Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Side 13
faraflokkinn í Noregi eiga það sammerkt að
hafa lagt áherzlu á mál sem brenna á mörgum
kjósendum og hefðbundnu kerfisflokkarnir
hafa ekki – oft vegna fylgispektar við viðtekin
„tabú“ pólitískrar rétthugsunar – getað komið
fram með trúverðug svör við.
Kjósendur þessara flokka koma oftar en ekki
úr hópi hefðbundinna kjósenda „kerfisflokka“ á
vinstri vængnum og miðjunni, það hafa rann-
sóknir kosningasérfræðinga sýnt. Mörg dæmi
eru um að kjósendur nýju popúlistaflokkanna
komi að miklu leyti úr röðum „innfæddra“
verkamanna, þjóðfélagshóps sem skynjar
gjarnan afleiðingar hnattvæðingarinnar sem
ógnun við sína stöðu, enda margir misst vinn-
una beinlínis vegna hagræðingarráðstafana fyr-
irtækja í nafni hnattvæðingarinnar. Þá lítur þessi
hópur gjarnan svo á að innflytjendur ræni störf-
um frá þeim sem fyrir eru. Þessi sami ótti bein-
ist einnig gjarnan gegn Evrópusamrunanum og
sér í lagi áformunum um stækkun Evrópusam-
bandsins til austurs; margir eru tilbúnir að trúa
því að opnun landamæranna til austurs muni
leiða til straums ódýrs vinnuafls (og jafnvel
glæpamanna líka) austan úr álfunni. Gjarnan er
fullyrt að náin tengsl séu á milli innflytjenda-
straums og aukinnar afbrotatíðni, en þessi
þjóðfélagshópur býr almennt í meira nábýli við
innflytjendur en þeir sem ákvarðanirnar taka.
„Ef fólk styður flokka Haiders, Le Pens eða
Fortuyns er það vegna þess að þeir hafa fund-
ið réttu aðferðina til að vekja athygli á málefn-
um sem snerta almenning en þagað er um eða
fjallað um með allt of almennum orðum,“
ályktaði leiðarahöfundur hins frjálslynda pólska
dagblaðs Rzezpospolita í vor og fæ ég ekki bet-
ur séð en hann hafi hitt naglann á höfuðið. Aðr-
ir stjórnmálaskýrendur, þar á meðal Pierre
Rousselin, blaðamaður Le Figaro í París, segja
hægripopúlistaflokkana eiga sameiginlegt að
beina athyglinni að málefnum sem stoðflokkar
kerfisins hafi hunzað af tillitssemi við pólitíska
rétthugsun. Áður hafi flokkar skipzt á um völd-
in vegna þess að lítill hópur kjósenda á miðj-
unni hafi ýmist kosið til hægri eða vinstri en
staðan sé nú breytt.
Það gagn sem nýju popúlistaflokkarnir geta
gert lýðræðinu er að knýja staðnað flokkakerfi
til endurnýjunar; knýja atvinnustjórnmálamenn-
ina til þess að leggja betur við hlustir hvað það
er sem í raun brennur á hinum almenna kjós-
anda og gleyma sér ekki í forræðishyggjunni.
Þó má halda því fram, að smæð íslenzks þjóð-
félags og stjórnkerfis og sú nálægð milli stjórn-
valda og borgaranna sem hún hefur í för með
sér, ætti að hjálpa til að frýja hið pólitíska kerfi
á Íslandi öðrum eins byltum og hægripopúlista-
flokkar hafa valdið í mörgum grannríkjunum á
síðustu misserum.
Íslenzka flokkakerfið hefur að vísu verið í
nokkurri endurnýjun á síðustu árum – stofnun
Samfylkingarinnar stendur þar uppúr, þótt sú
endurnýjun hafi ekki skilað þeim árangri sem
upphafsmenn hennar stefndu að; „fjórflokkur-
inn“ lifir. Eini vísirinn að flokki sem væri hægt
að líta svo á að gegndi sambærilegu hlutverki
hér á landi og popúlistaflokkar í öðrum löndum
(að því er varðar andóf gegn áherzlum „megin-
straums“-flokkakerfisins) er Frjálslyndi flokkur-
inn, sem í kosningunum 1999 gerði út á óá-
nægju (einkum á Vestfjörðum) með kvótakerf-
ið í sjávarútveginum, en það málefni hefur tví-
mælalaust verið eitt mesta hitamálið í íslenzkri
stjórnmálaumræðu síðustu ára.
Þar sem þau hitamál sem um þessar mund-
ir virðast gegnumgangandi í stjórnmálum
flestra hinna Vestur-Evrópuríkjanna, þ.e. inn-
flytjendamálin, hert „lög og regla“ og atvinnu-
leysisvandinn svo þau helztu séu nefnd, skipta
litlu máli hér á landi – að minnsta kosti enn sem
komið er – er fátt sem bendir til að hægt sé að
lesa einhverja ákveðna strauma út úr nýlegum
kosningaúrslitum í grannríkjunum sem eigi eft-
ir að hafa áþreifanleg áhrif á kosningabaráttu
hér á landi. Staða Íslands utan ESB á einnig
sinn þátt í því að ýmsir pólitískir straumar sem
eru áberandi í hinum Vestur-Evrópuríkjunum
berast síður inn í stjórnmálaumræðuna hér á
landi en ella væri.
1 Til upprifjunar: Í febrúar 2000 mynduðu hinn
íhaldssami Þjóðarflokkur og hægripopúlíski Frels-
isflokkur – sem hafði vaxið upp fyrir 27% fylgi á
fyrirheitum um að brjóta upp áratuga helminga-
skiptakerfi „meginstraums“-valdaflokkanna
tveggja, Jafnaðarmannaflokksins og Þjóðarflokks-
ins – nýja samsteypustjórn í Austurríki, þó án þess
að hinn umdeildi þáverandi leiðtogi Frelsisflokks-
ins, Jörg Haider, tæki sæti í henni. Þá áttu ríkis-
stjórnaleiðtogar Þýzkalands, Frakklands, Belgíu,
Svíþjóðar og fleiri frumkvæði að því að ráðamenn
allra hinna ESB-landanna 14 sniðgengju samskipti
við liðsmenn nýju austurrísku stjórnarinnar. Þess-
um vandræðalegu aðgerðum var hætt um hálfu ári
síðar.
2 Gott nýlegt dæmi um slíkt er stórsigur hins ný-
stofnaða „Flokks framrásar réttarríkisins“ í kosn-
ingum til stjórnar Hamborgar fyrir ári. Hann fékk
19,4% atkvæða út á harða „laga og reglu“-stefnu.
Stofnandi og leiðtogi þessa flokks, Ronald Schill
dómari og núverandi innanríkisráðherra og vara-
borgarstjóri Hamborgar, reyndi einnig framboð um
allt Þýzkaland í því augnamiði að koma þingflokki á
Sambandsþingið, en mistókst það hrapallega. Í
kosningabaráttunni lagði flokkurinn aðaláherzlu á
baráttuna gegn glæpum og herðingu innflytjenda-
löggjafarinnar.
3 Schröder kanzlari náði uppsveiflu í vinsældum út á
það hvernig hann brást við er skaðræðisflóð varð í
Saxelfi sem skildi eftir sig slóð eyðileggingar í
austurhéruðum landsins í ágústmánuði og hann
greip til popúlisma í utanríkismálum á lokasprettin-
um í september („ekkert stríð gegn Írak!“). Undir
þessum kringumstæðum leiddist áskorandinn Ed-
mund Stoiber út í að tæpa á innflytjendamálunum.
Hann gagnrýndi nýja innflytjendalöggjöf „rauð-
grænu“ stjórnarinnar – að hans mati ætti að setja
meira afgerandi lög um þessi mál sem gæfu
stjórnvöldum betri möguleika á að stýra aðflutn-
ingi fólks til landsins. Stoiber passaði sig þó á því
að leggja ekki mikla áherzlu á þetta atriði þar sem
hann óttaðist að það gæti gefið andstæðingunum
færi á að útmála sig sem mann sem væri of langt
hægra megin við miðjuna.
4 Á þessu ári komu til kasta sænskra dómstóla tvö
mál, þar sem kúrdískir innflytjendur í Svíþjóð voru
dæmdir fyrir að myrða eigin dætur, í báðum tilvik-
um vegna þess að dóttirin neitaði að eiga mann
sem faðirinn hafði valið fyrir hana. Þessi mál vöktu
marga Svía til umhugsunar um þau vandamál sem
fylgja þeim menningarárekstrum sem verða er
margir innflytjendur upprunnir úr framandi menn-
ingarheimi eins og þeim íslamska setjast að í land-
inu. Talsmenn múslima í Svíþjóð segja að alls búi
þar nú um 300.000 múslimar. Ofbeldi sænskra
nýnazista, sem hafa látið töluvert til sín taka á síð-
ustu misserum, beinist fyrst og fremst gegn
þeim.
Auðunn Arnórsson er MA í sagnfræði og stjórnmálafræði frá
háskólanum í Freiburg im Breisgau í Þýzkalandi og með
meistarapróf í Evrópufræðum frá Evrópuháskólanum í Brugge
í Belgíu. Hann er blaðamaður á Morgunblaðinu.
bls. 13Stefna kosningastraumar Evrópu til Íslands?
08 Pólitík Auðunn Arnórs 5.12.2002 17:34 Page 13