Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 43
troðningar miklir og ekki örgrannt um að dansk- ir hásetar hafi ekki umgengist landsmenn af stakri nærgætni. En svo virðist að heil kynslóð Íslendinga hafi fyllst skömm á „herraþjóðinni“ í Köben þegar þeir voru farþegar í dönskum strandferðaskipum hér við land. Guðjón Frið- riksson, ævisöguritari Jónasar frá Hriflu, segir strandferð frá Akureyri til Reykjavíkur haustið 1902 hafa mótað lífskoðun Jónasar. „Óloftið, þrengslin og sóðaskapurinn voru ægileg. Ekki bættu úr skák drykkjulæti ölvaðra manna . . .“ segir Guðjón „. . . og þar að auki var áhöfn skipsins dönsk og tókst yfirmönnum þess ekki að dylja lítilsvirðingu sína á Íslendingum.“4 Jónas orðaði þetta svo sjálfur: „Þó að Danir séu heima fyrir og gagnvart stærri þjóðum manna kurteisastir í framkomu, þá gætti mikils ruddaskapar og yfirlætis af þeirra hálfu gagn- vart Íslendingum, sem fóru með skipum þeirra, þar til Eimskipafélagið var stofnað og landið átti sjálft skip til strandferða.“5 Jónas var alls ekki einn um þessa reynslu. Skáldið Einar Bene- diktsson orti kvæði um eina slíka skipsferð í kvæði, sem hann kallaði „Strandsiglingu“ og var byggt á reynslu hans sjálfs. Þar má finna þessar línur: Drukknir menn og krankar konur vóru kvíuð skrans í lest. Allt var fullt af frónska þarfagripnum. Fyrirlitningin skein af danska svipnum. Ef til vill hefur mönnum þó sviðið mest eigin vanmáttur, að Íslendingar sjálfir skyldu ekki eiga neitt fley til flutninga á sjó. Það var síðan kappsmál fyrir þjóðina að ná siglingunum í sín- ar eigin hendur, sem sást best á þeirri eftir- væntingu sem fylgdi stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1914. En hvort sem hásetarnir voru danskir eða íslenskir, þurfti ríkissjóður að bera þungan kostnað af strandferðunum, sem voru ávallt stórlega niðurgreiddar. Árið 1928 taldi Jón Þorláksson að rekstrartap strandferða- skipsins Esjunnar sem var í eigu ríkisins en rek- ið af Eimskipafélagi Íslands, væri meiri en við- haldskostnaður allra þjóðvega landsins.6 Jónas frá Hriflu stofnaði skipaútgerð ríkisins til þess að sjá um flutninganna í árslok 1929, og 1–3% af tekjum ríkissjóð var varið á hverju ári fram yfir stríðslok til þess að greiða hallann af nefndri skiptaútgerð.7 Miðað við fjárlög ársins Það er nú álit vort, að vér Íslendingar eigum oss einn þjóðveg kringum land vort, er sé all- vel greiðfær án töluverðra umbóta, en þessi þjóðvegur er sjórinn. Oss virðist allt benda til þess, að vér ættum að færa oss þennan þjóð- veg sem bezt í nyt, og að mestar líkur séu til þess, að hann verði oss sem fljótast og viss- ast að liði, en til þess hefur hann verið mjög vanræktur; þó eru mörg dæmi til þess, að menn, sem hafa viljað og þurft að koma ein- hverjum flutningi, sem eigi varð fluttur á hest- um, af einu landshorni á annað, hafa sent hann sjóveg, en þannig, að fyrst hefur hann verið fluttur 300 mílur vegar suður til Dan- merkur og svo þaðan aftur venjulega ári síðar 300 mílur út til Íslands. En þó þessi aðferð þyki kynleg, tafsöm og kostnaðarsöm, þá er það þó margreynt, að þetta hefur oft verið hið eina til- tækilega ráð til þess að koma varningi úr ein- um stað í annan hér á landi, sem þó aðeins fáar mílur hafa skilið á milli“.3 Þetta var hvorki fyrsta bænaskráin né hin síð- asta sem send var til Danmerkur um þetta efni, en allt kom fyrir ekki. Íslenska þingið var aðeins til ráðgjafar, hafði ekki sjálfstætt fjár- veitingavald og allar beiðnir um siglingar týndust hjá dönskum stjórnvöldum. Það varð raunar ekki fyrr en landsmenn fengu stjórnar- skrá árið 1874 og þar með löggjafar- og fjár- veitingarvald að hreyft var við sjósamgöng- um innanlands. Og strax árið eftir var ákveð- ið að veita fjárstyrk til þess að láta danskt skipafyrirtæki sjá um siglingarnar. Þannig hófust strandsiglingar hérlendis og gufuskip- ið Díana fór tvær ferðir í kringum landið sum- arið 1876. Síðan varð ekki aftur snúið og sigl- ingar á milli íslenskra hafna jukust ár frá ári næstu áratugi. Það er staðreynd að greiðar samgöngur eru forsenda fyrir því að taka upp þá sérhæfingu og verkaskiptingu sem fylgir nútímaatvinnuháttum. Þess vegna má gera því að skóna að skipaflutningarnir hafi gegnt lykilhlutverki fyrir hagvöxt og þéttbýlismynd- un á sínum tíma. En hvort tveggja hófst hér- lendis á sama tíma og strandsiglingar hófust. Danski svipurinn Íslendingar voru þó ekki að öllu leyti ánægðir með þá siglingaþjónustu sem þeir fengu frá Dönum. Aðstaðan á skipunum þótti slæm, bls. 43 Hafnarbyggðir Ísafjörður, Bolungarvík, Patreksfjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri, Siglufjörður, Ólafsfjörður, Hrísey, Þórshöfn, Seyðisfjörður, Eskifjörður, Djúpivogur, Neskaupstaður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Vestmannaeyjar. Vegabyggðir Akranes, Borgarnes, Búðardalur, Hvammstangi, Blönduós, Sauðárkrókur, Akureyri, Vopnafjörður, Egilsstaðir, Höfn, Vík, Hella, Hvolsvöllur, Selfoss, Hveragerði. 42 Samgöngur Ásgeir Jóns 5.12.2002 16:56 Page 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.