Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Side 16
blóðrefilinn, stóð upp gekk á gólfit ok rétti yfir eldinn til Egils. Egill stóð upp ok brá sverðinu ok gekk á gólfit; hann stakk sverðinu í bug hringinum ok dró at sér, gekk aptr til rúms síns; konungr settisk í hásæti. En er Egill settisk niðr, dró hann hringinn á hQnd sér, ok fóru brýnn hans í lag; lagði hann þá niðr sverðit ok hjálminn ok tók við dýrshorni, er honum var borit, ok drakk af.6 Danska dagblaðið Politiken greinir frá því 2. febr- úar 1969 að íslenski rithöfundurinn og Nóbels- verðlaunahafinn Halldór Laxness hljóti Sonning- verðlaunin við hátíðlega athöfn þann 19. apríl sama ár. Verðlaunin höfðu verið veitt ellefu sinnum fyrir þýðingarmikið framlag í þágu evr- ópskrar menningar og meðal þeirra sem höfðu hlotið þau voru Winston Churchill, Bertrand Russel, Arthur Koestler og Laurence Olivier. Þó af fréttinni og hlutlausri aðalfyrirsögninni „Sonn- ing-prisen til Halldor Laxness“ sé ekki annað að ráða en Halldór Laxness sé vel að verðlaunun- um kominn læðist sá grunur að manni að eitt- hvað búi að baki undirfyrirsögninni. Þar segir „150.000 kr. til den socialt engagerede forfatt- er,“7 þannig að drjúg verðlaunafjárhæð er tengd þjóðmálaafskiptum Halldórs. Í greininni er lögð höfuðáhersla á félagsgagnrýni í höfundarverki hans og lýsingar hans á lifnaðarháttum fátæk- linga víða um heim. Í niðurlaginu segir: Det er [. . . ] humant-sociologiske studier, der behersker Halldor Laxness’ bøger fra 1960’erne, og som på sin vis virker stærkere end hans store romanværker fra 30’erne, Verdens lys I–IV (1937–41) og Islands klokke I–III (1943–46), fordi man i disse bøger møder en digter, der ikke alene med beundringsværdig kunstnerisk styrke kan skildre fortiden, men også er en socialt engageret skribent, der ikke lægger nogen dæmper på sine skarpe meninger om ufor- skyldt fattigdom og økonomisk udbytning, hvor i verden han møder den.8 Í fyrstu tveimur prentunum blaðsins er grein um höfundinn auk myndar. Í síðustu prentun- inni hefur myndinni verið skipt út fyrir stutt símaviðtal. Fyrirsögn viðtalsins er „Kender ikke Sonning“ og fyrsta spurning blaðamannsins er „[. . . ] om [Laxness’] fornemmelse ved tildel- ingen af den store Sonning-pris [. . . ]“.9 Skáldið segist ekki vita hver Sonning hafi verið né hvernig auður hans sé tilkominn. Svar hans er feitletrað og greinir sig þannig frá öðrum spurn- ingum í viðtalinu.10 Í Aarhus Stiftstidende sama dag er einnig greint frá því að Halldór Laxness hljóti Sonningverðlaunin. Í eins konar eftirmála við greinina segir: Sonning-prisen er ind- stiftet af fru Leonie Sonn- ing til minde om hendes afdøde mand, forfatteren og journalisten C. J. Sonn- ing. Pengene stammer overvejende fra store beboelsesejendomme – et forhold, der har givet anledning til kritik.11 Þó að hér sé ekki farið út í smáatriði kemur fram að uppruni verðlaunafjárins sé talinn gagnrýni verður. Hins vegar virðist sem blaðamað- ur Politiken treysti því að danskir lesendur þekki sögu Sonningfjölskyldunnar nægi- lega vel til að þeir geti í eyð- urnar. Í leiðara blaðsins In- formation 19.–20. apríl koma þessar upplýsingar fram um Sonning: Redaktør C. J. Sonning bestemte i 1936, at fire af hans syv ej- endomme skulle overgå til en særlig fond. Den fond har nu værdier for adskillige milli- oner kroner. [. . . ] Måske blev Sonning-fonden skabt for at sikre Sonningnavnet evig hæder.[. . . ] Det er ikke kultur, C. J. Sonning huskes for, men boligspekulation. [. . . ] Der er meget, der tyder på at Sonning- prisens midler stammer fra udnyttelse af den bolignød, der også den gang var en rea- litet [. . . ].12 Ef lesandi Politiken-greinarinnar 2. febrúar býr yfir þessari þekkingu og lítur auð Sonnings sömu augum og leiðarahöfundur Information er greinilegt að blaðamaður Politiken ætlar sér að setja Halldór Laxness í siðferðilega klemmu á milli eigin málflutnings á fyrri tíð annars veg- ar og verðlaunanna hins vegar. Undirfyrirsögn greinar hans ýtir undir þá spurningu hvort höf- undur sem berst fyrir félagslegu réttlæti geti tekið við illa fengnu fé. Niðurlag greinarinnar má skilja svo: Halldór Laxness gagnrýnir félags- legt óréttlæti hvar sem er í heiminum, Sonn- ingauðurinn er illa fenginn og Danmörk er í heiminum; ergo Halldór mun gagnrýna eða honum ber að gagnrýna. Blaðamaðurinn sem spennir þessa siðferði- legu klemmu lætur nafns síns ekki getið heldur birtist grein hans undir dulnefninu Tempest. Upplýsingaþjónusta Politiken segir að bakvið nafnið leynist Ole Storm sem starfaði hjá blað- inu frá árinu 1958. Árið 1964 skrifaði hann rit- dóm í Politiken um Skáldatíma, á dönsku En digters opgør. Þar segir m.a.: Halldor Laxness er en praktisk mand, der har taget sit parti. Han er aldeles nøgtern og erkender at han tog fejl af Sovjetstyret – også det gør han uden falsk sentimentalitet og hyklet bodfærdighed. Han tog fejl, slet og ret, og han kan måske tage fejl igen; han anser ikke digtere for at være forsikret mod fejltagelser, og han mener ikke, at de i deres personlige fremtræden skal symbolisere den ene eller den anden form forlivs- anskuelse.[. . . ] Laxness er, som bemærket, en praktisk mand. Han sørger for at få sin nattesøvn. Han anser også ærlighed for at være det mest praktiske og stikker i dette erindrings- bind ikke noget under stolen.13 Ole Storm er tiltölulega jákvæður í garð bókar- innar en þó skín í gegn kaldhæðni sem er vand- lega undirbyggð í dómnum. Hana má meðal annars sjá á því hvernig Storm klifar á því að Laxness sé „en praktisk mand“ eða á íslensku ‚hagsýnn’. Án þess að segja það berum orðum Halldór Laxness tekur við Sonningverðlaununum. 16 Laxness Haukur Ingv 6.12.2002 14:15 Page 16

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.