Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 38

Skólavarðan - 01.12.2011, Blaðsíða 38
38 Skólavarðan 3.tbl. 2011 Hamingjan er ekkert (endilega svo) flókin Settu þér markmið og hugsaðu um þau Hafðu fastan áhyggju/kvíðatíma, til dæmis kl. 18-18:15 á virkum dögum. Fyrirgefðu allt smotterí um leið Njóttu þess litla og hversdagslega Farðu fyrr að sofa Gerðu góðverk Iðkaðu áhugamál sem þú hefur ástríðu fyrir Ekki hugsa aftur og aftur um leiðinlega hluti, beindu athyglinni annað Láttu eins og kjáni J Sinntu andlegu hliðinni – með hugleiðslu, bænum, samræðum um grunngildin í lífinu eða hverju sem höfðar til þín Þroskaðu „jákvæðnipúkann“ - skrifaðu niður þá björtustu framtíð sem þú getur ímyndað þér, hvað af henni hefur ræst og hvað þú gerðir til að áorka það Losaðu þig við allt sem þú notar ekki Keyptu handa þér blóm Endurupplifðu góðar minningar Stígðu út fyrir þægindarammann Lestu fimmtán tillögur í viðbót, allar góðar, í greininni 30-days-30-ways-be-happier á www.ivillage.com Allt frá setningu grunnskólalaganna 2008 hefur verið unnið að gerð heildstæðrar reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skóla- samfélagsins í víðtæku samráði við hagsmunaaðila. Í frétt frá menntamálaráðuneyti er innihald reglugerðarinnar reifað. Fréttin er birt hér í styttri útgáfu en hana er hægt að lesa í heild á vef ráðuneytisins. Lögð hefur verið mikil áhersla á að ná sátt um þessa reglugerð sem ætlað er víðtækt hlutverk hvað varðar meðal annars skólabrag, agamál, eineltismál, ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í þeim efnum og málsmeðferð í skólum þegar misbrestur verður á tilteknum atriðum. Njóti bernskunnar Markmið reglugerðarinnar er meðal annars að nemendur geti notið bernsku sinnar í skólastarfi, notið hæfileika sinna og séu öryggir í öllu starfi á vegum skólans og að allir í skólasamfélaginu kappkosti í sameiningu að stuðla að og viðhalda góðum starfsanda og jákvæðum skólabrag þar sem öryggi, vellíðan, heilbrigði og jákvæð samskipti eru höfð að leiðarljósi.  Skólareglur Setja skal skólareglur í hverjum grunnskóla með skýrum viðbrögðum við brotum á reglunum og að úrræði og viðbrögð stuðli að jákvæðri hegðun og miði að því að rækta persónuþroska og hæfni nemenda. Í skólareglum skal meðal annars kveðið á um almenna umgengni, sam- skipti, háttsemi, stundvísi, ástundun náms, hollustu og heilbrigðar lífsvenjur. Einelti Í reglugerðinni er ítarlega fjallað um starf grunnskóla gegn einelti en allir skólar skulu hafa heildstæða stefnu til að fyrirbyggja og bregðast við líkamlegu, andlegu og félagslegu ofbeldi og félagslegri einangrun. Skólar skulu setja sér aðgerðaáætlun gegn einelti með virkri viðbragðsáætlun til að takast á við eineltismál í skólanum. Aðgerðaáætlun gegn einelti er hluti af skólanámskrá og skal kynnt sérstaklega og birt opinberlega. Starfsfólk sérfræðiþjónustu skal aðstoða skóla í tengslum við aðgerðir gegn einelti og úrlausn einstakra mála eftir því sem þörf krefur.  Á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis skal stofna fagráð í eineltismálum sem starfar á landsvísu. Ef háttsemi nemanda leiðir af sér hættu Nýmæli er að í reglugerðinni er fjallað um líkamlegt inngrip í málum nemenda vegna óásættanlegrar og/eða skaðlegrar hegðunar nemenda.  Ef starfsfólk skóla metur að háttsemi nemenda leiði af sér hættu fyrir samnemendur og/eða starfsfólk skóla þá ber starfsfólki skylda til að bregðast tafarlaust við slíku með líkamlegu inngripi til að stöðva nemanda. Verklagsreglur skulu unnar af starfsfólki skóla vegna tilvika þegar stöðva þarf óásættanlega hegðun nemanda, bregðast við hótunum eða ef rökstuddur grunur er um að nemandi sé undir áhrifum vímuefna. Reglugerðin er undir Lög og reglugerðir á menntamalaraduneyti.is Ný reglugerð Ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.