Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 24
Heimildir 1 Halldór Laxness: Guðsgjafaþula. Reykjavík:Helga- fell 1972 s. 12. 2 Matthías Johannessen. 2002, 23. október. „Hall- dór Laxness er allur. Klukkurnar hættar að tifa en skáldið lifir í verkum sínum.“ mbl.is. Slóðin er http://www2.mbl.is//mm/serefni/lax- ness/skaldid.html 3 Politiken 2. febrúar 1969. – Allar skáldsögur eru vondar, en í síðustu skáld- sögu minni hef ég gert tilraun til að endurnýja möguleika hennar – að öðru leyti verður bókin að tala sínu máli. 4 Halldór Laxness: „Upphaf mannúðarstefnu“ Upp- haf mannúðarstefnu. Reykjavík: Helgafell 1965 s. 10. 5 Sbr. orð Þráins Bertelssonar: „Bókin er langt frá því að vera lausn á einhverju aðkallandi vanda- máli.“ Úr ritdómi um Kristnihald undir Jökli í Vísi 7. okt. 1968. 6 Egils saga Skalla-Grímssonar Íslenzk fornrit II. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1933 s. 144. Leturbreyting H.I. 7 „150.000 kr. til höfundar sem lætur sig þjóðfélags- mál varða.“ 8 Politiken 2. febrúar 1969. Það eru [. . . ] mannúðar- og samfélagslegar rann- sóknir sem einkenna bækur Halldórs Laxness frá sjöunda áratugnum, og sem á sinn hátt verka sterkar á mann en stóru skáldverkin frá fjórða áratugnum, Heimsljós I–IV (1937–41) og Íslandsklukkan I–III (1943–1946), því að í þessum bókum hittir maður fyrir skáld sem lýsir ekki að- eins fortíðinni með aðdáunarverðu listfengi, held- ur og höfund sem lætur sig þjóðfélagsmál varða, og fer ekki dult með einarðar skoðanir sínar á ómaklegri fátækt og arðráni, hvar svo sem hann mætir slíku í heiminum. 9 „[. . . ] um áhrif hinna miklu Sonningverðlauna á Laxness [. . . ]“ 10 Politiken 2. febrúar 1969. 11 Aarhus stiftstidende 2. febrúar 1969. Sonningverðlaunin eru stofnuð af frú Leonie Sonning til minningar um eiginmann hennar heit- inn, rithöfundinn og blaðamanninn C. J. Sonning. Tekjur sjóðsins koma að stærstum hluta frá stórum íbúðablokkum og það hefur leitt til gagn- rýni. 12 Information 19.–20. apríl 1969. Ritstjórinn C. J. Sonning ákvað árið 1936, að tekj- ur vegna fjögurra af sjö íbúðarhúsum hans skyldu renna í ákveðinn sjóð. Sá sjóður á nú fjármuni sem nema nokkrum milljónum króna. [. . . ] Ef til vill var Sonningsjóðurinn stofnaður til að tryggja Sonningnafninu eilífan heiður [. . . ] Menn minnast ekki C. J. Sonnings fyrir framlag hans til menningar heldur fyrir húsnæðisbrask [. . . ] Margt bendir til að peningar Sonningsjóðsins séu tilkomnir af því að menn færðu sér í nyt hús- næðiseklu, sem var einnig raunveruleg þá. 13 Politiken 3. nóvember 1964. Halldór Laxness er hagsýnn maður, sem tekið hefur afstöðu. Hann er fullkomlega óhlutdrægur og viðurkennir að hann hafi látið blekkjast af Sovétstjórninni – það gerir hann líka án falskrar til- finningasemi og hræsnisfullrar iðrunar. Hann gerði mistök, svo einfalt er það, og hann mun ef til vill gera mistök aftur; hann lítur ekki svo á að skáld séu tryggð gegn mistökum, og hann heldur því ekki fram að framkoma skálda sem einstaklinga eigi að tákngera ákveðna lífsafstöðu. [. . . ] Laxness er eins og fyrr segir hagsýnn maður. Honum er umhugað um að fá nætursvefn. Hann álítur einnig að heiðarleiki borgi sig og stingur engu undir stól í þessari endurminningabók. 14 Halldór Laxness Berlingske Aftenavis 5. mars 1969. Leturbreyting H.I. – Hvað vill þetta fólk mér? Hverjir eru þetta? 15 Q apríl 1969 s. 13. Háskólanum (prófessorunum) hefur sem sagt fundist við hæfi að þeir tækju að sér að útdeila himinháum gróða Sonningfjölskyldunnar sem fékkst af misnotkun á einum af stærstu félagslegu smánarblettunum á landi voru: Húsnæðisneyð- inni. Þetta byggir líklega á þeim misskilningi að Kaupmannahafnarháskóli kunni að fá sæmd af því að útdeila svo miklum fjármunum – sem lykta ekki frekar en aðrir peningar, og Nobel hafa Danir aldrei átt. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um afskiptaleysi háskólans af félagslegum aðstæðum í landinu og gott dæmi um að hann viðurkennir hið óheilbrigða kapítalíska siðferði. 16 Hugleiðingar [yðar] um fátæktarspjall gætu verið kjörið umræðuefni, og við getum fullvissað yður um að með þessa áheyrendur þurfið þér ekki að fara dult með einarðar skoðanir yðar á ómaklegri fátækt og arðráni. 17 Q apríl 1969 s. 13. „[. . . ] í von um að samfélagsvitund þín sé enn á lífi.“ 18 „Listamaðurinn meðal uppreisnarmannanna.“ 19 Berlingske aftenavis 5. mars 1969. – Aðgerðirnar beinast ekki gegn yður, heldur Sonningverðlaununum og frú Sonning. – Hvað kemur frú Sonning mér við? Háskólinn veitir mér verðlaun, og ég er mjög upp með mér vegna þess heiðurs sem mér er sýndur. En ég þekki Danina. Þeir vita ekki hvað heiður er. Fyrir þeim eru þetta aðeins peningar, peningar, pening- ar . . . þeir geta átt sína peninga sjálfir. – Þýðir það að þér ætlið að hafna Sonningverð- laununum? – Ég hafði hugsað mér að gefa þessa peninga til sérstaks málefnis í Danmörku. En eigi það að ger- ast við hótanir um ógnir og fjárkúgun mun ég hugsa mig tvisvar um. Ég læt ekki þessa hryðjuverkamenn stjórna gerð- um mínum. 20 Land og Folk 9.–10. mars 1969. Í fyrsta sinn á æfinni hef ég á valdi mínu að semja bók sem yrði útlögð á allar þjóðtúngur Vestur- landa, stórar og smáar, gefin út í tröllauknum upp- lögum í sérhverju landi, prentuð neðanmáls í stærstu dagblöðunum, birt í útdráttum í hundruð- um og þúsundum blaða og tímarita, ásamt laung- um myndprýddum ritdómum á helstu bókmenta- síðunum, þar sem ég yrði ausinn lofi fyrir sann- leiksást og ritsnild og bent á mig sem sérstaklega hæfan mann til að taka á móti Nóbelsverðlaunun- um. Ég mundi verða önnum kafinn að taka á móti tékkávísunum á erlendan gjaldeyri frá Þýskalandi, Ítalíu, Einglandi, Frakklandi, Amriku og Norður- löndum [. . . ] Alt sem ég þarf að gera er að setja saman nógu átakanlega lýsíngu af húngri, klæðleysi, húsnæðis- leysi, sóðaskap og skorti réttaröryggis í Rúss- landi . . . Halldór Kiljan Laxness: Gerska ævintýrið Minnis- blöð. Reykjavík: Bókaútgáfa Heimskrínglu 1938 s. 5–6. 21 Land og Folk 9.–10. mars 1969. Í sannleika sagt hefur hann unnið fyrir verðlaunum sínum. Líka Sonningverðlaununum. Skrifar hann ekki að Moskva og Leningrad séu hundrað pró- sent fátækrahverfi! Getur frú Sonning verið annað en ánægð! Maður skilur óþolinmæði meistarans gagnvart dönskum stúdentum, lýðnum, lubbun- um, hinum frjálslyndu drengjum. 22 Land og Folk 9.–10. mars 1969. Mannsaldri síðar, þegar Halldór Laxness hafði fengið Nóbelsverðlaunin, fór hann eftir sínum eig- in kaldhæðna leiðarvísi um borgaralega fylgispekt og bjó raunverulega til í Skáldatíma nægilega átak- anlega lýsingu á hungrinu, klæðaleysinu, húsnæð- isleysinu, sóðaskapnum og skorti á réttaröryggi í Rússlandi. 23 Q apríl 1969 s. 12. Mannsaldri síðar fylgdi hann sínum eigin kald- hæðna leiðarvísi um borgaralega fylgispekt og bjó raunverulega til í Skáldatíma nægilega átakanlega lýsingu á hungrinu, klæðaleysinu, húsnæðisleys- inu, sóðaskapnum og skorti á réttaröryggi í Rúss- landi. Með þessu hefur hann samkvæmt eigin uppskrift gert sig að fullu gjaldgengan til að taka líka við Sonningverðlaununum. Og af þessum sök- um brást hann við afar vinsamlegu bréfi stúdenta- ráðsins með því að kalla stúdenta hryðjuverka- menn og fjárkúgara. 24 „- Hvað vill þetta fólk mér? Hverjir eru þetta?“ 25 Ekstrabladet 16. apríl 1969. Æskubyltingin! Hvers slags æskubylting er þetta? Ég kannast ekki við neina æsku sem gerir meiri uppreisn í dag en hún hefur gert frá upphafi vega. Talið þér um æskubyltingu af því að einhverjir rót- 16 Laxness Haukur Ingv 6.12.2002 14:16 Page 24

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.