Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Page 48
Í klóm klerkaveldis Lilja Hjartardóttir Klerkastjórninni í Íran virðist vandi á höndum, ef marka má fréttir að undanförnu, og hún virðist verða að játa ósigur sinn í þeirri fyrirætlan að skapa hinn íslamska mann. Meirihluti þjóðar- innar vill bætt samskipti við Vesturlönd og opn- ara og réttlátara samfélag. Hávær mótmæli og verkföll verða algengari og kjósendur tryggðu umbótasinnum meirihluta á þingi árið 1996. Stjórnkerfi Khomeinis tryggir fámennu klerka- ráði hins vegar neitunarvald á ákvarðanir þings og dómstóla og eftirmaður hans er í raun alvaldur í hinu stolta ríki Persa. Það kraumar undir í ríki klerkanna. Til þess að skilja hversu lágan sess lýðræði og mannréttindi skipa er nauðsynlegt að skoða söguna áður en lengra er haldið. Ung þjóð í fornu ríki Íranir eru ein yngsta þjóð heimsins en um helmingur þessarar fornu menningarþjóðar, sem er um 66 milljónir, er undir 20 ára aldri. Siðmenning Írana og konungsveldið er hins vegar 2500 ára gamalt og búseta í Íran helm- ingi eldri. Hin persneska menning svæðisins er orðin til við samruna og samlögun mismunandi menningarheima og má þar helsta telja Grikki, Araba, Tyrki, Abbasida og Sassanida. Frá örófi alda hefur Íran verið stjórnað af sterkum leið- toga sem var einvaldur og jafnvel alvaldur. Hið persneska „imperium“ hafði vinninginn gegn hinni grísku „polis“ og hugmyndum Forn- grikkja um dreifingu valdsins var hafnað.1 Íranskir leiðtogar fengu á sig guðlegt yfir- bragð á 16. öld og margs konar goðsögur urðu til þeim tengdar. Sannur leiðtogi finnur eymd og sársauka þegnanna og útlægur leiðtogi snýr aftur. Hafi hann blátt blóð í æðum er ekki efast um lögmæti hans.2 Hið forna Íran náði yfir svæði sem nú er Írak, Afganistan, Kákasusfjall- lendið og hluti Mið-Asíu. Núverandi landamæri eru aldargömul. Íbúarnir eru af margvíslegum uppruna og tala mörg tungumál. Meðal fjöl- mennustu minnihlutahópa landsins eru Azerar, Kúrdar, Tyrkir og Turkmenistar en þeim er að mestu haldið fyrir utan stjórn landsins. Nær all- ir íbúar Írans eru sjíta-múslimar, um 10% eru súnní-múslimar, örlítill minnihluti eru bahaíar, sem eru ofsóttir, fylgjendur Zaraþústra, sem voru hin fornu trúarbrögð í landinu, kristnir og gyðingar. Brot úr stjórnmálasögu landsins Íran er eitt af fáum löndum þriðja heimsins sem ekki varð nýlenda Evrópuveldanna. Stjórn landsins var hins vegar veikburða og Rússar og Bretar komust til áhrifa í verslun og viðskiptum á 19. og 20. öld. Bretar fundu olíu í Íran árið 1908 og stofnuðu síðar Anglo-Iranian olíufélag- ið. Heimamenn fengu 16% af árlegum hagnaði félagsins. Íran á land að sjó við Kaspíahaf og Persaflóa og hefur landfræðileg lega ráðið miklu um áhrif þess á svæðinu. Fyrsta bylting 20. aldarinnar í Íran var stjórnarskrárbylting árið 1905 en þá var gerð tilraun til að draga úr valdi keisarans (shahinshah – konungi konunganna). Á þeim tíma stóð efnahagur landsins tæpt, skuldir við Bretland og Frakkland voru miklar og trúarleiðtogar og kaupmenn tóku höndum sam- an við að koma forsætisráðherranum frá völd- um. Hinn deyjandi keisari samþykkti nýtt þing og stjórnarskrá sem byggð var á evrópskri stjórnskipan. Slíkt stjórnarfar gekk þó í berhögg við pólitíska og trúarlega menningu landsins og stóð stutt eftir að átök brutust út milli fylgis- manna keisarans og stjórnarskrársinna. Nokkru seinna gekk í gildi samningur milli Írana, Rússa og Breta sem í raun skipti landinu í áhrifasvæði þeirra síðarnefndu. Eftir að Rússar drógu sig út úr fyrri heims- styrjöldinni rýmkaðist um Breta en þeir voru komnir að endimörkum útrásar heimsveldis- ins. Herforinginn Reza Shah Pahlavi komst til valda árið 1921 og hóf hann þegar að byggja upp innviði samfélagsins í anda hins tyrkneska Atatürks. Áratug seinna sleit Pahlavi samn- ingnum við breska olíufélagið, hótaði því öllu illu og margfaldaði greiðslur félagsins í ríkis- sjóð. Bretar sáu sitt óvænna og gengu að öllum skilmálum keisarans. Í seinni heimsstyrj- öldinni dró Pahlavi taum Þjóðverja sem leiddi til hernáms Breta og útlegðar keisarans árið 1941. Sonur hans, Mohammad Reza Shah Pa- hlavi, tók við völdum og hélt uppbyggingunni áfram. Það kom í hlut hans að flýja ríki sitt tvisvar. Í fyrra skiptið árið 1953, eftir að Muhammad Mosadeq forsætisráðherra þjóð- nýtti olíuiðnaðinn og neitaði að fara frá völdum. Bandaríkjamenn komu honum frá með stuðn- ingi Breta og keisarinn sneri heim, að því er Írönum virtist í skjóli Vesturveldanna. Upp frá þessu jókst andúð á Bandaríkjunum og Vestur- löndum. Árið 1963 fengu konur kosningarétt og lög- 48 Íran 5.12.2002 16:57 Page 48

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.