Skólavarðan - 01.12.2011, Síða 20

Skólavarðan - 01.12.2011, Síða 20
20 Skólavarðan 3.tbl. 2011 innar áherslu á félagsfærni og upplifun þeirra í kennslustundum. „Það var mjög athyglisvert að heyra hvað kennarar höfðu um þetta að segja,“ segir Kristrún. „Þeir eru flestir jákvæðir gagnvart því að auka þátt félagsfærni í kennslu en þó eru aðrir þættir sem spila inn í og standa ef til vill í vegi fyrir því að vel sé að þessum málum staðið.“ ... en nokkur ljón eru í veginum „Einn kennari sem við ræddum við,“ heldur Kristrún áfram, „sagði að þrátt fyrir að hann væri fylgjandi því að nemendur fengju að tjá sig þá byðu aðstæður ekki alltaf upp á það. Hann nefndi til dæmis mikinn sparnað í skólakerfinu á undanförnum árum sem hefur leitt til þess að kennarar fá minni stuðning inn í bekki. Við það bætast svo aukin aga- vandamál í skólum sem valdi því að oft og tíðum er ekki hægt að halda uppi almennilegum samræðum í bekknum. Annar kennari nefndi einnig fjölgun nemenda í bekkjum, sem hann sagði leiða til þess að mörgum nemendum væri ekki sinnt sem skyldi. Hann spurði meðal annars hvernig í ósköpunum væri hægt að ætlast til þess að kennari gæti sinnt um það bil þrjátíu manna bekk svo vel væri. Þá nefndi hann auknar kröfur og skyldur á kennara, að það væri ein faldlega ekki tími til að sinna öllu. Viðkomandi kennari sagðist hafa horft upp á marga nýútskrifaða kennara sem kæmu uppfullir af nýjum hugmyndum og kennsluháttum inn í starfið en féllu svo í sama farið og þeir eldri og reyndari. Hann sagði að þrátt fyrir að í aðalnámskrá væri þess getið að félagsfærni ætti að efla í öllu skólastarfi þá litu margir kennarar svo á að þjálfun á þessu sviði færi fram í námsgrein- inni lífsleikni.“ Mikilvægt að nýta tækifærin Að sögn Önnu sögðust aðrir kennarar hins vegar nýta hvert tækifæri sem gæfist til að efla félagsfærni nemenda, þar á meðal með því að gefa nemendum færi á að taka sem mestan þátt í kennslustundum. „Einn kennari sagðist vinna út frá ákveðnum ramma, en gætti þess þó að vera ekki með of fastmótuð fyrirmæli. Hann sagði yndislegt að sjá hversu hugmyndaríkir og frábærir nemendur væru þegar þeir fengju tækifæri til að gera hlutina eftir sínu höfði. Annar sagði mikilvægt að nýta hvert tækifæri til að gefa nemendum færi á að tjá sig, efla gagnrýna og sjálfstæða hugsun þeirra, ekki síst nú á tímum. Þörf væri á að ýta burt þessari hjarðhugsun sem ríkti í þjóðfélaginu og gera nem- endur sjálfstæðari.“ Virkni og þátttaka nemenda Anna og Kristrún segja mjög misjafnt hvaða kennsluaðferðir eru not- aðar í kennslustundum og hversu mikinn þátt nemendur fá að taka í kennslustund. „Sumir kennarar leggja mikla áherslu á þátttöku nemenda á meðan aðrir leggja litla sem enga áherslu á þann þátt. Það er mat nemenda að ekki sé mikið lagt upp úr því í skólanum að þjálfa þá í að tjá sig og tala fyrir framan aðra. Gerð er krafa um að þeir eigi að geta þetta bæði í lífsleikni og í almennum fögum, að því er virðist án nokkurrar markvissrar þjálfunar. Nemendur eru einnig þeirrar skoðunar að kennslustundir séu of einhæfar, að þau séu alltaf að gera það sama, eins og þau segja sjálf. Hrós, jákvæðni og gott andrúmsloft skiptir þau einnig máli.“ „Það hjálpar mér að taka þátt í umræðunni til að halda einbeiting- unni, svara og segja mína skoðun.“ „Við erum aðallega að hlusta eða að svara spurningum skriflega. Mig langar stundum til að segja hvað mér finnst, en ég þori því ekki.“ kennsluhættir

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.