Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 21
først og fremmest skal søge i Laxness’
bøger. Den har sin plads deri, men ikke som
propaganda. Det må da også være gener-
ende for den, der vil se det entydige i Lax-
ness’ samfundssyn, at den revolutionære
Arnald i „Salka Valka“ er et såre svagt
menneske, og han vælger en glamourdrøm
for en proletarisk virkelighed af karat.45
Ástæða þess að þetta er nefnt hér er sú að
Sønderholm gerir ekki tilraun til að sýna hvern-
ig túlka megi verk Laxness á ólíka vegu heldur
velur hann að túlka verkin á umdeilanlegan hátt
sem þjóna augljóslega hans eigin málstað.
Scherfig fylgdi Laxness að málum fram að upp-
gjörinu í Skáldatíma. Eftir það skildi leiðir.
Scherfig notar vitnisburð Halldórs sjálfs til að
sýna fram á hollustu hans við Stalín við lok
fjórða áratugarins. Scherfig vill sýna fram á að
Laxness hafi svikið pólitíska sannfæringu sína
meðan Sønderholm reynir að leiða í ljós að hún
hafi aldrei verið fyrir hendi. Hér er tekist á um
túlkun á ævistarfi Halldórs Laxness sem endur-
speglar ekki síður árekstur milli skáldskapar og
veruleika en mótmæli stúdentanna. Skáldskap-
urinn hefur áhrif á sýn okkar á heiminn og
áhrifamiklir túlkendur móta þá sýn rétt eins og
höfundurinn sjálfur. Erik Sønderholm gerir til-
raun til að gerast leiðsögumaður stúdenta um
heim sagnamannsins Halldórs Laxness – sjálf-
ur titill greinar hans „Protest med gal adresse“
gefur til kynna að hann telji sig þekkja leiðina.
Vita Íslendingar hvað heiður er?
Nú þegar skattaframtölin eru efst á baugi, eru
það ýmsir, sem velta því fyrir sér, hvort þessi
myndarlega upphæð [Sonningverðlaunin] muni
koma fram til skatts hjá Nóbelsskáldinu, og
þess vegna sneri blaðið sér til ríkisskattstjóra
með þá spurningu.46
„Ek skal segja þér,“ kvað [Egill], „hvat ek hefi
hugsat. Ek ætla að hafa til þings með mér kist-
ur þær tvær, er Aðalsteinn konungr gaf mér, er
hvártveggja er full af ensku silfri. Ætla ek at láta
bera kisturnar til LQgbergs, þá er þar er fjQl-
mennast; síðan ætla ek at sá silfrinu, og þyki
mér undarligt, ef allir skipta vel sín í milli; ætla,
ek at þar myndi vera þá hrundningar eða pústr-
ar, eða bærisk at um síðir, at allr þingheimrinn
berðisk.“47
Sonningverðlaunin vekja ekki síður athygli á Ís-
landi en í Danmörku. Umræðan hér heima
snýst þó miklu minna um skyldur höfundarins
við lesendur sína en í Danmörku. Á Íslandi eru
það skattamál sem talin eru mestu skipta, að
minnsta kosti í Vísi sem greinir einna nákvæm-
ast frá framvindu mála hér heima. Fregnin um
að Laxness hljóti verðlaunin birtist undir fyrir-
sögninni „Fer helmingur verðlaunanna í
skatta?“ Í greininni er ekki velt vöngum yfir því
hverjar ástæður veitingarinnar séu, né heldur er
minnst á að þeim fylgi nokkur heiður. Í henni
segir aðeins: „Eins og kunnugt er verða Hall-
dóri Laxness veitt Sonning-verðlaunin dönsku
þetta ár. Verðlaunaupphæðin mun nema hátt á
aðra milljón króna.“48
Tveimur dögum síðar birtist önnur frétt í Vísi.
Að þessu sinni er tilefnið mikil umfjöllun um
skáldið í Danmörku, bæði vegna Sonningverð-
launanna og vegna útkomu Kristnihalds undir
Jökli. Fyrirsögn greinarinnar er „Kristnihaldið
kostar yfir 1000 kr. í Kaupmannahöfn.“ Í grein-
inni segir:
Í Politiken er skýrt frá því að hinn 19. apríl
muni nóbelsverðlaunaskáldið taka við Sonn-
ingverðlaununum og fer athöfnin fram í Há-
skólanum í Kaupmannahöfn. Ekki [eru] færð
nein rök að því hvers vegna Laxness fái verð-
launin en alþjóðleg frægð Laxness og list-
rænt gildi ætti að veita nægilegar forsendur.
Í öðru blaði Politiken er sagt frá Kristnihaldi
undir Jökli, en sú bók kostar komin til
Danmerkur rúmar þúsund krónur, eða 95 kr.
danskar. Það er Erik Sönderholm fyrrverandi
sendikennari hér, sem skrifar.
Af grein Vísis mætti ætla að eitt meginumfjöll-
unarefni Eriks Sønderholm væri verð bókarinn-
ar. Svo er þó ekki, það er aðeins gefið upp inn-
an sviga ásamt blaðsíðufjölda og útgefanda
eins og venja er í mörgum dönskum dagblöð-
um. Verðið hlýtur að hafa þótt óvenju hátt fyrst
það er tilgreint í fyrirsögn fremur en dómur
Eriks Sønderholm þess efnis að „Kristnihald
undir Jökli sé ekki aðeins bezta íslenzka
skáldsagan, sem hafi komið út í mörg ár heldur
nái Laxness nýju og óvæntu flugi í skáldskap
sínum með þessu verki.“49
Fimm dögum síðar fjallar blaðið um áskorun
Rithöfundasambands Íslands á Alþingi um að
Laxness fái notið Sonningverðlaunanna án
skattafrádráttar. Hún er svohljóðandi:
Stjórn Rithöfundasambands Íslands skorar á
hið háa Alþing að gera ráðstafanir til, að Hall-
dór Laxness fái notið Sonning-verðlaunanna
án skattafrádráttar.
Í þessu sambandi er vert að minnast þess,
að hið háa Alþing veitir Halldóri Laxness ár-
leg heiðurslaun, sem verið hafa 100 þúsund
krónur að undanförnu. Væri næsta lítill heið-
ur að því fyrir Íslendinga að láta hann greiða
margfalt hærri fjárhæð til ríkisins af heiðurs-
fé, sem önnur þjóð sæmir hann fyrir verk,
sem varpar ekki síður ljóma á nafn Íslands en
skáldsins sjálfs.50
Í kjölfar áskorunarinnar er málið tekið til um-
ræðu á Alþingi. Þar skiptast menn í tvö horn,
annars vegar eru þeir sem telja að Laxness
skuli borga skatt eins og aðrir þegnar, hins veg-
ar þeir sem telja að skáldinu sé sýndur sérstak-
ur sómi með því að verðlaunin séu undanþegin
skatti. Í umræðunum er skáldinu ekki sýndur
neinn sérstakur sómi og þó málalyktir séu þær
að verðlaunin séu skattfrjáls hefur heiður hans
beðið nokkurn hnekki. Hinn 6. mars 1969 seg-
ir frá ræðu Skúla Guðmundssonar í Vísi:
Skúli Guðmundsson, hinn aldni stjórnmála-
jöfur, var í essinu sínu í gær, þegar rætt var
frumvarpið um skattfrelsi Sonnings-verð-
launa Halldórs Laxness. Frumvarpið hefur
hlotið samþykki í efri deild og var í gær til
fyrstu umræðu í neðri deild. Skúli var háðsk-
ur mjög og virtist á köflum eins og hann
væri að líkja eftir raddblæ Nóbelsskáldsins.
– Var þingheimi skemmt. 51
Áður hafði sami Skúli skilað makalausu nefnd-
aráliti frá 1. minnihluta fjárlaganefndar sem þrí-
klofnaði um málið. Álitið var birt í Alþýðublaðinu
21. mars 1969.
Þegar einhver auminginn
ekki borgar skattinn sinn,
hnappagylltur, harðsækinn,
honum ógnar fógetinn.
Allir verða að leggja fé í landsjóðinn.
Þangað streymir þitt og mitt,
og þá eiga skáld að borga sitt.
Úr prestakalli Prímusar
piltar róa á saltan mar,
veiða fisk og greiða skatta og skuldirnar.
Og heiðurskonan Hnallþóra
hefur goldið skattana.
Enn er hún traust, þó annað fari í hundana.
Söfnum fé, því enn þá er
ýmislegt, sem vantar hér.
Skólahúsin hér og þar,
og heilsuverndarstöðvarnar.
Til að líkna og lækna mein,
hjá litlum pilti og silkirein,
sækjum ögn af dönsku gulli í Gljúfrastein.
bls. 21Sækjum gull í Gljúfrastein
16 Laxness Haukur Ingv 6.12.2002 14:15 Page 21