Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 28
Fíkniefnavandi fortíðarinnar Bjórbaráttan á Alþingi 1915–1989 Helgi Gunnlaugsson Bjórbannið var án vafa eitt helsta deilumál ís- lensku þjóðarinnar á 20. öld og þarf það ekki að koma á óvart. Hér á eftir er greint frá hvaða málflutningi var beitt með og móti lögunum á Alþingi Íslendinga. Helstu rökin með bjórbann- inu fólust öðru fremur í því að bjórinn ógnaði sérstaklega ungu fólki og verkamönnum og að heildardrykkja landsmanna myndi aukast og margvísleg vandamál samfara áfengisdrykkju vaxa að sama skapi. Fylgismenn bjórs töldu hins vegar að það væri sérkennileg ráðstöfun að banna bjór meðan sterkari drykkir væru leyfðir og bentu á að einmitt bjórinn frekar en sterkari drykkir gæti betrumbætt drykkjusiði landsmanna. Breyttar samfélagsforsendur og opnun samfélagsins leiddu smám saman til aukins frjálslyndis í áfengismálum þjóðarinnar sem m.a. fólu í sér afnám bjórbannsins 1989. Heildarneysla áfengis hefur vaxið á síðustu ára- tugum en er þó enn minni en í flestum öðrum löndum Vesturlanda. Viðhorf landsmanna til áfengis og drykkjuhegðan hafa orðið líkari því sem tíðkast í öðrum nágrannalöndum þó enn eimi nokkuð eftir af drykkjusiðum fyrri tíma. Bjórbannið var án vafa eitt helsta deilumál ís- lensku þjóðarinnar á síðustu öld og þarf það ekki að koma neinum á óvart. Hvergi í hinum vestræna heimi hefur það þekkst að leyft sé allt áfengi nema hið veikasta stig þess, bjórinn. Í flestum öðrum löndum er talið að skaðsemi áfengis aukist með styrkleika og hafa því sterk- ari drykkir frekar en hinir veikari verið litnir horn- auga af ráðamönnum. Það er því fyllilega ástæða til að staldra hér örlítið við og greina frá inntaki þessara laga og hvaða málflutningi var beitt með og móti lögunum á Alþingi Íslend- inga. Í framhaldi er athyglisvert að velta upp skyldleika barátturnnar gegn bjór á árum áður við stríðið gegn fíkniefnum í dag. Segja má að um leið og bjórnum var sleppt lausum í samfélaginu hafi baráttan við fíkniefnin tekið við af fullum þunga sem ekki sér fyrir endann á. Bjórinn var fyrst bannaður á Íslandi með áfengisbanninu sem tók gildi árið 1915 en árið 1922 var gerð undantekning á lögunum. Spænsk vín voru þá leyfð en ekkert annað áfengi og ekki vín frá öðru landi en Spáni – og voru það fyrst og fremst pólitísk sjónarmið og viðskiptasjónarmið sem réðu þessari tilhögun en ekki ígrunduð áfengisstefna. Í kjölfar þjóðar- atkvæðagreiðslu um áfengisbannið árið 1933 voru síðan allar aðrar áfengistegundir en bjór leyfðar til innflutnings og sölu árið 1935 og var málum háttað þannig til ársins 1989 þegar bjór- inn var loks leyfður til sölu og framleiðslu. Til- lögur um leyfi fyrir bjór höfðu þá verið lagðar fyrir þingið um tuttugu sinnum áður en bannið var loks afnumið með lögum. Helstu rökin með bjórbanninu fólust öðru frem- ur í því að bjórinn ógnaði sérstaklega ungu fólki og verkamönnum og að heildardrykkja lands- manna myndi aukast og margvísleg vandamál samfara áfengisdrykkju vaxa að sama skapi. Hér á eftir verður gefin innsýn í ummæli nokk- urra þingmanna gegn bjórnum sem sýna mjög vel þann málflutning sem löngum einkenndi andstæðinga bjórs: ,,Reynslan hefur leitt það í ljós, bæði hér á landi og annars staðar, þegar völ hefur verið á bæði sterkum drykkjum og áfengu öli, að leiðin til vínhneigðar og drykkjuskaparóreglu var sú, að unglingarnir byrjuðu á að drekka áfengt öl, og komust þannig í kynni við ölv- unaráhrif vínsins. Svo leiddust þeir stig af stigi. Leiddist að bíða eftir ölvunaráhrifum ölsins, vildu njóta þeirra sem fyrst og fóru þá að drekka sterku drykkina. En áfenga ölið vakti hjá þeim drykkjufýsnina“ (Pétur Ottesen, 1934). Þessi vísdómsorð urðu mjög áhrifarík og voru óspart notuð næstu áratugi á eftir í ýmsum myndum. Unglingarnir kynnast áfengi í gegn- um bjórinn sem leiðir þá stig af stigi til sterkari drykkja. Þetta eru sambærileg rök og lengi hafa verið notuð um bann á kannabis í Banda- ríkjunum. Þar hefur því gjarnan verið haldið fram að kannabis ógni ungu fólki sérstaklega enda hefur neysla efnisins löngum verið bund- in við þann þjóðfélagshóp. Einnig sjáum við svokallað „stepping stone“ sjónarmið sem felst í því að bjórinn leiði til neyslu sterkari drykkja. Þessi röksemd hefur einnig verið mjög áberandi með kannabis, að neysla efna af því tagi leiði smám saman til þess að fólk ánetjist sterkari fíkniefnum. Svipaður málflutningur hefur heyrst á Íslandi að fíkniefni ógni sér í lagi ungu fólki og framtíðinni sé þar með stefnt í voða. Kannabisneysla feli aukinheldur í sér mikla hættu á misnotkun og leiði til neyslu sterkari fíkniefna. Fylgismenn bjórs töldu hins vegar að það sé meira en lítið undarleg ráðstöfun að banna bjór þegar sterkari drykkir eru leyfðir og bentu á að einmitt bjórinn frekar en sterkari drykkir geti betrumbætt drykkjusiði, ekki bara unglinga, heldur og landsmanna allra. En málflutningur 28 Bjórinn Helgi Gunnlaugs 5.12.2002 16:52 Page 28

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.