Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 34
arþjóð orðnir, að kristniboð sé þar óþarft. Svo er blindnin mikil!31 Ólafur neitar að fallast á nokkurs konar afstæð- ishyggju; kristnin er hin eina rétta stefna og á alls staðar jafn vel við. Kristnar þjóðir eru sjálf- krafa æðri heiðnum og tómt mál að tala um tvenns konar jafnréttháa menningu. Þó að þessi sýn útiloki jöfnuð kristinnar og kínverskrar menningar reynir Ólafur stundum að vera sanngjarn gagnvart kínversku þjóðinni en þá fyrst verður vestræn og kristin sýn hans yfirþyrmandi. Hann ræðir Kínverja í föðurlegum umburðarlyndistón; þeir minna í orðræðu hans á börn sem hinn kristni trúboði elskar en þarf þó að fræða um hin réttu kristnu og vestrænu viðhorf: Þeir fara með einfalt mál, eins og töluðu þeir til barna. Það er sitthvað að tala til heiðingja eða til fólks, sem er alið upp í kristnu landi.32 Það er erfitt verk, að kenna kínverskum kon- um. Ekki svo að skilja, að þær séu treggáfað- ar, því að það eru þær sjaldnast. En þær hafa flestallar, þar sem við erum að minnsta kosti (í Honan héraði), farið gjörsamlega á mis við allt bóknám og alla skólamenntun . . . 33 Líknarstarf er óþekkt, að heita má, með heiðnum þjóðum, nema það, sem þar er unnið á vegum kristinnar kirkju.34 Nú skal það ekki sagt Kínverjum til lasts, að þeir séu harðbrjósta eða miklu ver innrættir en aðrir menn. En þeir hafa frá blautu barns- beini horft upp á eymd og volæði í öllum myndum og orðið þessvegna tilfinningasljó- ir.35 Fyrir Ólafi eru Kínverjar ótvírætt „hinir“. Þeir eru þó ekki fyrst og fremst „hinir“ sem Austur- landabúar heldur tilheyra þeir mun stærri hópi „hinna“ sem eru heiðingjar almennt um allan heim. Í huga Ólafs eru Kínverjar heiðingjar sem þar af leiðandi hafa rangt fyrir sér en eiga möguleika á að kristnast og læra af Vestur- landabúum. Um leið er hann ófeiminn við að benda á slæm áhrif kínversks umhverfis og samfélags á einstaklinginn. Ólafur er fastur í tvíhyggju kristindómsins og þar er ekkert rúm fyrir aðra menningu en kristni. Allt annað er frá- vik frá hinu rétta. Ólafur mótast nokkuð af óríentalismanum þó að viðhorf hans séu raunar mun eldri; fyrir hon- um eru andstæðurnar gott og illt, kristið og heiðið. Á hinn bóginn er því ekki að leyna að kristni er trú (og menning) Vesturlanda. Athygl- isvert er að það er ekki einungis saga Ólafs sem boðar kristni; Ólafur les sjálft lífshlaup sitt inn í biblíulegt samhengi með því að líkja ástandinu við Rómaveldi rétt fyrir kristnitöku og setur sjálfan sig ásamt öðrum trúboðum í hlut- verk píslarvottarins sem bugast aldrei þrátt fyr- ir ofsóknir. Í lýsingu Ólafs má sjá fordóma gagnvart Kín- verjum sem styðjast við fyrirfram gefnar hug- myndir Vesturlandabúa um Austrið og hug- myndir kristinna manna um heiðingja. Þeir birt- ast bæði í föðurlegum umburðarlyndistón eða þá hneykslan yfir þeim sem vilja meta menn- ingu Kínverja út frá öðru en hinum rétta kristna staðli. Brosmildasta þjóð í heimi Seint á þriðja áratugnum fóru sósíalistar á Vest- urlöndum að setja Kína í samhengi við heims- byltingu sósíalismans. Ofsóknir Sjang Kaj Sjeks gegn kínverskum kommúnistum og ótrúleg ganga kínverskra kommúnista undir forystu Maós upp í óbyggðir til að flýja ofsóknirnar vöktu áhuga vinstrimanna um heim allan.36 Hins vegar er þessi áhugi oft mjög vestrænn og bundinn sjónarhorni Vesturlanda. Í kunnri bók André Maulraux, La condition humaine, eða Hlutskipti manns eins og hún nefndist í þýðingu Thors Vilhjálmssonar, er baksviðið ofsóknarherferð Sjang Kaj Sjeks gegn komm- birtist í trúboði) í Kína og magnleysi kínverskra stjórnvalda til að gera nokkuð fyrir eigin þegna.26 Hann lítur á þetta sem trúarlegar of- sóknir rétt eins og ofsóknir gegn kristnum mönnum í Rómarveldi: Í fyrra skiptið, en það var aldamóta-árið 1900, gekkst ríkisstjórnin í Peking fyrir því, að hrundið var af stað blóðugum ofsóknum, sem höfðu það að takmarki að gera alla út- lenda menn ræka úr landinu, eða drepa að öðrum kosti, og því næst uppræta kristnu trúarbrögðin með öllu. Yfir 30 þúsundir krist- inna manna (katólskra og evangelískra), létu lífið fyrir trú sína.27 Ólafur líkir ástandinu í Kína reyndar beinlínis við Rómaveldi þegar hann segir að hraðfara hnignun fornra trúarbragða Kínverja minni á hnignun trúarbragða Rómverja rétt fyrir kristni- töku.28 Eins er þegar Ólafur ræðir borgarastríð- ið í Kína á árunum í kringum 1930; hann virðist líta á þau átök sem eins konar náttúruhamfarir en reynir ekki að leita samfélagslegra skýr- inga: Nú var kínverska stjórnin vel á veg komin með margvíslegar umbætur þegar stríðið skall á og stöðvaði allar góðar og gagnlegar framfarir.29 Það sem hann á við er að kínverska stjórnin, með stuðningi borgarastéttarinnar, reyndi að útrýma kommúnistum sem hröktust í útlegð í göngunni miklu.30 En þetta samhengi ræðir Ólafur ekki. Ólafur er bundinn af vestrænum og kristnum sjónarmiðum. Hann efast aldrei um réttmæti þess að boða Kínverjum kristni, með góðu eða illu. Eins telur hann fráleitt að Kínverjar séu svo forn menningarþjóð að óþarfi sé að boða þeim kristni. Þar sem menning þeirra sé heiðin geti hún ekki verið af hinu góða. Hann fer mikinn þegar hann ræðir þá sem vilja virða menningu Kínverja: Sömu raddir tala svo jafnframt um það með mikilli vandlætingu, að óþarfi sé og jafnvel hrein og bein ósvífni að vera að boða Kínverj- um kristna trú, það sé blátt áfram móðgun við elztu menningarþjóð heimsins. Mér er það kunnugt að víða hefir verið erfitt að vekja áhuga fyrir kristniboðinu í Japan. Því er sífellt borið við, að Japanar séu svo mikil menning- 32 Kína Katrín Jakobs 6.12.2002 14:37 Page 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.