Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 41
angurshólfinu og hárprúði drengurinn með mið-
ann. Þau voru á hjólaskautum. Hann hafði tek-
ið upp um sig munkakuflinn og var að þurrka
hreiðurkörfuna, en stúlkan – í aðskornum sam-
festingi svörtum sem á hafði verið máluð
beinagrind – lét nægja að halla sér fram og
hrista höfuðið nokkrar rennur. Leit svo upp.
***
Handbækur segja að ástin hafi orðið til í
Avignon þann 6. apríl árið 1327, nánar tiltekið í
kirkju heilagrar Klöru þegar augu skáldsins Petr-
arka mættu augum Láru.
Svona tala handbækur. Hitt er engu að síður
staðreynd að ítalska þrístirnið: Dante-Petrarka-
Boccacio festa allir augun á jarðneskri konu
sem upp frá því víkur þeim ekki úr huga og
verður leiðarhnoða lífs þeirra og æðsta mark-
miðssæla – sem þeir þó aldrei fá notið – Beat-
rice-Lára-María.
Höfðu menn ekki orðið ástfangnir fyrr? Jú, en
undangengin þúsund ár höfðu sjónarmið kirkj-
unnar ráðið sem gat ekki gleymt því að það var
konan sem lét ginnast í aldingarðinum forðum.
Í klaustrinu þar sem Einar Hafliðason gistir get-
ur að líta í anddyrinu mynd af uppréttum kven-
líkama umvöfðum líkklæði. Hárið er fagurlega
kembt, kviðurinn ein maðkaveita. Undir stend-
ur þessi áritun:
„Eitt sinn var ég kvenna fríðust, og nú hefur
Dauðinn leikið mig svona. Hold mitt var
munúðugt og mjúkt, nú er ég orðin að ösku.
Líkami minn var fagur, ég klæddi hann í silki og
pell, en fegurstur var hann þó nakinn. Hann var
þakinn í dýrum skinnum og hýstur í dýrlegri
höll. Nú hvílir hann í gröf fullri með kóngulær.“
Þetta voru skilaboðin sem voldugasti miðill
miðalda vildi koma á framfæri varðandi konuna.
En kirkjan átti sér að sjálfsögðu keppinauta um
valdið yfir hinum gríðarlega auði sem hún rak-
aði saman. Kónga og greifa og baróna munaði
í veisluföngin, í skjóli þeirra hófu trúbadúrarnir
að vegsama konuástir. En kvenfólkið sem þeir
mæra er afar fjarlægt, nánast eins og helgi-
mynd. Enn var ekki til önnur ást en óhamingju-
söm ást.
Þegar Petrarka leit sína Láru var hann 23 ára.
Af hverju renndi hann sér ekki á hnén og bað
hennar? Af því að það var ekki búið að finna
upp ást í hjónabandi, ást í hjónabandi var
óhugsandi.
Lára er öðrum gefin og eignast börn, sjálfur
eignast Petrarka pilt og stúlku með frillum.
Andvörpin eftir Láru fylla hið væna ljóðasafn
Söngvarann, aftur á móti er hvergi svo mikið
sem eina ljóðlínu að finna til hans eigin kvenna.
Og Dante höfuðskáld á ekki ljóðlínu aflögu
handa sinni spúsu. Konan sem hann átti börnin
með var óhugsandi yrkisefni.
1 Svarið er 1200 lítrar per mann fyrir árið 1968.
Það héldu Rómverjar líka, þangað til Vandal-
ar tóku sig til og skrúfuðu fyrir vatnið. Tóku í
sundur vatnsleiðsluna og búinn heilagur,
Rómaveldi hrundi.
Þið genguð út á mannvirkið ásamt ferða-
mönnum frá öllum heimshornum.
Kannski á fólk eftir að koma langar leiðir til að
skoða einhvern sjálfsagðan hlut í okkar sam-
tíma, hugleiddi prestur.
Þú gast ekki ímyndað þér hvað það ætti að
vera.
Hraðbrautirnar kannski? stakk hann upp á og
hló, hver veit nema þær eigi eftir að sökkva í
gras og uppgötvast einhvern tímann í bl*um
fjarska. Að Vandalar eigi eftir að skrúfa í sund-
ur bensínleiðsluna . . . og hló.
***
Það var tekið að rökkva.
Mökkur af fólki á götunum, þátttakendur í
leikhúshátíð með uppákomu á öðru hverju
horni. Leikarar í miðaldabúningum fóru um á
hjólaskautum og virtust fyrir vikið svífa utan og
ofan við mannfjöldann.
Þú lést berast með straumnum og stað-
næmdist þar sem þröngin var þéttust hverju
sinni. Hláturrokur bárust frá litlu torgi þar sem
maður var að setja á svið leikrit og valdi leikar-
ana jafnharðan úr röðum áhorfenda. Þegar hér
var komið sögu var hann kominn með pilt og
stúlku og hafði sett þeim fyrir að vera ástfang-
in, replikkurnar fengu þau jafnóðum úr munni
hans. Foreldrar stúlkunnar voru sóttir í hóp veg-
farenda, líka keppinautar um hylli hennar og
alltaf jafn óvænt að sjá hverjir urðu fyrir valinu,
hvað setningarnar sem þeim voru lagðar í
munn skorti átakanlega sannfæringarkraft;
tröllvaxnir tilburðir leikstjórans til að koma því til
betri vegar.
Skyndilega kvað við brestur, á næsta andar-
taki opnuðust gáttir himnanna og yfir borgina
helltust regntjöld eins og misheppnaður leik-
húseffekt. Áhorfendur tvístruðust hver sem
betur gat undir búðaskyggni eða þakskegg.
Þú leitaðir í var inn í kirkju sem stóð opin, við-
staddir voru í sömu erindagjörðum og þú,
ókirkjulegir í fasi, blaðskellandi, en í hliðarálm-
um út frá meginskipi stóðu steinrunnir dýrling-
ar. Framan við einn slíkan komstu auga á and-
lit sem þú kannaðist við, það var stúlkan úr far-
Pétur Gunnarsson (f. 1947) hefur sent frá sér fjölda skáldverka.
Síðasta bók hans Myndin af heiminum (Mál og menning 2000)
var tilnefnt til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Leiðin til Rómar
er framhald hennar og annar hluti í sagnaflokki Péturs, Skáld-
saga Íslands.
40 Péturs Gunn kafli 6.12.2002 14:37 Page 41