Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 37
leiðslutölur, skoðar aðbúnað verkamanna og
kynnir sér húsakynni. Þessar upplýsingar leiða
allar í átt að sömu niðurstöðu: með byltingunni
hafa kjör almennings stórbatnað, framleiðsla
aukist og fleira í þeim dúr. Eftir byltinguna hef-
ur sjálfsvirðing Kínverja einnig stóraukist en
hún hafði ekki verið upp á marga fiska eftir óp-
íumstríðin og yfirgang vestrænna heimsvelda í
landinu. Magnús kemst því að þeirri niðurstöðu
að með sósíalismanum megi ná fram miklum
hagvexti um leið og félagslegur aðbúnaður
manna sé stórbættur.
Allar þessar lýsingar á Kína leiða einnig í ljós
að sósíalisminn getur tekið á sig ýmsar mynd-
ir. Þannig er Magnús mun hrifnari af kínversku
útfærslunni en þeirri sovésku. Hann tekur Kína
fram yfir, ólíkt mörgum öðrum íslenskum
kommúnistum. Þannig bendir hann á að Sovét-
menn hafi reynt að þröngva aðferðum sem séu
miðaðar við sovéskar innanlandsaðstæður upp
á önnur ríki, til dæmis Júgóslavíu og Kína. En
Magnús aðhyllist mismunandi leiðir til sósíal-
isma, telur sovésku leiðina enga sérstaka fyrir-
mynd og bendir á það lögregluríki sem þar ríkti:
Andstæðingar kínversku byltingarinnar halda
því fram að Kína sé lögregluríki, fólk hlýði af
einskærum þrælsótta, menn geti átt von á
því á hverri nóttu að lögreglan berji að dyrum
og hirði þá eins og tíðkaðist í Sovétríkjunum
um skeið. Jafnt kynni mín af daglegu lífi og
andrúmslofti í Kína sem af bókum þeirra er-
lendra blaðamanna og sérfræðinga sem ég
treysti bezt hafa sannfært mig um að þetta
er fjarri lagi.52
Magnús ræðir einnig sérstakar aðstæður í Kína,
þar sem bændur hafi gert byltingu en ekki
verkamenn sem stangast auðvitað á við
stranga túlkun á marxískri kenningu:
Árið 1927 stofnaði Maó Tsetung fyrstu
bændaráðstjórn sína í Húnan-héraði í sunn-
anverðu Kína og gekk þá í berhögg við marx-
istískar fræðikenningar sem töldu verkalýðs-
stéttina óhjákvæmilega forsendu sósí-
alistískrar byltingar.53
Hann telur Kínabyltinguna þó betur heppnaða á
margan hátt en aðrar sósíalískar byltingar og er
einnig hrifinn af kínversku útfærslunni á komm-
únismanum. Hann telur kínverskar alþýðu-
kommúnur til dæmis bera höfuð og herðar yfir
samyrkjubúin.54
Þá tekur Magnús undir með Maó um að
manndýrkun eigi ekki heima í sósíalísku samfé-
lagi og gagnrýnir persónudýrkun á Lenín og
Stalín. Hins vegar líst Magnúsi ekki á þá þróun
sem sé hafin í Kína í þessa átt og telur að Maó
ætti að sporna við henni hið fyrsta:
Meðan manndýrkun var hin opinbera stefna
í Sovétríkjunum höfðu Kínverjar allt annan
hátt á. Þeir settu lög sem bönnuðu að borg-
ir, verksmiðjur og götur væru skírðar í höfuð-
ið á lifandi mönnum, afmæla leiðtoganna er
aldrei minnzt, þess var til að mynda ekki get-
ið einu orði í kínverskum blöðum þegar Maó
varð sjötugur í fyrra, og sumir Kínverjar sem
ég sagði frá afmælinu höfðu ekki hugmynd
um það. Alkunnur er sá síendurtekni boð-
skapur Maós að forustumenn á öllum svið-
um og stigum eigi að vera hógværir og lítillát-
ir, þjónar en ekki herrar. [. . . ] Eftir þessa
skýru stefnuyfirlýsingu og fyrri reynslu er
þeim mun kynlegra að sjá þá Maódýrkun
sem nú er ástunduð í Kína. Hitt liggur í aug-
um uppi að það eru deilur kommúnistaflokka
Sovétríkjanna og Kína sem valda þessum
umskiptum. [. . . ] En þótt þessi sé skýringin
er fyrirbærið í senn óviðfelldið og hættulegt.
Það er ekki sízt óviðfelldið vegna þess að
Maó Tsetung á annað betra skilið en þetta
tilbeiðslugum . . . 55
Fram kemur að allt stefnir í menningarbylting-
una þegar Magnús er í landinu; þannig eru
komnar fram hugmyndir á þessum tíma um að
menntamenn skuli vinna líkamlega vinnu sam-
hliða kyrrsetustörfum til að þeir missi ekki
tengslin við alþýðuna.56 Þetta líst Magnúsi ekk-
ert illa á í sjálfu sér en afleiðingar menningar-
byltingarinnar eru auðvitað þekktar frá síðari
tímum og ekki til umræðu hér.
Kína sem valkostur við Vesturlönd er rauður
þráður þessarar ferðasögu, eins og hjá Birni. Til
að mynda lýsir Magnús fangelsisaðstæðum í
Kína sem eru töluvert mannúðlegri en þekkjast
á Vesturlöndum og telur þær til fyrirmyndar.57
Hann telur þó að sú heildarhyggja sem tíðkist í
Kína eigi ef til vill ekki heima í einstaklingsmið-
uðu samfélagi Vesturlanda enda sé hún enginn
fylgifiskur sósíalismans heldur eigi rætur í hinni
ævafornu kínversku menningu.58
Bók Magnúsar er markviss frásögn. Henni
er ætlað að sannfæra íslenskan almenning um
ágæti kínversks þjóðskipulags. Hann ræðir við
fjölmarga alþýðumenn og sannfærir lesendur
sína um að bylting hafi verið óumflýjanleg í
kínversku samfélagi á fyrri hluta 20. aldar.
Magnús reynir hins vegar að forðast alla
útópíuhugsun og óríentalisma. Hann fer í
kringum goðsögnina og reynir að losna undan
henni. Hann kastar ekki fram órökstuddum
athugasemdum um að í Kína sé eilíft sumar og
að Kínverjar brosi allan daginn. Hann gerir ekki
heldur mikið úr mismun Austurs og Vesturs.
Allt sem Magnús segir er rökstutt með hagtöl-
um og viðtölum í anda sósíalískrar vísinda-
hyggju. Hann vill ekki falla í þá gryfju að
dásama Kína á forsendum tilfinninga heldur
leggur mikið upp úr því að frásögnin sé trú-
verðug og skotheld fyrir gagnrýni hægri-
manna. Niðurstaða hans er sú að kínverska
aðferðin sé raunhæfur kostur fyrir önnur sam-
félög á leið til sósíalisma.
Hengjum ketti
erlendu njósnaranna
Árið 1972 kom út bókin Folda eftir Thor Vil-
hjálmsson. Í henni standa þrjár sjálfstæðar
ferðasögur sem eru skáldskapur; eru þannig
eins konar skopfærsla ferðasögunnar sem að
jafnaði á að vera sönn frásögn. Slíkar skáld-
ferðasögur eru þekktar frá fyrri öldum í tengsl-
um við útópíuformið, oft og tíðum fóru menn
þá til ímyndaðra landa eins og Gúllíver sem
heimsótti Putaland og Risaland og fleiri lönd.
Slíkar sögur voru nánast jafn vinsælar á 18. öld
og sannar ferðasögur.59 Saga Thors er þó öðru-
vísi. Henni er ætlað að afbyggja ferðasagna-
formið og um leið goðsögnina um Kína.
Frásögnin í miðju Foldu, Önnur skýrsla:
Sendiför, er frásögn af Kínaferð íslenskrar
sendinefndar og minnir grunsamlega á Kínaæv-
intýri Björns Þorsteinssonar sem hafði þegar
birst í þáttum í Þjóðviljanum. Ekki er því útilok-
að að hér sé um beina skopstælingu að ræða. Í
bók Björns kynnumst við fyrirmyndarlandinu.
En á bak við hverja útópíu býr ranghverfa henn-
ar, svokölluð dystópía eða anti-útópía.60 Frá-
sögn Thors er í átt við slíkan viðsnúning.
Thor ýkir stórlega frásögn sína og gerir fárán-
lega. Íslensku sendimennirnir eru auðtrúa mjög
(og eiga væntanlega að vera hliðstæður við
Björn og félaga í Kínaævintýri hans) og Kín-
verjarnir eru ófeimnir við að viðra skoðanir sín-
ar sem eru oft all öfgakenndar. Til að mynda
hittir sendinefndin Kínverja nokkurn í flugvél-
inni á leið til Kína sem tengir H.C. Andersen við
kommúníska teoríu:
bls. 37Mitt Kína, þitt Kína
32 Kína Katrín Jakobs 6.12.2002 14:37 Page 37