Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 51
herra sem lögþingið (Majlis) á síðan að sam-
þykkja.
Ali Khamenei, eftirmaður Khomeinis, er úr
fátækri klerkafjölskyldu. Hann var settur til
mennta í trúarskólum og var meðal annars í
læri hjá Khomeini. Hann var einn af mörgum
sem tók þátt í „byltingu“ Khomeinis árið 1963
en Khomeini var sendur í útlegð ári seinna.
Khamenei hélt baráttunni ótrauður áfram og
skipulagði, kenndi og breiddi út boðskap
Khomeinis. Hann var um tíma í fangelsi keis-
arastjórnarinnar.
Konur utan kerfis
Þegar klerkarnir náðu völdum var eitt þeirra
fyrsta verk að gera lög íslams að landslögum.
Lögin kveða t.d. á um að fjögur karlvitni þurfi
að vera að nauðgun, vitnisburð tveggja
kvenna þarf til að mæta vitnisburði eins karls,
næstum ómögulegt er fyrir konu að fá hjóna-
skilnað og réttur til erfða er skertur. Það sem
var réttarbót fyrir konur í samfélagi eyðimerk-
urinnar á sjöundu öld þegar íslam kom til er
áratuga afturför fyrir íranskar konur á 21. öld-
inni. Hins vegar má ekki vanmeta möguleika
kvenna innan íslams og femínistar greina og
túlka Kóraninn, hefðirnar og ekki síst líf fyrstu
múslimsku kvennanna, á eigin forsendum. Ný
samtök kvenna hafa komið fram og dagblaðið
Zan er gefið út. Konur styðja umbótaöflin og
berjast á mörgum vígstöðvum. Í forsetakosn-
ingunum á sl. ári voru 25 konur í framboði.
Þekktust þeirra er Farah Khosravi. Hún dró
framboð sitt til baka áður en klerkaráðið hafn-
aði öllum kvenframbjóðendunum. Klerkarnir
velkjast í vafa um hvort stjórnarskráin leyfi að
konur bjóði sig fram til embættisins. Varafor-
seti Írans er kona og fáeinar konur sitja á
þingi.
Fórnarlömb byltingarinnar
Þegar Khomeini hafði náð völdum hófust
hreinsanir þar sem herforingjar og vændiskon-
ur voru fyrstu fórnarlömbin. Síðari tíma fórnar-
lömb klerkaveldisins eru stúdentar, rithöfund-
ar, blaðamenn, ritstjórar og menntamenn. Fólk
sem játar bahaí-trú er handtekið og jafnvel tek-
ið af lífi fyrir trú sína. Vitað er um aftökur á
súnní-múslimum og gyðingum. Tugir blaða og
tímarita hafa verið bönnuð hin síðustu ár og rit-
stjórar þeirra og blaðamenn fangelsaðir og jafn-
vel pyndaðir. Frjálslyndir þingmenn og fræði-
menn eru fangelsaðir.
Samskipti við Evrópu
og Bandaríkin
Íran hefur að mestu verið einangrað á alþjóða-
vettvangi en Khatami forseti vill aukin tengsl
við umheiminn, sérstaklega Evrópuríkin sem
eru aðalviðskiptalönd landsins. Bandaríkjastjórn
hefur ákveðið að þríeykið Norður-Kórea, Íran og
Írak myndi „möndulveldi hins illa“. Bandaríkin
halda því einnig fram að írönsk stjórnvöld veiti
mestan stuðning allra ríkja til hryðjuverka og
beita landið efnahagslegum refsiaðgerðum.
Þrátt fyrir það fær Íran fyrirgreiðslu frá alþjóða-
fjármálastofnunum eins og Alþjóðabankanum
og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tortryggni ríkj-
anna er gagnkvæm og Íran hefur frá upphafi
klerkastjórnarinnar lýst Bandaríkin hinn mikla
Satan. Eins og á mörgum öðrum sviðum eru
stjórnvöld og almenningur á öðru máli en í ný-
legri skoðanakönnun kom í ljós að um 70%
þjóðarinnar vilja bætt samskipti við Bandaríkin.
Slík niðurstaða fengist ekki víða í Mið-Austur-
löndum.
Í nýlegri skýrslu Evrópusambandsins um
tengsl þess við Íran kemur fram að miklir
möguleikar eru fyrir hendi í Íran á viðskiptasvið-
inu eftir að nauðsynlegar umbætur verða á
efnahags- og viðskiptakerfi landsins. Evrópurík-
in telja að samstarfið leiði til umbóta í landinu
og mikilvægt sé að tryggja stöðugleika í hinu
víðfeðma ríki. Dreifing eiturlyfja frá Íran til Evr-
ópu er stöðugt áhyggjuefni.
Helstu vandkvæði á bættum samskiptum
eru ekki lítilvæg, svo sem fyrirætlanir stjórn-
valda um gerð langdrægra eldflauga, mannrétt-
indabrot og stuðningur við hryðjuverkahópa.
Lokaorð
Íran hefur löngum verið land andstæðna og
þversagna. Þar er nú við stjórn afturhaldssöm
og kvenfjandsamleg karlaklíka sem telur sig
vera réttbæran túlkanda íslams. Erkiklerkur
klíkunnar er yfirmaður nútímahers og miðalda-
dómstóla. Khameinei hefur einnig yfir að ráða
eigin öryggislögreglu og skoðunum Khomeinis.
Önnur öfl halda einnig í valdataumana en erfitt
er að henda reiður á hversu mikil ítök forysta
verslunar og viðskipta hefur. Hefð er fyrir því í
írönskum stjórnmálum að kaupmenn og land-
eigendur séu áhrifamiklir í stjórn landsins. Eini
kjörni leiðtoginn er forsetinn, Khatami, og þeir
þingmenn sem fengu kjörgengi sitt frá klerkun-
um. Á milli valdhafanna ríkir samkepnni sem
leiðir til óstöðugleika og átaka. Klerkavaldinu er
þó vandi á höndum. Hin unga þjóð krefst
menntunar og góðra lífsskilyrða og samkvæmt
könnunum er hún „fönguð af hefðunum en
heilluð af nútímanum og framtíðinni“.3 Hún er
jafnframt áhugalítil um stjórnmál en upptekin af
íþróttum, sjónvarpi og myndböndum. Um
400.000 manns hafa nú aðgang að veraldar-
vefnum og mun þeim fjölga gífurlega á næstu
árum samkvæmt frétt frá BBC í sumar. Í fyrsta
skipti í sögunni geta Íranir nú skipst á skoðun-
um án afskipta stjórnvalda og fyrstu bloggar-
arnir eru komnir fram. Vefurinn er ekki ritskoð-
aður og þar með er einnig komið tæki til að
skipuleggja andstöðu við stjórnvöld. Þegar
veldi Pahlavis féll kom það flestum í opna
skjöldu og fátt virðist benda til þess að veldi
klerkanna sé komið að fótum fram, jafnvel þótt
stór hluti þjóðarinnar og sérstaklega þeir betur
settu lifi tvöföldu lífi: lífinu heima fyrir með um-
ræðum um aukin mannréttindi og bág kjör,
vestrænni tónlist, kvikmyndum og fötum, og
hinu opinbera lífi sem einkennist af kúgun og
kuflum. Brumberg hefur trúlega rétt fyrir sér
þegar hann heldur því fram að sjálfsmyndar-
kreppan sem leiddi til byltingarinnar sé engu
minni í dag. Fari svo eiga Íranir – eins og svo oft
áður – leiðtoga í útlegð, hinn þriðja Pahlavi.
Helstu heimildir:
Brumberg, Daniel. Reinventing Khomeini. Chicago og
London: The University of Chicago Press, 2001.
Frye, Richard N. Persia. London: Georg Allen and
Unwin Ltd., 1968.
Skýrsla Evrópusambandsins:
http://europa.eu.int/comm/external_relations/iran/doc
/com_2001_71en.pdf
Tilvitnanir
1 Frye 1968.
2 Frye 1968.
3 Brumberg 2001.
Lilja Hjartardóttir (f. 1960) er MA í stjórnmálafræði frá Háskólan-
um í Cincinnati. Hún er verkefnisstjóri við Háskóla Íslands.
bls. 51Í klóm klerkaveldis
48 Íran 5.12.2002 16:57 Page 51