Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 11
fékk 11,3% atkvæða en ekkert þingsæti. Var þar með endir bundinn á hina óvinsælu „sam- búð“ (f. cohabitation) síðustu 5 ára, þ.e. í fyrsta sinn frá því árið 1997 var meirihlutinn á þingi af sama pólitíska lit og forsetinn. 21. apríl og 5. maí 2002: Forsetakosningar í Frakklandi: Í fyrri umferð kosninganna gerðust þau tíðindi, sem vöktu mikla athygli út um alla Evrópu og víðar, að Jean-Marie Le Pen, leiðtogi þjóðernissinnaðra hægriöfgamanna sem hefur oft áður gefið kost á sér í forsetakosningum án teljandi árangurs, varð annar á eftir Chirac for- seta (Chirac fékk 19,6%, le Pen 17,1%); Lionel Jospin, leiðtogi Sósíalistaflokksins og forsætis- ráðherra, fékk nokkru færri atkvæði en Le Pen sem hann túlkaði sem skilaboð kjósenda til sín um að hann ætti að draga sig í hlé, sem hann og gerði tafarlaust. Í síðari umferð kosninganna fékk Le Pen 17.8% en allir aðrir sem á kjörstað mættu – sem voru öllu fleiri en í fyrri umferð- inni – sameinuðust um að sýna umheiminum að Frakkar væru ekki á þeim buxunum að gefa manni eins og Le Pen raunverulegt tækifæri á að nálgast völdin í landinu. Í fyrri umferð forsetakosninganna völdu margir franskir kjósendur greinilega þann kost að snupra ríkjandi stjórnmálakerfi í landinu með því annaðhvort að sitja heima eða greiða öfgasinnum atkvæði sitt. Fréttaskýrendur eru á einu máli um, að brautargengi Le Pens og ósig- ur Jospins megi rekja til óánægju kjósenda með kerfið. Kjörsókn í þingkosningunum var aðeins 60,7% (í fyrri umferðinni) og þykir það skýr vísbending um að stór hluti þjóðarinnar sé ekki sáttur við þau stefnumál og þær lausnir, sem hefðbundnir „meginstraums“-stjórnmála- flokkar boða. Kom mörgum þessi árangur Le Pens á óvart, ekki sízt með tilliti til þess að skammt er síðan flokkur hans klofnaði eftir illdeilur í flokksforyst- unni og hann er sjálfur kominn af léttasta skeiði. Það hve hátt hlutfall franskra kjósenda var tilbúið að styðja hann sýndi svo ekki varð um villzt hve margir þeirra álíta „megin- straums“-stjórnmálamenn hafa beðið skipbrot og hunza vandamál sem brenna á þessum kjós- endahópum. Áberandi var að í kosningabarátt- unni fyrir forsetakosningarnar, sem snerist fyrst og fremst um einvígi þeirra Chiracs og Jospins, var yfirgnæfandi áherzla lögð á örygg- ismál innanlands, að fundnar skyldu varanlegar lausnir á stjórnleysi, ofbeldi og glæpum sem þykja ríkja einkum í sumum úthverfum stór- borganna (hverfum innflytjenda og atvinnu- lausra), en sums staðar í þessum hverfum er ástandið þannig að jafnvel lögreglan forðast að láta sjá sig þar. Þar sem Le Pen hefur áratugum saman staðið fyrir harða stefnu gegn innflytj- endum og glæpum virtust þessar áherzlur í „meginstraums“-umræðunni koma honum vel. 17. maí 2002: Þingkosningar á Írlandi: Hinn íhaldssami Fianna Fail-flokkur forsætisráðherr- ans Bertie Ahern vinnur 80 af 166 þingsætum með 41,5% atkvæða. Hinir tveir helztu flokk- arnir á írska þinginu, annars vegar Fine Gael, sem er kristilegur demókrataflokkur, fékk 22,5% atkvæða og 31 þingsæti, og hins vegar Verkamannaflokkurinn, sem fékk 10,8% at- kvæða og 21 þingsæti. Snertifletir írskra og íslenzkra stjórnmála eru fáir. Kaþólsk þjóðernishyggja er þar ráðandi og jafnaðarmannaflokkur eins og Verkamanna- flokkurinn á því ekki upp á pallborðið meðal írskra kjósenda. Írar leggja jafnframt mikið upp úr hlutleysisstefnu sinni og því að halda sem mestu af því fjárstreymi sem þeim hefur tekizt að mjólka út úr styrkjakerfi ESB á síðustu ára- tugum, en það hefur tvímælalaust hjálpað þessum fyrrverandi fátæktarútkjálka Evrópu á sama velmegunarstig og það sem bezt gerist í álfunni. Innflytjendamál horfa þar jafnframt öðru vísi við en í Bretlandi eða á meginlandinu, þar sem Írland hefur á síðustu öldum fyrst og fremst verið land sem fólk flutti á brott frá, ekki til. Þar er sennilega komið það atriði sem Írland á hvað helzt sameiginlegt með Íslandi; eyríki á norðvesturjaðri Evrópu sem um aldir var fátækt en hefur í tíð síðustu kynslóða brotizt til vel- megunar og er því nú orðið aðlaðandi höfn fyr- ir ýmsa innflytjendahópa. 15. maí 2002: Þingkosningar í Hollandi: Mikil umskipti verða í þessum kosningum: stærsti flokkur verður Kristilegi demókrataflokkurinn undir forystu Jan-Peter Balkenende með 27,9% atkvæða og 43 af 150 þingsætum. Ótvíræður sigurvegari kosninganna er þó Listi Pims Fortuyn (LPF), en stofnandi hans og leið- togi, Pim Fortuyn, var myrtur viku fyrir kosn- ingarnar. Listinn fékk 17% atkvæða og 26 þingsæti. Frjálslyndi íhaldsflokkurinn Flokkur frelsis og lýðræðis (VVP) fékk 15,4% og 24 þingsæti. Úrslitin voru sögulegur ósigur fyrir Verkamannaflokkinn, sem fékk aðeins 15,1% og 23 þingsæti, en VVP tapaði einnig miklu fylgi frá því í síðustu kosningum. Engu munaði að frjálslyndi vinstriflokkurinn D66 félli út af þingi. Mynduð var samsteypustjórn kristilegra demókrata og LPF, sem varð þó skammlíf, enda LPF svo að segja höfuðlaus her eftir svip- legt fráfall Fortuyns, sem vinstriöfgasinnaður hollenzkur einfari myrti. Fortuyn, sem hafði m.a. starfað sem félagsfræðiprófessor, var lit- ríkur persónuleiki – samkynhneigður og sérvit- ur – og sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Það sem höfðaði til kjósenda var hve tæpitungulaust hann talaði um stjórnmál, sem fólk átti ekki að venjast af „meginstraums“-at- vinnustjórnmálamönnunum. Meðal þess sem Fortuyn boðaði var að stöðva frekari aðflutning fólks frá fátækum ríkjum, einkum múslima, til Hollands. Setningar eins og: „Hvers vegna ætti mitt land að bjóða fólk velkomið, sem fordæm- ir mig fyrir kynhneigð mína?“ höfðuðu augljós- lega til hollenzkra kjósenda og gerðu það jafn- framt erfitt að draga Fortuyn í dilk með öðrum popúlistum á hægrikantinum í evrópskum stjórnmálum, svo sem Jörg Haider í Austurríki eða Piu Kjærsgaard í Danmörku. 30. apríl 2002: Lögþingskosningar í Færeyj- um: Fylkingar sjálfstæðis- og sambandssinna reynast því sem næst hnífjafnar, en sam- steypustjórn sjálfstæðissinna tekst að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf undir forystu Anfinns Kallsbergs, lögmanns Færeyja. Þar sem spurningin um hugsanleg sambandsslit við Danmörku yfirgnæfir öll önnur pólitísk mál í Færeyjum um þessar mundir koma þeir straumar sem efst eru á baugi í þjóðríkjunum í kring lítið við sögu. bls. 11Stefna kosningastraumar Evrópu til Íslands? 08 Pólitík Auðunn Arnórs 5.12.2002 17:34 Page 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.