 2011 hreppi útnefnd sem Varðliðar umhverfisins 2011 fyrir útgáfu rusla- bæklings sem dreift var á öll heimili og sumarbústaði í hreppnum. Markmiðið var að auka skilning á breyttu fyrirkomulagi sorphirðu í sveitarfélaginu sem meðal annars felur í sér aukna endurvinnslu, en sveitarstjórn falaðist eftir samvinnu við skólann vegna sérþekkingu hans á málinu. Árið á undan voru nemendur í Hvolsskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins fyrir faglega skýrslu um umhverfisáhrif vegna framkvæmda við Landeyjahöfn. Meðal áhugaverðra atriða í skýrsl- unni voru útreikningar á umhverfiskostnaði af framkvæmdum við höfnina, borin voru saman umhverfisáhrif siglinga til Þorlákshafnar annars vegar og til Landeyjahafnar hins vegar auk þess sem nemendur veltu fyrir sér mótvægisaðgerðum til að draga úr umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Af öðrum verkefnum má nefna jaðrakanaverkefni nemenda í Grunn- skóla Sigufjarðar og reiðhjólaverkstæðið Hjólarí í Snælandsskóla í Kópavogi en bæði verkefnin hlutu viðurkenninguna árið 2009. Græn- fánaspil nemanda í Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi og veggjakrotsverkefni nemenda í Fossvogsskóla hlutu viðurkenninguna árið 2008 en árið 2007 voru verðlaunahópar fimm talsins. Voru það nemendur í bekk 53 í Hólabrekkuskóla sem hlutu viðurkenninguna fyrir viðamikið ruslpóstverkefni; nemendur í Grunnskóla Tálknafjarðar sem bjuggu til slagorðaskilti og komu á umhverfissáttmála við íbúa bæjarins; nemendur í Álftamýrarskóla sem gerðu könnun í Kringlunni á viðhorfum fólks til ruslmála; nemendur í stafrænu ljósmyndavali 10. bekkjar í Foldaskóla sem hönnuðu veggspjöld til að vekja fólk til umhugsunar um umhverfið og loks nemendur Lýsuhólsskóla sem fengu viðurkenninguna fyrir vinnu við göngustíg í Kambsskarði og fyrir gerð Stubbalækjarvirkjunar. Skilafrestur og nánari upplýsingar Að þessu sinni er skilafrestur verkefna til 29. mars 2012 og þau skal senda umhverfisráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, merkt ,,Varðliðar umhverfisins“. Dómnefnd skipuð fulltrúum umhverfis- ráðuneytisins, Landverndar og Náttúruskóla Reykjavíkur velur úr innsendum verkefnum og útnefnir Varðliða umhverfisins 2012. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og valin verkefni verða verð- launuð af umhverfisráðherra á Degi umhverfisins þann 25. apríl 2012. Nánari upplýsingar veita: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir bergthora.njala@umhverfisraduneyti.is Helena Óladóttir helena.oladottir@reykjavik.is Orri Páll Jóhannsson orripall@landvernd.is Frekari umfjöllun um Varðliða umhverfisins er að finna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins á slóðinni www.umhverfisraduneyti.is/vardlidar Í stuttu máli gengur sjálfbær þróun út frá því að að maðurinn fullnægi þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum. umhverfið Þjórsárskóli fékk verðlaunin 2011 Í Varðliðaferð 2007 Skilafrestur verkefna er til 29. mars 2012.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.