Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 54
leikar „hinna“ endurvarpa jákvæðum eiginleik-
um „okkar“.15
Heimssýningarnar
Í bók sinni The Death of Authentic Primitive Art
and Other Tales of Progress heldur Sherry Err-
ington því fram að tilkomu og sögu menningar-
safna sem stofnsett voru víða um Evrópu og
Ameríku á nítjándu öld sé ekki hægt að aðskilja
frá hugmyndum um þróun og vanþróun. Söfn-
in lögðu áherslu á sögu og uppruna þjóða og
römmuðu orðræðu sína inn í hugmyndir þróun-
arkenningarinnar.16 Hlutum sem áður höfðu
verið partur af litlum einkasöfnum var stillt upp
fyrir almenning í stærri einingum, sem óaðskilj-
anlegum hluta af arfleifð þjóðanna og sjálfs-
mynd.
Sýningin The Great Exhibition of the Works
of Industry of all Nations í Kristalshöllinni í
London árið 1851 markar upphaf heimssýning-
anna. Pólitískur óróleiki hafði einkennt Evrópu
og í Bretlandi hafði verkalýðurinn í auknum
mæli krafist bættra pólitískra og efnahagslegra
aðstæðna. Albert prins, eiginmaður Viktoríu
drottningar, studdi sýninguna meðal annars
vegna þess að hann taldi að hún gæti verið
tæki til þess að ganga í augun á breska verka-
lýðnum og gæti komið á framfæri áróðri sem
sýndi pólitískt, félagslegt og efnahagslegt kerfi
Bretlands sem það eina eðlilega og rétta.17
Nafn sýningarinnar endurspeglar hana sem af-
kvæmi iðnbyltingarinnar. Aukin vöruframleiðsla
þarfnaðist neytenda en vörur ásamt margvís-
legum uppfinningum voru kynntar fyrir alþýðu-
fólki á þessum vettvangi og sýningarnar því
mikilvægar í því að móta smekk alþýðu sem og
að skapa mismunandi flokka neysluvara fyrir
ólíkar stéttir þjóðfélagsins. Slík kynning fyrir
milljónir manna var að hluta til mögulegt vegna
bættra samgangna. Að vissu leyti má taka und-
ir með Anne Maxwell um að heimssýningarnar
hafi verið forsmekkur fjöldaferðamennsku
(mass tourism) sem lífstíls almennings í
ákveðnum heimshluta,18 en talið er að sex millj-
ónir manna hafi komið á sýninguna í London
(sem stóð eingöngu í 141 dag), 16 milljónir á
heimssýninguna í París árið 1878 og 48 milljón-
ir á Parísarsýninguna árið 1890 sem segir sína
sögu um áhrifamátt þess sem var kynnt á
þessum mannamótum.19
Fyrstu heimssýningarnar voru haldnar í einni
mikilfenglegri byggingu þar sem vörur frá hin-
um ýmsu þjóðum voru sýndar. Með stækkandi
sýningum var talið nauðsynlegt að hafa aðskild-
ar byggingar fyrir mismunandi vöruflokka, þar
sem hver bygging hýsti vörur margra þjóða í
ákveðnum flokki. Á Parísarsýningunni árið
1867 var hins vegar byrjað að reisa byggingar
sem tengdust ákveðnum þjóðum, 20 en með til-
komu þess að hver þjóð fór að hafa sinn eigin
skála varð samkeppnin mikil innan sýningar-
svæðisins varðandi stærð þeirra og mikilfeng-
leika. Byggingarnar hýstu þó ekki eingöngu
vöruflokka eða þjóðarsýningar heldur fóru fyrir-
tæki einnig að reisa sérstakar byggingar fyrir
vörur sínar, og þá sérstaklega í Bandaríkjunum
þar sem einkafyrirtæki höfðu sterkari ítök í sýn-
ingunum en í Evrópu.21 Sýningarnar eignuðust
einnig snemma byggingar sem voru sérstak-
lega hannaðar sem tákn þeirra. Á fyrstu sýning-
unum voru þessar byggingar einfaldlega hús-
næði sýningarinnar sjálfrar en síðar þegar þær
urðu viðameiri var farið að byggja sérstök
mannvirki sem tákn fyrir sýninguna. Eiffelturn-
in, byggður fyrir heimssýninguna í París árið
1889, var fyrst slíkra mannvirkja sem hafði ekk-
ert sérstakt notagildi í sjálfu sér. Táknrænt gildi
hans varð svo mikið að í dag stendur turninn
sem tákn fyrir Parísarborg og jafnvel að vissu
leyti sem tákn þjóðríkisins Frakklands.22 Það bar
einnig snemma á keppni milli sýningarhaldara
um mikilfengleika sýninganna. Þær stækkuðu,
fóru að kosta meira og skuldir að þeim loknum
fóru vaxandi.23 Þetta átti sér stað samhliða rík-
ari þjóðernishyggju tengdri sýningarhaldinu og
aukinni samkeppni milli þjóða og borga um að
fá að halda sýninguna, sem og samkeppni inni
á sýningarsvæðinu sjálfu, en sú þjóð sem hélt
sýninguna hverju sinni reyndi að auglýsa hana
sem mikilvægustu sýningu allra tíma, og sig
sjálfa sem leiðtoga hinnar nýju flóknu menning-
ar sem trónaði á toppi þróunarskalans.24 Sýn-
ingarnar fólu þannig í sér hvort tveggja lofsöng
tækni og nútímavæðingar sem einkenni vest-
rænna þjóðfélaga25 og harða valdabaráttu Vest-
urveldanna um að vera tákngerving fyrirheitna
landsins sem ber höfuð og herðar yfir önnur
ríki.
Sýningarnar voru ekki eingöngu mikilvægar
til að koma hugmyndum um nútímavæðingu
heimsins á framfæri heldur vöktu þær samhliða
því almennan stuðning við útþenslustefnu
Vesturveldanna. Sýningar á fólki höfðu þar
stóru hlutverki að gegna. Parísarsýningin árið
1867 var sú fyrsta sem hafði framandi fólk til
sýnis og þó að þetta hafi ekki verið stór þáttur
sýningarinnar markaði það nýtt þema í heims-
sýningunum. Það hafði lengi tíðkast að sýna
fólk frá öðrum heimshlutum annaðhvort undir
vísindalegu yfirskini eða þá í tengslum við sýn-
ingar á „furðuverum“.26 Ferðalangar til fjar-
lægra heimsálfa tóku heim með sér einstak-
linga, rétt eins og þeir komu með sýnishorn af
náttúru landsins. Á náttúrugripasöfnum víðs-
vegar um Evrópu seint á átjándu öld voru
þannig til sýnis líkamar og líkamshlutar einstak-
linga frá öðrum heimsálfum. Sýning á Ota
Benga er þekkt dæmi um sýningu á lifandi
manneskju, en hann var upphaflega fluttur til
Bandaríkjanna fyrir heimssýninguna í St. Louis
1904. Hann var geymdur í apabúri í dýragarðin-
um í Bronx árið 1906, almenningi til fróðleiks
og skemmtunar.27 Annað þekkt dæmi um sýn-
ingu á lifandi manneskju er Sara Baartman,
kona frá Khoikhoi-þjóðarbrotinu, í Suður-Afríku,
sem var til sýnis í Englandi og Frakklandi.28 Sýn-
ingar á Baartman lögðu, eins og sýningar á
mörgum öðrum konum, sérstaka áherslu á
kynferði hennar og þá á tvíræðan hátt þar sem
hún var hlutgerð sem erótískt viðfang, en lík-
ami hennar jafnframt tákngerður fyrir úrkynjun
og lægra þróunarstig fólks skilgreint sem hluti
af svörtum kynþætti. Eftir dauða hennar má
segja að hlutgerving hennar hafi náð hámarki
þegar kynfæri hennar voru höfð til sýnis á
Muséum de l’Homme í París.29 Slíkar sýningar
á fólki voru þó ekki eingöngu settar fram undir
vísindalegum formerkjum heldur voru einstak-
lingar til sýnis á annars konar vettvangi, eins og
í leikhúsum og sirkusum.
Ríkin sem héldu heimssýningarnar voru ný-
lenduveldi og uppruni fólksins sem sýnt var
endurspeglaði oft nýlega landvinninga þeirra. Á
heimssýningunni 1887 voru Ashante-stríðs-
menn frá Vestur-Afríku hafðir til sýnis en áhorf-
endum til skemmtunar var boðið upp á leik-
ræna endurgerð á stríði Ashante og Breta árið
1873 þar sem Ashante höfðu beðið ósigur.30
Hollenska sýningin 1883 lagði mikla áherslu á
nýlendurekstur, og þá á jákvæð áhrif hans bæði
á heimsveldið og nýlenduna, áherslu sem varð
öðrum stórveldum fyrirmynd.31 Parísarsýningin
árið 1889 var hins vegar fyrsta heimssýning
Frakka með sérstaka áherslu á að sýna fram-
andi fólki. Fjögur hundruð einstaklingar frá
Indókína, Senegal og Tahiti voru sýndir í sér-
stökum þorpum og sýningarsvæðum. Hið
sama má segja um Bandaríkin sem lögðu
áherslu á að sýna frumbyggja Norður-Ameríku
á sýningum sínum.32
Eins og Burton Bendict lýsir í umfjöllun sinni
um The Colonial and Indian Exhibition, sem
52 Örheimur Ímyndar 6.12.2002 15:25 Page 54