Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 52
Örheimur ímyndunarlandsins
Framandleiki og vald í ljósi heimssýninganna
Kristín Loftsdóttir
Fyrsta heimssýningin, sem haldin er í Þýska-
landi, var opnuð við hátíðlega athöfn í
Hannover fyrr í vikunni. Ísland er meðal þeirra
170 ríkja sem taka þátt og hefur eigin sýning-
arskála á sýningunni. Sýningar af þessu tagi eru
tilkomumikið sjónarspil þar sem ríki heims
keppast við að sýna á sér sínar bestu hliðar og
byggja upp jákvæða ímynd af sér í hugum sýn-
ingargesta. [. . . ] Heimssýning er hins vegar
tækifæri fyrir ríki til að kynna sig og reyna að
móta ímynd sína í hugum annarra þjóða (Leið-
ari Morgunblaðsins 3. júní 2000:48).
Suður-Afrískir pygmíar eru að koma á
[heims]sýninguna. [. . . ] Feimni er meginein-
kenni þeirra sem útskýrir í sjálfu sér af hverju
þeir eru minnst þekktir af öllum frumbyggjum.
Leiðangurinn sem fór í leit að þessum villi-
mönnum undir persónulegri leiðsögn séra
Verners, hélt af stað síðasta nóvember sem
leið í það sem var hættulegasta og viðkvæm-
asta verkefni hóps sem var sendur var út fyrir
sýninguna (grein í St. Louis Republic, 5. maí
1904; tilvísun úr texta Bradfords og Blumes
1992:246).
Þátttaka Íslands í heimssýningunni Expo 2000
í Hannover markaði þriðja skiptið sem Íslend-
ingar taka þátt í slíkri sýningu. Tilvitnunin úr
leiðara Morgunblaðsins vísar skýrt í að eitt af
markmiðum Íslendinga með þátttöku var að
„móta ímynd sína í hugum annarra þjóða“, það
er að taka þátt í hugmyndafræðilegri mótun á
því hvað þjóðríkið „Ísland“ stendur fyrir.
Heimssýningarnar voru frá fyrstu tíð mikilvæg-
ar í mótun sjálfsmyndar samfélaga, þjóða og
samfélagshópa, en eins og síðari tilvitnunin
gefur til kynna fóru fljótlega að tíðkast kynning-
ar á fólki frá heimshlutum framandi Vestur-
landabúum, sem líta má á sem tákn stærri orð-
ræðna um tengsl Vesturlanda við önnur menn-
ingasamfélög. Þessi umfjöllun er um slíkar sýn-
ingar á fólki og hvernig þær bæði endurspegl-
uðu og mótuðu hugmyndir um „hina“ og „okk-
ur“, þ.e. íbúa þeirra hugmyndafræðilegu svæða
sem við vísum oft til nú sem „þriðja“ heimsins
og Vesturlanda.
Í bók sinni Orientalism (1978) heldur Edward
Said því fram að orðræðan um „the orient“
bregði upp sterkari mynd af hugmyndum Vest-
urlandabúa1 en af innviðum og formi landanna
sjálfra. Hugmyndin um „the Orient“ er því,
samkvæmt Said, afsprengi staðalmynda og for-
dóma.2 Christopher L. Miller (1985:5–6) hefur á
svipaðan hátt fjallað um Afríku sem hugtak
sem vísar ekki í landsvæðið Afríku heldur
ímyndað landsvæði hugarheims Vesturlanda-
búa sem verður að næstum áþreifanlegum
veruleika með mörg birtingarform. Á heims-
sýningunum myndgerðust sögur um tengsl
þjóða og samfélaga, sögur tengdar kynþáttaá-
herslu, nútímavæðingu og aðgreiningu fólks í
tíma. Innan veggja sýningarsvæðanna voru
þannig holdgerð á skýran hátt „ímyndunar-
lönd“ Vesturlandabúa sem endurspegluðu
reglubundinn heim sem var stjórnað og nýttist
í þágu þeirra. Umfjöllun mín skoðar fyrst og
fremst valdatengsl sem þessar sögur sýna, en
leggur einnig áherslu á að þær feli í sér
ákveðna sýn á heiminn, tilraun til að skilja hann
og eigin stöðu innan hans.3 Í nálgun minni geng
ég út frá að rétt eins og aðrar orðræður hafi
sýningarnar verið táknkerfi sem endurspegluðu
hvernig veruleikinn átti að vera, samhliða því að
sýna og móta tengsl mismunandi hópa á marg-
víslegan hátt.4 Á síðustu árum hefur áherslan á
vald og yfirráð farið vaxandi í kenningum sem
snúa að félagslegum og menningarlegum fyrir-
bærum og þá undir áhrifum úr mörgum áttum.
Skrif Michels Foucault drógu fram vald sem
samofið félagslegum veruleika, sem skapandi
og virkt, en einnig mikilvægi orðræðna í að
skapa ákveðin viðföng. Verk margra fræði-
manna sem byggjast á ritum Karls Marx hafa
að sama skapi verið þýðingarmikil í því að draga
fram hvernig viðföng læra að þekkja stöðu sína
og hlutverk innan ákveðinna hugmyndafræða
(Althusser 1971) sem og tengsl við andóf og
mótspyrnu (Gramsci 1971).
Umfjöllunin leggur sérstaka áherslu á hug-
myndir um fólk í Afríku á sýningum nítjándu
aldar en ríkjandi hugmyndir Evrópubúa á þeim
tíma skilgreindu Afríkubúa gjarnan sem eitt
lægsta form manneskju. Christopher L. Miller
hefur ásamt fleirum bent á hversu einsleit um-
fjöllun um Afríku hefur verið í vestrænum text-
um í aldanna rás í síendurteknum klausum og
tilvísunum höfunda hvers í annan (1985). Ég
mun hér afmarka umræðuna við stórsögur
52 Örheimur Ímyndar 6.12.2002 15:25 Page 52