Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Síða 45
lega ein sú stærsta í stjórnmálasögu tutt- ugustu aldar, bæði vegna persónu Jónas- ar og vegna þeirra gagnstæðu skoðana sem hér tókust á. 11 Svo fór að kjósendur sýknuðu Jónas af geðveilunni ef svo má að orði komast, því fylgi Framsóknarflokksins jókst í þessum kosningum og Jónas stóð styrkari eftir. En það er aftur önnur saga. Eftirmáli „stóru bombunnar“ sýnir hins vegar í hnotskurn ástandið í samgöngumálum þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar. Ísland var þá nær vegalaust því vegakerfi landsins var aðeins um 10–20% af því sem nú er ef miðað er við lengd vega. En munurinn er mun meiri ef haft er í huga að flestir vegir utan þéttbýlis voru þá slæmir og krókóttir, brýr skorti og vetrarfærð var lítil sem engin. Það var ekki fyrr en árið 1928 sem fyrsti bíllinn komst á milli Borgar- ness og Akureyrar, en enginn akfær vegur var fyrir Hvalfjörð. Bifreiðir voru fáar. Þær voru að- eins 300 árið 1924 og um 1940 voru þær að- eins 2000 á landinu öllu, þar af var helmingur- inn vörubifreiðir. Staðreyndin var sú að fyrir árið 1930 ferðaðist stór hluti landsmanna fótgang- andi eða á hestum þegar um skemmri vega- lendir var að ræða. Og á veturna lágu landsam- göngur nær alveg niðri og skipin tengdu saman byggðir landsins. Þess vegna var fólk í hafnar- byggðum, jafnvel út á ystu nesjum, betur í sveit í sett hvað varðaði samgöngur vegna þess að þjóðvegurinn lá yfir sjóinn. Hér er kom- ið að kjarna málsins. Á tímum sjóflutninga tók fólk að safnast saman í víkum og á annesjum er lágu vel við sjóleiðum, en oft illa við landleið- um. Það skiptir máli að vera miðsvæðis, og liggja í þjóðbraut, og það einkum fyrir þéttbýlis- myndun. Miðstöðvaráhrifin Svo er mál með vexti að flestir þéttbýlisstaðir voru byggðir þar sem hafnaraðstæður voru góðar. Þessi staðreynd hefur yfirleitt verið tengd útræði og fiskimiðum, en sjávarútvegur var vitaskuld leiðandi atvinnugrein á þessum tíma. Aftur á móti gleymist iðulega að góð hafnaraðstaða er einnig forsenda fyrir aðgengi að sjósamgöngum, sem getur verið þéttbýlis- vaki í sjálfu sér. Flestar borgir Evrópu byggðust upp þar sem samgönguhagræði var fyrir hendi; við góðar hafnir, skipgengar ár og fjölfarnar krossgötur og svo framvegis. Þessi sækni hafa verið kölluð miðstöðvaráhrifin (the hub effect) og má lýsa með einföldu dæmi. Mynd 1 hér að ofan sýnir með einföldum hætti hvernig fjarlægðarhagræði skapast á krossgöt- um eða hnútpunktum. Staður D er í lykilað- stöðu hvað varðar flutninga til hinna staðanna þriggja. Staður D er því miðstöð (hub) þar sem flutningskostnaður er til jafnaðar lágur til allra helstu átta. Af þeim sökum mun D verða sér- lega eftirsóknarverður staður fyrir atvinnustarf- semi vegna góðs markaðsaðgangs og sölu- möguleika á hinum stöðunum þrem. Þessi áhrif hafa verið fest niður með formlegum, stærðfræðilegum hætti í líkani og hermunum, en ættu þó einnig að liggja ljós fyrir þótt ekki sé öðru beitt en almennri skynsemi.12 Hugtökin að vera miðpunktur eða að vera miðsvæðis eru í daglegu máli lýsandi fyrir ofangreind miðsókn- aráhrif. Aðalatriðið er að þegar sjósamgöngur hófust hérlendis færðust sjávarbyggðir frá því að vera endapunktar á samgöngukerfinu, líkt og staðir B og C og urðu miðsvæðis líkt og punktur D. Það var hvort tveggja vegna þess að þær urðu miðstöð fyrir nærumhverfi sitt, s.s. sveitahéröðin, en einnig vegna þess að strand- skipin fóru eftir strandlengjunni og t.d. Ísafjörð- ur varð því miðsvæðis á milli Reykjavíkur og Norðurlands, svo dæmi sé tekið. Það er því ef til vill ekki að undra að vöxtur þéttbýlis þar um slóðir skyldi vera jafnör og raun bar vitni. Og að hnignun skyldi síðan taka við þegar vegakerfið leysti sjóinn af hólmi. bls. 45Af örlögum íslenskra hafnarbyggða Vegabyltingin Vegakerfið fimmfald- aðist að lengd á milli 1930 og 1960, auk þess sem gífurlegir fjármunir voru settir í umferðar- mannvirki, svo sem brú- arsmíði. Þá varð mikil hækkun raunlauna eftir 1940 til þess að bifreiðir urðu almenningseign þar sem venjulegt fólk hafði loks efni á því að eignast sinn eigin farar- skjóta. Þegar þetta er lagt saman er hægt að tala um aðra samgöngubyltingu um seinna stríð þegar landsamgöngur komust í gagnið af verulegri alvöru. Í kjölfarið minnkaði sam- keppnishæfni sjóflutninga og strandsiglingar með fólk lögðust af árið 1969. Nú síðustu ár hefur áherslan verið á aukin gæði vega, svo sem með malbikun, sem hófst eftir 1965, og styttingu vegalengda með brúm og jarðgöng- um. Þeirri tilgátu má nú velta upp hvort sam- göngubyltingin seinni, þegar bílar tóku við af skipum eftir miðja tuttugustu öld, geti verið helsta ástæðan fyrir hnignun sjávarbyggða á ystu annesjum sem verið hefur staðreynd á síðustu áratugum. Í stað þess að liggja á miðju samgöngukerfinu færðust téðar byggðir til jaðranna og tilverugrundvöllur þéttbýlisins breyttist. Ef aftur er litið til myndar 1 má setja þetta svo fram að tilkoma landflutninga hafi hliðrað stöðu punktanna og staða sjávarbyggð- anna því færst frá D og út á jaðarinn til B og C. Það gæti hafa orðið til þess að hafnarbyggðirn- ar lentu utanveltu og samkeppnishæfni þeirra sem atvinnu- og þjónustumiðstöðva rýrnaði verulega. Aftur á móti ættu þá aðrir staðir að hafa tekið fjörkipp er sátu í miðju héraði og lágu vel við landsamgöngum. Þetta er hægt að kanna með einföldum prófunum. Ef byggðum lands er skipt gróflega í tvo flokka eftir aðgengi að land- og sjósamgöngum kemur eftirfarandi mynstur í ljós: Hafnarbyggð- irnar áttu sitt blómaskeið á tímum sjósam- gangna þegar samgönguæðar landsins lágu meðfram ströndum, en tók að hnigna eftir 1940 þegar vegakerfið fer að byggjast upp. Þetta gerist þrátt fyrir að mikil uppbygging ætti sér stað í sjávarútvegi eftir stríð. Áhrif ofan- greindra samgöngubreytinga sjást víða um land þar sem fólki hefur fækkað um 10–30% á síðustu tveimur áratugum, eru þó líklega hvergi jafnsýnileg eins og á Siglufirði. B CDA Mynd 1 42 Samgöngur Ásgeir Jóns 5.12.2002 16:56 Page 45

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.