Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 6
6 Skólavarðan 3.tbl. 2011 síðustu kennslustund, er alltaf að leggja pínulítið nýtt efni inn. Leyfi nemendum að gera eitthvað eins og að skrifa, lesa upphátt, semja ljóð eða gera æfingar. Svo kemur eitthvað skemmtilegt inn á milli eins og ég sagði áðan. Þá er ég alltaf með smá menningarkennslu og hef augun opin fyrir því sem gerist í landinu sem í mínu tilfelli er Spánn. Hvort sem það er nýbúið að vera La tomatina, sem er tómataslagshátíð, eða Valentínusardagur, bara til að nefna eitthvað. Þetta fer þá líka jafnóðum inn í kennslustundina.“ Kennslustofan er mitt svið Það hlýtur að vera snúið að vera þýskumælandi Ítali sem býr á Íslandi og kennir spænsku, eða hvað? „Já, það er stundum erfitt að hugsa á mörgum tungumálum á sama tíma,“ samsinnir Barbara. „Ég kenni á íslensku og spænsku en hugsa á þýsku. Ég hef síðan ég hóf kennslu umsnúið og breytt öllum mínum aðferðum upp og niður - en einu breyti ég aldrei. Ég er alltaf með kennsluplan fyrir hvern einasta tíma sem ég breyti að vísu oft eftir stemningu í salnum en ég hef aldrei mætt í tíma án áætlunar.“ Barbara segir að sér finnist mjög gaman að kenna og vera innan um fólk. „Ég gæti aldrei verið án samskipta. Ég elska þau. Stundum viðtalið frÉtt Stundum kemur eitthvað allt annað út og aðrir leikstýra. Það er líka gaman! finnst mér kennslustofan min vera mitt svið, þar sem ég get sett upp það leikrit sem ég vil sjá en stundum kemur eitthvað allt annað út og aðrir leikstýra. Það er líka gaman. Ég hef auk þessa kennt á mörgum námskeiðum hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi. Það er sér- staklega gaman að kenna fullorðna fólkinu. Þá snýst kennslan aðal- lega um að opna einhverja lása og peppa fólk upp í að treysta á sjálft sig og að vera opið fyrir eitthverju nýju.“ Of óþolinmóð til að verða kennari! Barbara segist oft hafa rekist á að unga fólkið eigi erfitt með að læra nýtt tungumál. „Þetta er vegna þess að það vantar skilning á eigin móðurmáli. „Það getur oft verið svekkjandi ef maður talar til dæmis um „nafnhátt“ eða slíkt og nemendur halda að maður sé að tala um eitt- hvað allt annað og kveikja ekki á perunni. Mamma min sagði alltaf við mig þegar ég var barn að ég gæti aldrei orðið kennari, því ég væri allt of óþólinmóð. En hún ætti bara að sjá mig í dag. Ég endurtek alltaf, aftur og aftur. Mér finnst stundum að ég sé sjálf komin með alzheimer ... og nota bene: ég geri þetta brosandi, ekki reið!“ segir Barbara Fleckinger. Árleg rekstrargjöld til leik-, grunn- og framhaldsskóla Nú í haust kom út skýrsla um ýmsa þætti í íslensku skólastarfi sem tekin var saman að beiðni þingmanns- ins Þorgerðar Katrínar Jónsdóttur. Margt áhugavert kemur fram í skýrslunni og hana er hægt að lesa á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins sjá hér: www.menntamalaraduneyti.is/malaflokkar/menntamal/ grunnskolar/utgefidefni/ Heiti skjalsins er „Skýrsla mennta- og menningarmála- ráðherra um stöðu skólamála samkvæmt beiðni.“ Staða skólamála

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.