Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 15
Á árabilinu 1930–1950 þróaði Halldór fagur-
fræði hinnar þjóðfélagslegu skáldsögu. Margt
bendir til að sú fagurfræði hafi mótað list
margra íslenskra höfunda og verið grundvöllur
íslenskrar bókmenntagagnrýni um langt skeið. Í
umræðum um Halldór vill þó oft gleymast að
hann er ekki aðeins lesinn af Íslendingum, held-
ur hafa verk hans verið þýdd á fjölmörg erlend
tungumál og orðið brot af menningu annarra
þjóða. Það á ekki síst við á Norðurlöndum.
Í Danmörku hafa verk Halldórs Laxness ver-
ið mikið lesin. Þess má geta að ungur skrifaði
hann smásögur á dönsku sem birtar voru í
dönskum dagblöðum auk þess sem dönsk þýð-
ing Gunnars Gunnarssonar á Sölku Völku var
fyrsta skáldsaga hans sem gefin var út erlend-
is. Hér á eftir ætla ég að velta vöngum yfir sam-
bandi Halldórs við danska og íslenska lesendur
eins og það birtist í umræðum um úthlutun
Sonningverðlaunanna sem honum voru veitt
vorið 1969. Mikil blaðaskrif spunnust um verð-
launin bæði á Íslandi og í Danmörku ekki síst
vegna mótmæla sem danskir stúdentar efndu
til en þeim lauk með átökum stúdenta og lög-
reglu á Torgi vorrar frúar daginn sem verðlaun-
in voru afhent. Í umfjöllun um þessa atburði
birtast átök skáldskapar og veruleika með
margvíslegum hætti ekki síður en skoðanir
manna á hlutverki höfundar og lesenda við túlk-
un bókmenntaverka.
Í verkum Halldórs Laxness verða vangavelt-
ur um form og stíl, og þá sérstaklega stöðu
sögumanns, æ áleitnari eftir því sem líður á
fimmta áratuginn. Halldór endurskoðar hlut-
verk hins orðmarga og leiðandi sögumanns
sem einkenndi verk hans á fjórða áratugnum.
Hann vill auka hlut lesanda í merkingarsköpun
skáldverka sinna og tilraunir í þá átt eru til
dæmis snar þáttur í Íslandsklukkunni, Brekku-
kotsannál, Kristnihaldi undir Jökli og Guðsgjafa-
þulu. Í viðtali við danska blaðið Politiken árið
1969 er hann spurður út í ummæli sín þess efn-
is að skáldsagan sé úrelt listform. Þau hafði
Erik Sønderholm eftir honum í ritdómi um
Kristnihald undir Jökli sem birtist í blaðinu deg-
inum áður. Svar Halldórs er eftirfarandi:
– Alle romaner er dårlige, men i min sidste
roman har jeg forsøgt noget i retning af en
fornyelse af dens muligheder – i øvrigt må
bogen tale for sig selv.3
Skáldsagan á samkvæmt þessu að vera eigin
málsvari, höfundurinn ætlar sér ekki að tala
máli hennar. Ósk Halldórs Laxness um að bók-
menntaverk séu eigin málsvarar rætist þó ekki.
Margir lesenda hans kæra sig kollótta um til-
raunir til endurnýjunar á skáldsagnaforminu og
virðast álíta „... að einhver guðdómsvera hafi
innblásið bókaskrifarann til þess að hann leiði
[þá] frammúr myrkri þángað sem stórisannleik-
ur býr.“4 Lesendur gera kröfu um skýran boð-
skap eða „. . . lausn á einhverju aðkallandi
vandamáli.“5 Telji þeir ekki fullnægjandi lausnir
að finna í verkinu er ábyrgðinni varpað á skáld-
ið. Að vissu leyti er sem skáldinu sjálfu sé ætl-
að að fylla þá eyðu sem hinn leiðandi sögumað-
ur skildi eftir í verkunum – og ætlað var lesend-
um. Ástæða þessa er meðal annars sú að Hall-
dór tók lengi eindregna pólitíska afstöðu í rit-
gerðum sínum og mörgum skáldverka sinna.
Meint pólitískt uppgjör hans á sjöunda áratugn-
um virðist breyta litlu um kröfu lesenda hans
um að hann gegni leiðsögumannshlutverki í
pólitískum og siðferðilegum efnum ekki síður
en hlutverki sögumanns.
Aðdragandi mótmælanna
Aðalsteinn konungr sat í hásæti; hann lagði ok
sverð um kné sér, ok er þeir sátu svá um hríð,
þá dró konungr sverðit ór slíðrum ok tók gull-
hring af hendi sér mikinn ok góðan, ok dró á
Frá sjónarhóli flestra Íslendinga eru rit Halldórs
Laxness rauði þráðurinn í bókmenntasögu 20.
aldar og skáldverk hans mælikvarði þegar verk
annarra höfunda eru metin eða sett í hug-
myndafræðilegt samhengi. Einhverjir kynnu
jafnvel að taka afdráttarlausar til orða og segja
eitthvað á þessa leið: „Halldór Laxness var
ekki einungis merkastur Íslendinga um sína
daga, víðlesinn skáldsagnahöfundur og boð-
beri mikillar arfleifðar, heldur var hann einnig
og ekki síður einn allra skemmtilegasti höfund-
ur samtímans.“2
Sækjum gull í Gljúfrastein
[Veitingamaðurinn] heldur að við séum asnar, sagði [Íslandsbersi].
Það halda danir ævinlega um íslendínga og íslendíngar um dani.1
Haukur Ingvarsson
16 Laxness Haukur Ingv 6.12.2002 14:15 Page 15