Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 18
18 Skólavarðan 3.tbl. 2011 Leik-, grunn- og framhaldsskólar hafa einnig verið duglegir að koma þessum þætti inn í sínar námskrár í ríkara mæli. En síðan er stóra spurningin hvernig þessu hefur verið fylgt eftir, er markmiðunum framfylgt? Systurnar Anna Þórdís Heiðberg og Kristrún M. Heið- berg (sem kemur einnig við sögu fyrr í þessu blaði), eru í meistara- námi í kennslufræðum framhaldsskóla við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, skrifuðu nýlega ritgerð í námi sínu við skólann sem ber heitið „Þáttur félagsfærni í námskrá og kennslu,“ þar sem þær kanna hvernig þessum málum er háttað í grunnskólum. Anna og Kristrún eru með ólíkan námsferil að baki. Kristrún er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði og blaðamennsku og Anna með B.A. gráðu í félagsfræði. Anna hafði starfað við kennslu í nokkur ár og Kristrún sem blaðamaður í langan tíma þegar þær ákváðu að skella sér í kennsluréttindanámið, sem þær höfðu lengi haft augastað á. Í fram- haldi af því fóru þær í meistaranámið. Þær segja það hafa gengið vel að takast saman á við námið. „Við erum báðar með heimili og börn og höfum unnið mikið í náminu þegar börnin hafa verið sofnuð á kvöldin og ró færst yfir,“ segir Anna. „Þá höfum við verið að vinna verkefni saman og tölvupóstarnir orðið ansi margir á köflum og stundum langt fram eftir nóttu, þegar mikið lá við. Einnig eru helgarnar vel nýttar. Við skiptum með okkur verkum og eigum auðvelt með að vinna saman.“ Sumir opnuðu varla munninn alla skólagönguna Kristrún segir að ekki hafa hafi verið lögð mikil áhersla á það hér áður fyrr að nemendur byggju yfir góðri félagsfærni. „Nemendur sátu oftast bara kyrrir í sætum sínum og voru mataðir á því sem kennarinn hafði að segja. Þeir voru ekkert sérstaklega að tjá sig um hluti nema eftir því var leitað, sem var nú ekki mjög oft. Sumir opnuðu varla munninn alla sína skólagöngu. Nú er hins vegar meira um að kennarar notist við mis- munandi kennsluaðferðir og í kjölfarið hafa nemendur tekið meiri þátt í kennslustundum, sem er auðvitað bara mjög jákvætt og gott. Þegar ég fór í háskólanám til Bandaríkjanna sá ég hversu virkir og opnir sam- nemendur mínir voru, þeir voru svo ófeimnir að tala og tjá sig. Þetta var nokkuð sem ég kannaðist ekki mikið við úr skólakerfinu hér heima.“ Hvaða þýðingu hafa ný áhersluatriði? Anna og Kristrún segja að í nýju aðalnámskránni sé að finna áherslur eins og virkni, tjáningu, gagnrýna hugsun og sjálfstæði. Í ritgerðinni skoði þær hvaða þýðingu þetta hafi, það er mikilvægi þess að nem- endur búi yfir góðri félagsfærni, á skólaárunum og í lífinu almennt. „Einnig skoðum við hvernig skólinn og kennarar framfylgja þessari stefnu, meðal annars með tilliti til lífsleikniáfanga. Lýðræði kemur sterkt inn í nýju aðalnámskrána, en með tilkomu þess er verið að stór- auka áherslu á þátttöku nemenda í að skipuleggja eigið nám og að hafa skoðanir á námi. Þá fjöllum við einnig um framtíðarsýn í menntastefnu Reykjavíkurborgar, þar sem mikil áhersla er lögð á félagsfærni og sjálfstæði nemenda. Við skoðum einnig fræðin út frá þessu sjónarhorni þ.e. hvaða áherslur námskrárfræðingar leggja á þennan þátt náms. Þá tókum við viðtöl við kennara og nemendur í efstu bekkjum grunnskóla til að sjá betur hvernig áherslur á þátt félagsfærni eru í framkvæmd.“ Aðalnámskrá leggur línurnar fyrir skólanámskrá Anna og Kristrún segja mikilvægt að í aðalnámskrá sé mikil áhersla lögð á félagsfærni nemenda, vegna þess að þar séu lagðar línurnar fyrir Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér Texti: keg kennsluhættir Almenn vitundarvakning virðist hafa orðið um það síðastliðinn áratug hversu mikilvægt er að einstaklingar hafi góða samskiptahæfileika og að þeir séu sterkir félagslega. Góð félagsfærni er álitin nauðsynlegur kostur í nútímasamfélagi, kostur sem stöðugt fleiri leitast við að búa yfir. Aukin áhersla hefur verið lögð á þennan þátt í aðalnámskrám skóla, sem er jákvæð og góð þróun. „Ég á erfitt með að halda ein- beitingunni þegar einhver talar í 40 mínútur. Þá er ég farinn að hugsa um eitthvað allt annað og man svo ekkert hvað kennarinn var að segja. Svo kemur próf og þá veit ég ekkert um efnið.“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.