Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 14
Áhugaverðar bækur Jólabókaflóðið er skollið á og umræðan um bókmenntir í hámarki. Að þessu sinni er því bent á nokkrar bækur sem kenna eiga fólki að lesa, skrifa og hugsa. How to Read and Why? Hvernig á að lesa og hvers vegna? er bók sem ætti að hitta í mark hjá þeim sem vilja að fólk hafi lesið úrval heimsbókmenntanna áður en það tekur til við skriftir. Bókin, sem skrifuð er af einhverjum þekktasta bókmenntagagnrýnanda samtímans, Harold Bloom, inniheldur ekki aðeins hug- leiðingar um bók- menntalestur og -gagnrýni heldur einnig lista yfir merka höfunda á hverju sviði skáld- skaparins. Að mati Blooms á bók- menntagagnrýni að byggjast á upp- lifun lesandans frekar en fræðileg- um kenningum og hann vill fyrst og fremst kenna fólki að njóta góðra bókmennta. „Aðalreglan er að lestur er einstaklingsvinna, reyndu aldrei að bæta ná- ungann eða nágrenni þitt með því sem þú lest, hugsaðu eingöngu um að bæta sjálfan þig,“ segir hann og minnir um leið á orð Virginiu Woolf sem velti bókmenntalestri fyrir sér í rit- gerðinni „How Should One Read a Book?“ – „Í raun er eina ráðið sem hægt er að gefa annarri manneskju varðandi lestur að þiggja engar ráð- leggingar,“ skrifaði hún. Hvort sem menn vilja ráðleggingar eða ekki er rétt að birta einn af listum Blooms. Þeir smásagnahöfundar sem hann mælir með eru eftirtaldir: Ivan Turgenev, Anton Tsjekov, Guy de Maupassant, Ernest Hemingway, Flannery O’Connor, Vladimir Nabokov, Jorge Luis Borges, Tommaso Land- olfi og Italo Calvino. Fourth Estate, London 2001 Itenary – An Intellectual Journey „Fullkomið jafnvægi listar og gagnrýni,“ var sagt um þetta síðasta verk mexíkóska rithöf- undarins og hugsuðarins Octavio Paz. Verkið er allt í senn sjálfsævisaga, fortíðargreining, sam- tíðarrýni, minningar og vangaveltur. Upphaf- lega byggðist það á tveimur ritgerðum; í þeirri fyrri gerði Paz grein fyrir þróun pólitískra hug- mynda sinna en í hinni síðari fjallaði hann um tengslin við föðurland sitt, sögu þess og sam- tíð. Ferðarvísunin í titli bókarinnar á vel við því Paz lýsir mótun hugmynda sinna sem ferða- lagi, „. . . tíminn líð- ur og það er ekki hægt að snúa við en samt er enginn sérstakur áfanga- staður,“ skrifar hann. Jafnframt dregur hann í efa skilgreining- ar og viðmið sem menn hafa búið til og stillir saman hlutum sem í sumum tilfellum virðast eiga fátt sameiginlegt. Hver eru til dæmis mörkin milli fortíðar og nútíðar, Mexíkó og um- heimsins, ástar og stjórnmála? spyr hann í inn- gangsorðum bókarinnar. Bókin sýnir að fortíðin var í huga Paz óaðskiljanlegur hluti samtímans. Í huga hans var tíminn hvorki línulegur né hring- laga heldur eins konar spírall sem vatt sífellt saman fortíð og nútíð. Þess vegna skrifar hann jafnhendis um 70 ára gamla atburði og nýorðna. Octavio Paz sendi frá sér 18 bækur og hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1990. Hann lést árið 1998, 84 ára að aldri. Stranger Shores – Essays 1986–1999 The Poison Principle A Memoir of Family Secrets and Literary Poisoning Bókin um eiturlögmálin er sérkennileg blanda, í senn minningabók, glæpasaga og fræðslurit; saga um eitrað fjölskyldulíf og eitur í bókmenntum. Höfundurinn, Gail Bell, er menntuð í efnafræði og uppeld- isfræði og hefur sent frá sér fjölda smásagna í heimalandi sínu, Ástralíu. Áhugi hennar á eitri kviknaði þegar hún komst að því að afi hennar, sem var þekktur læknir, hefði verið sakaður um að eitra fyrir tveimur son- um sínum. Í bókinni rannsakar Bell þetta fjölskylduleyndarmál eins og leynilögreglu- maður og veltir um leið fyrir sér sögu eitur- efna, bæði í raunveruleika og skáldskap. Þessa bók verða allir glæpasagnahöfundar að lesa vilji þeir feta í fótspor gömlu meist- aranna. Hér er allt sem nauðsynlegt er að vita um áhrif, útlit og virkni eiturs og hvernig því hef- ur verið beitt í bókmenntum. Mörg þeirra eitur- efna sem Bell fjallar um hafa verið notuð öldum saman og í ýmsum tilgangi. Eitt þekktasta morðvopn glæpasagnanna, arsenik, notuðu Rómverjar til dæmis til að hreinsa sár og konur á 19. öld böðuðu sig upp úr arsenikblöndu til að lýsa húð sína. Það hafa þó vafalaust verið afar veikar blöndur því hnífsoddur af hreinu arseniki nægir til að ganga frá fullorðinni manneskju, af bókinni að dæma. Arsenik hefur verið í sérstöku uppáhaldi í bókmenntaheiminum, eins og Bell kemst að orði, en eins og hún bendir á eru flest- ir arsenikeiturbyrlararnir konur sem hafa kokkað það ofan í karlana sína. MacMillan 2001 14 Áhugaverdar bækur 5.12.2002 16:51 Page 14

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.