Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 30
leyfi fyrir allt annað áfengi en bjór. Báðir aðilar fengu því eitthvað fyrir sinn snúð og gátu vel við unað eftir atvikum. Til staðfestingar má nefna að þáverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson, lýsti því yfir í upphafi umræðna að það væri undarlegt að banna bjórinn þegar leyfi væri fengið fyrir sterkara áfengi. Hann skipti síðan um skoðun þegar leið á umræðurnar og talaði af sannfæringu fyrir banni á bjór sem auðveldaði fyrir afgreiðslu á afnámi áfengis- bannsins að öðru leyti. Til viðbótar má nefna að hefð var komin fyrir því að gera upp á milli vína og áfengistegunda með hinu sérstæða fyrir- komulagi Spánarvínanna sem nefnt var hérna að framan. Pólitísk átakamynstur Hvaða pólitísku öfl stóðu að baki þessari lög- gjöf? Getum við greint ákveðið mynstur eða var hér um þverpólitíska löggjöf að ræða einsog stundum var haldið fram? Fremur fátítt var, a.m.k. framan af, að tillögur um leyfi fyrir bjór leiddu til atkvæðagreiðslu á Alþingi en flest frumvörpin voru svæfð í nefnd eða döguðu uppi á annan þingræðislegan hátt. Ef við athug- um mynstrið í þeim atkvæðagreiðslum sem fóru fram fyrri hluta bjórbannsins kemur í ljós að stuðningur við frumvörpin hafði tilhneigingu til að koma úr röðum Sjálfstæðisflokksins. And- staðan við bjórinn var meira bundin við Fram- sókn, sem löngum var hefðbundinn bænda- og dreifbýlisflokkur. Verkalýðsflokkarnir höfðu einnig lengi vel tilhneigingu til andstöðu við bjórinn en einsog alþjóð veit heyra þeir sögunni til í dag rétt einsog bjórbannið sáluga. Flokkspólitísku átakalínurnar voru þó aldrei hreinar. Einn ötulasti andstæðingur bjórsins framan af var án vafa Pétur Ottesen þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og bóndi úr Borgarfirði. Á sama hátt var Guðrún Helgadóttir þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík einn skelegg- asti andstæðingur bjórbannsins þegar nær dró lokum bannsins á níunda áratug síðustu aldar. Andstaða úr sveitinni við áfenga drykki er alkunn frá öðrum löndum og nægir að nefna Bandaríkin þar sem fyrst og fremst dreifbýlis- menn stóðu að baki áfengisbanninu á fyrri hluta 20. aldarinnar. Áfengisbannið endurspeglaði togstreitu ólíkra þjóðfélagshópa á tímum djúp- stæðra samfélagsbreytinga. Tilkoma bannsins var táknræn fyrir sterkari valdastöðu dreifbýlis- ins og siðferði mótmælenda meðan fulltrúar hinna nýju samfélagsafla og borgvæðingar urðu tímabundið að lúta í lægra haldi. Andstaða verkalýðsflokkanna við bjórinn kemur meira á óvart. Skýringar eru að ýmsu leyti sögulegar en saga verkalýðshreyfingarinn- ar á Íslandi er á margan hátt samofin sögu bind- indishreyfingarinnar. Málflutningurinn bak við andstöðu þeirra vekur þó jafnvel enn meiri at- hygli. Fulltrúar þessara flokka bentu iðulega á að bjórbannið verndaði kjósendur þeirra sér- staklega og að ef hann yrði leyfður myndi veik- leiki verkafólks birtast í daglegri ölvun í bæði starfi og leik. Fulltrúar verkalýðsflokkanna virt- ust því óneitanlega vanmeta kjósendur sína og telja þá annarrar tegundar en annað fólk. Af- staða af þessu tagi var þó alls ekki bundin við fulltrúa verkalýðsflokkanna heldur birtist hún einnig meðal þingmanna annarra flokka. Í Bandaríkjunum var annað uppi á teningnum og naut áfengisbannið lítils fylgis meðal verkalýðs- félaga sem sáu bannið beinast fyrst og fremst gegn sér en yrði lítið eða ekki beint gegn öðr- um stéttum. Afnám bjórbannsins Bjórbannið var loks afnumið á Alþingi Íslend- inga í maímánuði árið 1988 og ný lög tóku gildi 1. mars árið 1989. Af hverju var bannið afnumið árið 1989, en ekki fyrr eða jafnvel síð- ar? Ýmsar ástæður má tína til. Skoðanakannan- ir voru ekki algengar á Íslandi fyrr en eftir 1980 og því óhægt um vik að meta afstöðu Íslend- inga fyrir þann tíma. Þó er til ein könnun frá því í mars 1977 sem Hagvangur gerði fyrir dag- blaðið Vísi. Úrtakið var reyndar lítið en þar lýsti meirihluti landsmanna yfir stuðningi við bjór- bannið. Stuðningur Íslendinga við bjórinn jókst þó jafnt og þétt allan níunda áratuginn, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni og setti óneitan- lega mikinn þrýsting á Alþingi að aflétta bann- inu. Margir töldu það einnig óviðunandi mis- munun að einungis þeir sem höfðu efni á að ferðast til annarra landa gætu keypt bjór og flutt með sér til landsins. Bjórlíkið, búið til úr sterku áfengi og pilsner, endurspeglaði einnig að mati margra fáránleika laganna. Andstaða við bjór hafði verið mest meðal íbúa dreifbýlisins og þingmanna þeirra auk full- trúa verkalýðsflokkanna. Jafnframt var and- staðan við bjórinn ætíð meiri meðal kvenna og eldra fólks. Með auknum stuðningi við afnám bannsins í samfélaginu og vaxandi þéttbýlis- myndun dró smám saman úr þessari skýru hópaskiptingu. Íslenskt samfélag gerbreyttist á 20. öld m.t.t. búsetu- og atvinnuþróunar. Nær 90% þjóðarinnar bjó í þéttbýli við afnám banns- ins og atvinnuskiptingin var orðin svipuð og í öðrum vestrænum ríkjum. Kjördæmaskipanin fylgdi hins vegar ekki þessum róttæku breytingum og ítök dreifbýlis- ins á Alþingi áttu vafalítið þátt í að framlengja lífdaga bjórbannsins. Þegar bjórinn var leyfður árið 1988 bjuggu u.þ.b. 38 prósent þjóðarinnar í Reykjavík, en Reykvíkingar áttu samt aðeins 29 prósent fulltrúa á þingi sem þó var hærra hlutfall en oftast áður. Eins og áður kom mest- ur stuðningur við leyfi á sölu og framleiðslu bjórs úr röðum Sjálfstæðismanna. Það sem kom einna mest á óvart í ljósi sögunnar var hversu margir þingmenn Framsóknarflokksins Fulltrúar þessara flokka bentu iðulega á að bjórbannið verndaði kjósendur þeirra sérstaklega og að ef hann yrði leyfður myndi veikleiki verkafólks birtast í daglegri ölvun í bæði starfi og leik. 28 Bjórinn Helgi Gunnlaugs 5.12.2002 16:52 Page 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.