Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 29
29 Skólavarðan 3.tbl. 2011fólkið Gríðarlega skemmtilegir tímar Eftir námið fékk Pétur fulla stöðu í Öldutúnsskóla og var þar frá haustinu 1973 til 1976. „Það fluttum við hingað norður á Siglufjörð og ég gerðist náttúrufræðikennari við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Þetta voru gríðarlega skemmtilegir tímar í skólastarfi og mikið að gerast. Grunnskólalögin komu 1974. Á þessum árum voru víða haldin endurmenntunarnámskeið og ég tók þátt í mörgum þeirra, bæði sem nemandi og leiðbeinandi. Einnig tók ég þátt í tilraunakennslu og samningu námsefnis. Þegar ég kom til Siglufjarðar var skyldunáminu hér ennþá skipt í barnaskóla og gagnfræðaskóla. Ég hafði starfað í Kennarafélagi Hafnarfjarðar og þegar ég kom hingað hafði ég forgöngu um að endurreisa Kennarafélag Siglufjarðar sem hafði legið í láginni í nokkur ár. Þetta var meðal annars gert til að tengja betur saman kennarahópinn.“ Hreppapólitíkin var alls ráðandi Pétur minnist kennaramóts sem haldið var á Húnavöllum vorið 1977 þar sem kennarar af Norðurlandi vestra hittust. „Þá var ég kosinn kennarafulltrúi í fræðsluráði Norðurlands vestra. Þarna hitti ég gamlan kennara minn frá Núpi, Ólaf H. Kristjánsson, sem þá var skólastjóri í Reykjaskóla en hann var formaður ráðsins. Ég var síðan í fræðsluráðinu allar götur þar til það var lagt niður, líklega um eða upp úr 1990,“ segir Pétur. „Meðal þess sem Fræðsluráð tók til umfjöllunnar var gul bók frá menntamálaráðuneytinu með úttekt á öllum skólum á svæðinu. Þar var dregin upp beinagrind af skólastarfi á Norðurlandi vestra og til dæmis sagt til um hvar ættu að vera unglingadeildir og hvar ætti að vera níundi bekkur grunnskóla sem var sá efsti í þeim skóla þá. Sumir staðir áttu að fá þetta og aðrir ekki, á svæðinu áttu að vera safnskólar og því um líkt. Svo rak hvað sig á annars horn, eins og þar stendur, og hreppapólitíkin var alls ráðandi.“ Að kenna með kjaftinum og krítinni „Ég man nú ekki lengur hve margir skólar voru til dæmis í Skagafirði en held þó að þeir hafi verið tíu, sumir stórir en aðrir litlir. Ég lagði það til á einhverjum fræðsluráðsfundinum að við héldum ekki fundina alltaf á Blönduósi, heldur færðum okkur milli staða svo við gætum mildað þessa hreppapólitík og kynnst því sem væri að gerast á svæðinu. Til dæmis komum við í nokkra af minnstu skólunum og þar má auðvitað segja að kennararnir hafi bara haft aðstöðu til „að kenna með kjaftinum og krítinni“, eins og sagt var. Varla þó með krítinni því töflurnar voru hálfónýtar. Það var auðvitað himinn og haf á milli þessara litlu skóla og þeirra sem stærri voru. Ég minnist fundar sem við héldum á Laugabakka í Miðfirði. Vandi sveitaskólanna var þá sá að börnin máttu helst ekki byrja í skólanum fyrr en eftir göngur og sláturtíð. Síðan varð skólinn að vera búinn fyrir sauðburð. Nokkrir vísnavinir, meðal annars séra Hjálmar Jónsson, voru í fræðsluráðinu og urðu þá til nokkrar vísur. Ein endaði svona: Frá því um skurð og fram undir burð, fóðra þeir börnin á bókum.“ Talaði fyrir sameiningu skólanna Formennsku í Kennarafélagi Siglufjarðar gegndi Pétur í nokkur ár. „Í félaginu voru allir kennarar, jafnt úr barnaskólanum, gagnfræðaskólanum og tónlistarskólanum. Fóstrurnar voru ekki með, enda ekki titlaðar kennarar á þeim árum. Svo var það árið 1979 að Jóhann Þorvaldsson, skólastjóri barnaskólans, hætti vegna aldurs. Ég hafði talað fyrir því að skólarnir hér yrðu sameinaðir í einn grunnskóla eins og víða hafði verið gert. Það varð úr og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, sem var skólastjóri Gagnfræðaskóla Siglufjarðar varð skólastjóri grunnskólans. Ég tók þá að mér að vera aðstoðarskólastjóri, eða yfirkennari, eins og það hét þá.“ Pétur segir Grunnskólann á Siglufirði hafa verið eina níu mánaða skólann á svæðinu á þessum árum. Sauðárkrókur hafi verið með átta og hálfan mánuð en sumir minni skólarnir hafa bara verið starfræktir í sex mánuði á ári. Pétur varð skólastjóri Grunnskóla Siglufjarðar árið 1981 þegar Gunnar Rafn fór í leyfi frá skólastjórninni en kom ekki aftur. „Minn aðstoðarskólastjóri var Hinrik Aðalsteinsson sem hafði verið kennari við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Það var mjög gott að vinna með honum. Ég tók alltaf þátt í félagsstörfum kennara. Kennarafélagið hér starfandi áfram. Á ýmsu gekk fyrstu árin en svo var þetta orðið eins konar skemmtiklúbbur en þó alltaf með faglegum undirtóni. Við fengum hingað fyrirlesara til að fræða okkur. Vera mín í fræðsluráði opnaði ýmsa möguleika og ég reyndi að nýta mér þá til að fá hingað fólk.“ Hafði marga ferðamöguleika frá Siglufirði Pétur var í skólamálaráði Kennarasambands Íslands og var því í félagsstarfi á landsvísu líka. Hann var í mörg ár fulltrúi á þingum KÍ. Hann segir að margir syðra hafi undrað sig á því hversu auðvelt væri Mágur minn orðinn skólastjóri á Suðureyri við Súgandafjörð og hann vantaði kennara. Frá því um skurð og fram undir burð, fóðra þeir börnin á bókum

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.