Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 25
25 Skólavarðan 3.tbl. 2011 til að framkvæma þetta þá voru það 86-92% sem töldu það ganga vel.“ Gerður segir að þegar hún hafi komið inn í kennslustofurnar, sem voru 41 að tölu, hafi nemendur yfirleitt setið við einstaklingsborð í röðum eða í 66% af stofunum. „Líka var algengt að þeir sætu í u-uppröðun en mjög sjaldgæft að um hópuppröðun væri að ræða. Það var aðeins í þremur stofum af þessum 41 sem ég fór í.“ Starfsháttum skipt í sex flokka Gerður flokkaði starfshættina bæði lóðrétt og lárétt, eins og hún kemst að orði, fyrst í sex flokka; • Hlustun, spurningar og svör, umræður • Áhorf, spurningar og svör, umræður • Einstaklingsverkefni, bókleg (munnleg, skrifleg) • Einstaklingsverkefni, verkleg • Hópverkefni, bókleg (munnleg, skrifleg) • Hópverkefni, verkleg Síðan flokkaði hún hvern þessara flokka „lárétt“ í þrjú þrep eftir því hve nemendur voru virkir. Á þriðja þrepi voru nemendur virkastir en mest kennarastýring á fyrsta þrepi. Að hlusta eða horfa meirihluta tímans „Niðurstöður voru í stuttu máli þær að í um 56% af tímanum sem ég fylgdist með voru nemendur að hlusta eða horfa, eða þá að það voru spurningar og svör. Í um þriðjungi tímans voru nemendur að vinna einstaklingsverkefni, bókleg eða verkleg, en aðeins í um 10% tímans voru þeir að vinna saman með einhverjum hætti. Þegar þetta er borið saman við 10. bekk grunnskóla þá hafði tíminn sem fór í hlustun lengst en styttri tíma varið í einstaklingsverkefni og helmingi styttri tími fór í samvinnuverkefni en í grunnskóla. Hvað varðar þrepin þrjú unnu nemendur á fyrsta þrepi í 67% tímans, mjög lítið á öðru þrepi og á þriðja þrepi aðeins í um 11% tímans. En í 10. bekk höfðu nemendur unnið á þriðja þrepi í 21% þess tíma sem ég fylgdist með. Þannig að það dregur úr frumkvæði nemenda þegar þeir koma upp í framhaldsskóla“, segir Gerður. Hún bætir við að í viðtölum við kennara og í vettvangsathugunum hafi ekki komið fram dæmi um að nemendur hefðu áhrif á hvaða efni væri til umfjöllunnar né kæmu að skipulagi námsins eða gerðu einstaklingsáætlanir um nám sitt. „Nemendur báru hins vegar margs konar ábyrgð, til dæmis á mætingum, og það var breyting fyrir þá að koma inn í framhaldskóla þar sem hægt var að falla í mætingu. Nemendur báru náttúrulega líka ábyrgð á því hvernig þeir fylgdust með í tímum, á heimanámi og verkefnaskilum, þar sem greinilega var ekki gefinn frestur.“ Gerður segist lítið hafa orðið vör við að nemendur gætu valið sér viðfangsefni innan kennslustundar. „Hins vegar var til dæmis val í ritun um hvað þeir gátu skrifað um og nemendur fluttu líka sjálfir fyrirlestra um efni að eigin vali innan þess ramma sem kennari setti. Þá gátu þeir valið lesefni af lista kennara, til dæmis í tungumálum. Ég sá ekki að nemendur skipulegðu námið og framvindu þess í skólanum en það gera þeir trúlega í heimanámi.“ Skólarnir mjög líkir „Það sem kom mér á óvart var hvað skólarnir voru líkir og að það dragi úr sjálfræði og ábyrgð á náminu þegar nemendur koma í framhaldsskóla og að þeir urðu óvirkari þiggjendur en þeir höfðu verið á síðasta ári í grunnskóla“, segir Gerður en bendir á að þetta var fyrsta önnin í framhaldsskóla, sem hún skoðaði og kennarar í framhaldsskóla„vita lítið um það sem er að gerast í grunnskólum og eru jafnvel með ranghugmyndir þar um. Þeir fara mjög trúlega að skipuleggja sig öðruvísi þegar þeir eru farnir að þekkja nemendur og vita hvar þeir standa.“ Gerður segir að hún voni að þessar niðurstöður verði notaðar, þessi ráðstefna hafi jú verið um hvernig nýta megi rannsóknir í skólastarfi og þessar niðurstöður geti orðið grundvöllur að umræðum innan skólanna. „Skólarnir gætu til dæmis rætt um hvernig þeir geta mætt nemendum með ólíkan bakgrunn sem best í náminu, hvernig sjálfræði nemenda og þar með lýðræðisleg vinnubrögð í náminu fái að blómstra, hvernig megi stuðla að því að frumkvæði nemenda og hugmyndaauðgi og sköpun fái að njóta sín og hvernig nemendur fái besta þjálfun í samvinnu og samskiptum. Það væri mikilvægt að skoða hvernig þróa megi skólana sem námssamfélög þar sem nemendur og kennarar eru samstarfsmenn“. Pressa á kennurunum Gerður telur eðlilegt að skólarnir reyni að auka nám á þriðja þrepi, þar sem námið, samkvæmt hennar skilgreiningu, mætti dreifast jafnar milli þrepanna þriggja. „Það er greinilega ósamræmi milli orða og athafna þar sem kennarar telja sig vera að gera ákveðna hluti en svo kemur lítið af því fram vinnan í tímunum er skoðuð. Meirihluti hennar var á fyrsta þrepi“. Tölvuvæðingin var heldur ekki komin inn í skólana þegar hún fór í heimsóknirnar árið 2008. „Það var líka svo mikil keyrsla við að komast yfir námsefnið og kennurum fannst þeir vera undir pressu aðalnámskrár og kennslubóka. Þeim fannst þeir hafa lítinn tíma, eins og kom fram í viðtölum, og fannst þeir þurfa sjálfir að fara yfir allt námsefnið í staðinn fyrir að láta nemendur vinna meira sjálfstætt eins og reyndar sumir litlu framhaldsskólarnir úti á landi eru farnir að gera meira af,“ segir Gerður G. Óskarsdóttir. Það er mikilvægt að skoða hvernig þróa megi skólana sem námssamfélög þar sem nemendur og kennarar eru samstarfsmenn. rannsókn

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.