Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Qupperneq 58
kvæðan hátt undir fyrirsögninni „Íslensk sýning
í Kaupmannahöfn 1905“.
Á sumri komanda verður haldin stór þjóðleg
sýning í Tivoli, hinum fræga skemmtistað í
Kaupmannahöfn, á munum og gripum frá Ís-
landi og Færeyjum og frá hinum dönsku ný-
lendum, Grænlandi og vestur-indversku eyjun-
um. Fyrir sýningu þessari hefir gengist danskt
kvenfélag, er nefnist „ Dansk Kunstflidsforen-
ing“. [. . . ] Til er ætlast að íslenzka sýningin gefi
sem greinilegasta hugmynd um alt líf og menn-
ing hinnar íslenzku þjóðar bæði að fornu og
nýju. Á þar meðal annars að vera eftirlíking af
laglegum íslenzkum sveitabæ með öllu tilheyr-
andi, hestar á beit o.fl. Íslenskar stúlkur á þjóð-
búningi eiga að sjá um sýningu o. s. frv. (Ís-
lensk sýning í Kaupmannahöfn 1904:190)
Aðeins þremur dögum síðar birtist svo harðorð
grein Gísla Sveinssonar nemanda í Kaup-
mannahöfn, undir fyrirsögninni „Sýningin í
Kaupmannahöfn frá hjáleigum Danaveldis. Ís-
landi stórhætta búin“:
Mál það er komið á dagskrá hér í Kaupmanna-
höfn og farið að því að vinna, að á sumri kom-
andi verði haldin sýning, sem lönd þau, er liggja
undir Danaveldi, Ísland, Færeyjar, Grænland og
Vesturheimseyjar, skuli efna til. Þetta nær því
til okkar, sem hver maður getur séð, og má
ekki undir höfuð leggjast að gefa því gaum og
tilkynna íslenzku þjóðinni, hvað verið er að
gera. [. . . ] Sýningin ber nafnið: Hjáleigu – eða
hjálendusýningin (Udstilling for Kolonierne,
samt for Bilandene); slengja Danir þannig hjá-
leigunafninu á lönd þau, er talin voru, öll til
samans. Á sýningunni eiga þau líka að komast
fyrir „í bróðerni“, hvert við hliðina á öðru. Þar
eiga Íslendingar að skipa sama sessinn og
Grænlendingar eða Skrælingjar, Færeyingar
þann sama og Blökkumenn frá Vesturheims-
eyjunum dönsku [. . . ] Það á að fá íslenzkar
stúlkur til þess að sýna sig þar í þjóðbúningum,
jafnframt því, að heill hópur hálfnakinna Svert-
ingja og selskinnsvafðra Skrælingja verður rek-
inn þangað. (Gísli Sveinsson 1904:197).
Gísli bendir einnig á að í Tívolí, þar sem sýning-
in átti að fara fram, hafi lengi tíðkast að sýna til
dægrastyttingar og skemmtunar „ýmis konar
afbrigði hálfvilltra þjóða, og skringimyndir og
‘hundakúnstir’ flökkulýðs“. Hann vísar þar til
þess ramma sem slíkar sýningar stilla einstak-
lingum upp í og sögulegs og félagslegs sam-
hengis slíkra sýninga. Síðar í texta sömu grein-
ar leggur Gísli enn sterkari áherslu á þá skömm
sem fylgi því að Íslendingar séu settir til sýnis
samhliða öðrum nýlenduþjóðum.
Þykir Dönum því við eiga að sýna þar fágæti frá
undirlægjum sínum, er þeir telja vera. Hefir til
dæmis eitt blaða þeirra komist svo að orði, að
aðalmarkmið sýningar þessarar sé, að gefa
mönnum kost á að kynna sér og sjá með eigin
augum lágmark menningarinnar hjá hinum
ósiðuðu þjóðflokkum, er Danaveldi lúta. Hvern-
ig lízt mönnum nú á? Virðist þjóðinni ekki þörf-
um landsins síns vel borgið og sæmdar þess
dásamlega gætt með þessu, er til stendur, að
fari fram í höfuðstað ríkisins? Nei – svo skyni
skroppin er þjóðin ekki ennþá, og svo sljó er
ekki sómatilfinning hennar, að hún sjái eigi hví-
lík svívirðing vofir yfir henni, hvílíka smán er
verið að brugga henni, landinu og menningu
þess! Það er sem sé hvorki meira né minna en
að geysi-voði ógnar menningu landsins okkar
og áliti þess meðal annara þjóða; það á að setja
okkur á bekk með siðlausum villiþjóðum (og til
þess hefir tekist að fá liðsinni nokkurra Íslend-
inga), – það á að svívirða okkur í augum alls
hins mentaða heims! (Fjallkonan 16. desember
nr. 50. bls. 197).
Aðrir íslenskir stúdentar erlendis háðu einnig
harða baráttu gegn sýningunni. Í sama blaði
birtist frétt frá Stúdentafélaginu í Höfn, þar
sem fjallað er um umræður félagsins um þetta
mál. Á fjölsóttum fundi voru margar ræður flutt-
ar og töluðu allir samkvæmt höfundi fréttarinn-
ar á móti sýningunni. Tillaga sem sett var fram
af formanni félagsins, cand. jur. Sig. Eggerz,
fékkst samþykkt með öllum greiddum atkvæð-
um gegn tveimur. Hér er brot úr tillögunni sem
er mjög keimlík umkvörtunum Gísla: „Er oss
það kunnugt, að þar eru einkum sýndir villtir
þjóðflokkar, sem að einhverju leyti eru frá-
brugðnir menntuðum þjóðum. Í þetta skipti á
að sýna jafnhliða oss Svertingja og Grænlend-
inga, þykir oss slíkt ósamboðið menningu vorri
og þjóðerni, og skorum því fastlega á þá Íslend-
inga, sem sæti eiga í sýningarnefndinni, að af-
stýra hluttöku Íslands í sýningunni.“ Þrír ís-
lenskir ráðgjafar höfðu verið valdir til að að-
stoða við sýninguna, þeir Hannes Hafstein,
Finnur Jónsson prófessor og Valtýr Guð-
mundsson dósent, en Hannes Hafstein sagði
af sér í kjölfar þessara mótmæla eins og fram
kemur í frétt í Fjallkonunni 28. des. 1904.
Tengsl slíkra sýninga við vald og yfirráð
koma einnig í ljós í umfjöllun Skírnis um heims-
sýninguna nokkrum áratugum fyrr í Lundúnum
árið 1886, en þar segir Jón Stefánsson pistlarit-
ari; „Nýlendusýningin í Lundúnum 1886 opnaði
augun betur á Englendingum fyrir því, að fjórð-
ungur mannkynsins og sjöttungur jarðarinnar
lýtur þeirra valdi“ (Skírnir 1888:18). Í þessum
íslensku blaðagreinum eru sýningar á fólki sett-
ar í samhengi við jaðarstöðu þeirra og hlutverk
sem herfang valdameiri þjóða. Hlutverk sýning-
anna er fyrir greinarhöfundum þess tíma ekki
eingöngu að sýna hið furðulega, heldur skapa
þær einnig landamæri milli þeirra sem eru fram-
andi og ósiðmenntaðir og hinna sem eru þátt-
takendur í framförum og nútímanum. Út frá
slíku samhengi er ef til vill ekki undarlegt að ís-
lenskir námsmenn hafi brugðist harkalega við.
Sýningar á öðrum
Í gegnum söfn og sýningar voru skapaðar sög-
ur sem voru þræðir orðræðu sem voru hluti af
stærri vef heimsmyndar Vesturlanda.55 Í gegn-
um þessar sýningar almennt endurspeglast og
mótast ákveðnar víddir valda milli hópa. Það er
mikilvægt að muna söguna, ekki eingöngu
vegna þess að hún sé mikilvæg í sjálfu sér
heldur einnig vegna þess að við búum við af-
leiðingar hennar í samtímanum. Misskipting
auðs og valds í heiminum í dag er tilkomin
vegna sögu sem hafði samverkandi hug-
myndafræðilega og efnislega þætti. Heimssýn-
ingarnar, eins og fyrr var sagt, eru eingöngu
einn þráður í slíkri sögu. Það sem gerir þær
einnig áhugaverðar er að við sjáum í þeim krist-
allast mörg sömu munstrin og við höfum nú í
samhengi við orðræðuna um „hina“ almennt.
Orðræðan sem sýningarnar tóku þátt í að skapa
virðist því hafa verið ótrúlega lífseig með því að
endurskapa sig við nýjar aðstæður. Við búum
ennþá við hugmyndafræðilega skiptingu
heimsins í þessa tvo hluta og í raun er erfitt af
fjalla um heiminn án þess að vísa í heiti sem
endurspegla ákveðin valdaform,56 sem vísa í
sinni gegnsæjustu mynd í fyrrverandi nýlendu
og herraþjóð. Rannsóknir gefa til kynna að fé-
lagsleg form eins og ferðamannaiðnaður byggj-
ast á sömu framleiðslu á „hinum“, á sömu
valdatengslum þeirra sem horfa og horft er á.
Sumir fræðimenn hafa haldið því fram að í
52 Örheimur Ímyndar 6.12.2002 15:25 Page 58