Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 46
stríð. Sjávarútvegur dró að vinnuafl en ekki fleiri
fasta íbúa. Hér er getum að því leitt að þessi
umskipti hafi einkum orðið vegna þess að stað-
setningin var orðin Siglufirði fjötur um fót eftir
að dró úr sjósamgöngum.
Á síðustu áratugum hefur það verið for-
gangsatriði fyrir Siglfirðinga að opna fyrir land-
samgöngur. Það gerðist með jarðgöngum á
milli Siglufjarðar og Skagafjarðar árið 1967 og
nú eru fyrirhuguð önnur göng til Eyjafjarðar. En
nú er svo komið að íbúar Siglufjarðar eru rúm-
lega 1500 eða jafnmargir og þeir voru árið 1924
og hefur þeim fækkað ár frá ári um áratuga
skeið.
Hver bær á sína sögu
Samgöngubreytingar hafa oftsinnis breytt
byggðamynstri í löndum heimsins. Hægt er að
tína til nokkur dæmi því til staðfestingar. Þegar
fljótasiglingar voru helsti flutningamáti Banda-
ríkjanna á fyrri hluta nítjándu aldar, spruttu upp
fjölmargar borgir meðfram Mississippí fljótinu
svo sem Memphis og Saint Louis. Þessum
bæjum fór hnignandi strax eftir að járnbrautir
tóku við og þeir lentu utanveltu. Og svipuð
dæmi má víða týna til. Aftur á móti hafa marg-
ir staðir náð að halda sínu þrátt fyrir samgöngu-
breytingar vegna þess að þeir hafa náð að
sveigja umferðina til sín vegna stærðar sinnar
og stöðu. Til að mynda byggðist New York upp
vegna góðra hafnarskilyrða og Eerie flutninga-
skurðarins (Eerie Canal) sem opnaðist við Man-
hattan. Moskva byggðist upphaflega þar sem
tvær ár runnu saman og hefur haldið stöðu
sinni jafnvel þótt fljótasiglingar hafi misst sitt
fyrra mikilvægi. Flestar íslenskar hafnarbyggðir
voru þó of litlar til þess að geta staðið af sér
þær breytingar sem hafa átt sér stað í sam-
göngumálum á tuttugustu öld. Þó hafa nokkrar
þeirra, t.d. Ísafjörður og Vestmannaeyjar, náð
það mikilli stærð að þær hafa verið mjög nálægt
því að geta haldið sér sem sjálfstætt þéttbýlis-
hagkerfi sem getur sveigt umferðina til sín. En
fyrir flestar aðrar er fólksfjöldaannáll síðustu ára
fremur dapurlegur.
Hver bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu
var einhvern tíma kveðið. Hvert einasta bæjarfé-
lag á landinu er sérstakt samfélag. Starf eins
frumkvöðuls, rekstrarákvarðanir fyrirtækja, að-
gerðir stjórnvalda og gæfuhjól örlaganna ráða
miklu um þéttbýlisþróun. Hins vegar virðist
sem sameiginlegur straumur reki áfram fólks-
fækkun á Vestfjörðum, Austfjörðum og Norður-
landi. Þetta er ákaflega erfið staða, sem mun
ekki breytast þó að möndlað verði með fisk-
Hlutfall landsmanna er býr á hafnarbyggðum13
sem eru annað hvort girtar fjöllum eða í langri
fjarlægð frá öðru þéttbýli, og þeirra sem búa í
vegabyggðum14, stöðum sem liggja vel við
landsamgöngum.
Saga af Siglufirði
Siglufjörður er góð náttúruleg höfn yst á Trölla-
skaga, en þverhnípt fjöll loka landleiðum að
staðnum. Þessi lykilstaða er augljós hverjum
þeim sem siglir út fyrir Norðurlandi og sér fjörð-
inn opnast gegnt öllum skipaleiðum. Þessi náð-
argjöf staðarins kom þó fyrir lítið á fyrstu 1000
árum Íslandsbyggðar þegar landflutningar voru
við lýði, en byggð í Siglufirði var ætíð mjög
óstöðug. Til að mynda virðast öll býli á Siglufirði
hafa verið yfirgefin veturinn 1689–90 og
skömmu eftir 1750 var helmingur býla í firðin-
um í auðn svo dæmi sé tekið. Að vísu var ver-
stöð á Siglunesi við mynni fjarðarins á fyrri tíð
en byggð í firðinum sjálfum og nærliggjandi
fjörðum var ávallt stopul og var einangrun mest
kennt þar um. 15
Þegar strandsiglingar hófust af fullri alvöru
eftir 1880 hóf þéttbýli að myndast á Siglufirði,
en eftir að norsk síldarfyrirtæki hófu umsvif á
staðnum eftir 1903 var sem staðurinn leystist
úr álögum og fólk dreif að úr öllum áttum. Bær-
inn varð miðstöð síldveiða sem frægt er orðið.
Á sumrin margfaldaðist íbúatalan þegar silfur
hafsins var unnið til útflutnings, það var að vísu
að mestu farandverkafólk sem hélt á brott að
lokinni vertíð. En staðurinn fékk samt mikið að-
dráttarafl til fastrar búsetu. Árið 1920 bjuggu
um þúsund manns á Siglufirði, næsta áratug
tvöfaldast íbúatalan og á krepputímanum, frá
1930 til 1940, bættist þriðja þúsundið við. Í
stríðsbyrjun var bærinn þriðji stærsti þéttbýl-
iskjarni utan Reykjavíkur. Það var því engin til-
viljun að á þessum tíma skyldi Hriflu-Jónas
minnast á Siglufjarðarauðvaldið í ræðum sínum
á sama tíma og hann ræddi um kaupmannaklík-
una í Reykjavík.
Um 1940 dró verulega úr fólksfjölgun á
Siglufirði og fram til 1950 fjölgaði aðeins um
100 manns á staðnum. Eftir 1950 tók svo
fækkun við. Það má að einverju leyti rekja til
breyttra síldargangna, því kúfurinn af síldarhrot-
unni 1960–68 lenti á Austfjörðum. En samt
sem áður stóð atvinnulíf með miklum blóma
þar nyrðra. Á Siglufirði voru áfram mikil umsvif
í síldarvinnslu, einkum bræðslu, allt þar til síld-
in hvarf úr hafinu undir lok sjöunda áratugarins.
Þar voru einnig öflug sjávarútvegsfyrirtæki í
bolfiskveiðum og -vinnslu. En af einhverjum
ástæðum hafði bærinn misst aðdráttarafl sitt
sem búsetustaður frá því sem þekktist fyrir
0%
2%
4%
6%
8%
10%
12%
14%
16%
18%
1890 1901 1910 1920 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000
Hafnarbyggðir Vegabyggðir
42 Samgöngur Ásgeir Jóns 5.12.2002 16:56 Page 46