Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 8
8 Skólavarðan 3.tbl. 2011 Rýnihópurinn var skipaður af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og vinna hans var kynnt á ráðstefnu í vor en að sögn Sigrúnar bendir allt til að þessar breytingar verði listnámi á framhaldsskólastigi mjög til framdráttar. „Þetta svigrún skapast með nýjum lögum og nýrri aðalnámskrá,“ segir Sigrún og vísar í inngang almenns hluta námskrárinnar, en þar segir meðal annars: „Samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, færist ábyrgð á námskrárgerð í auknum mæli til framhaldsskólanna. Þeim er nú falið að gera tillögur um fyrirkomulag, samhengi og inntak náms í samræmi við viðmið, sniðmát og reglur um gerð námsbrautarlýsinga. Með þessu er framhaldsskólum gefið aukið umboð til að byggja upp nám sem tekur mið af sérstöðu skóla, þörfum nemenda, nærsamfélags og atvinnulífs.“ Enn fremur segir: „Í nýrri námskrá er öllu námi í framhaldsskóla skipað á fjögur hæfniþrep sem skarast annars vegar við grunnskólastig og hins vegar við háskólastig. Þrepin lýsa stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda í átt til sérhæfingar og aukinnar fagmennsku. Námslok námsbrauta eru tengd við hæfniþrep. Lokamarkmið námsbrauta kallast hæfniviðmið og segja til um þá hæfni sem stefnt er að nemendur búi yfir við námslok.“ Í tengslum við lög um framhaldsskóla nr. 92/2008 og almennan hluta nýrrar aðalnám- skrár framhaldsskóla sem kom út í maí 2011 eiga sér stað breytingar í skólaumhverfinu sem munu gera stöðu tónlistarnáms skýrari og sterkari á þessu skólastigi. Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara sat í rýnihópi um listnám sem samdi drög að hæfniviðmiðum fyrir listgreinar á framhalds- skólastigi og skilaði af sér fyrr á þessu ári. Samvinna um listnám í framhaldsskólum Breytingar í framhaldsskólum styrkja stöðu tónlistarnáms og annars listnáms Texti: keg listnám

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.