Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 19
19 Skólavarðan 3.tbl. 2011 skólanámskrá grunnskóla. Í hinni nýju aðalnámskrá grunnskóla segir að grunnskólinn sé mikilvægur liður í ferli einstaklingsins til alhliða þroska og almennrar menntunar. Í grunnskóla þurfi að skapa skilyrði fyrir nemendur svo þeir fái notið bernsku sinnar og efli með sér sjálfs- traust og félagsfærni, virki sköpunarkraft sinn og rækti skilning á manngildi. Í aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 1999 segir um kennslu og kennsluhætti að grunnskólinn eigi að skila af sér sjálfstæðum nem- endum sem hafi öðlast sjálfstraust og öryggi. Þeir eiga að kunna að læra, hafa kjark til frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða, geta unnið með öðrum og kunna að tjá sig, skýrt og skilmerkilega í töluðu og rit- uðu máli. Á þessa þætti beri að leggja áherslu í öllu starfi skólans allt frá upphafi skólagöngu. Nemendur skipuleggi eigið nám Anna segir þátt félagsfærni hafa verið aukinn til muna og orðið sýni- legri. Segja má að það hafi þá fyrst orðið með tilkomu lífsleikni náms- greinar, sem sett var inn í aðalnámskrá grunnskóla árið 1999, og ætluð fyrir 4. – 10. bekk. Einnig hafi lýðræði komið inn sem einn af grunn- þáttum menntunar í nýju námskránni. „Með tilkomu þáttarins lýðræði er stóraukin áhersla á þátttöku nemenda í að skipuleggja eigið nám og að hafa skoðanir á námi. Nemendur fá þar með meira svigrúm og tæki- færi til að tjá sig, segja sínar skoðanir og bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin námi. Í starfsáætlun Menntasviðs Reykjavíkur fyrir árið 2006, undir stefnu Reykjavíkurborgar í menntamálum yfir tíu ára framtíðar- sýn, er líka fjallað um jákvæða sjálfsmynd og félagsfærni barna og unglinga og bent á leiðir til að efla þá þætti. Efling þeirra er sögð mikilvæg alhliða forvörn þar sem slök félagsfærni er oft nátengd náms- erfiðleikum og getur valdið samskipta- og hegðunarerfiðleikum.“ Flestir til í að auka þátt félagsfærni í kennslu ... Til að fá betri innsýn í þátt félagsfærni í skólum tóku Anna og Kristrún viðtöl við nokkra kennara í efstu bekkjum grunnskóla á höfuðborgar- svæðinu og spurðu þá meðal annars um áherslur þeirra á þátt félags- færni í kennslu og upplifun þeirra á félagsfærni nemenda. Einnig tóku þær viðtal við hóp nemenda og spurðu þá um viðhorf þeirra til auk- Meistaranemarnir Anna Þórdís Heiðberg og Kristrún M. Heiðberg segja skóla verða að móta sér ákveðna stefnu hvað félagsfærni nemenda varðar. Ekki sé nóg að vera með fögur og flott fyrirheit í skólanámskrá, heldur verði einnig að fara markvisst eftir þeim. kennsluhættir „Mér finnst allt of margir kennarar nota glærur og svo eigum við bara að skrifa upp eftir þeim. Margir kennarar tala og tala, án þess að gefa okkur tækifæri á að segja okkar skoðun.“ FélagsFærni „Félagsfærni miðar að því að geta átt jákvæð og árangursrík samskipti við aðra. Heilbrigð sjálfsmynd er grundvöllur félagsfærni. Börn með góða félagsfærni eru líklegri til að eiga frumkvæði að samskiptum, viðhalda þeim og aðlaga sig breyttum aðstæðum. Þroskuð félagsfærni er grunnur að lífshamingju og lífsfyllingu hvers einstaklings.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti 2011).

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.