Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 05.12.2002, Blaðsíða 64
Andartak Kápumynd tmm er eftir Hönnu Ólafsdóttur Kápumynd tmm kallast Andartak og er eftir Hönnu Ólafsdóttur. Hanna stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri í þrjú ár en út- skrifaðist frá Myndlistar- og Handíðaskóla Ís- lands. Hún flutti til Danmerkur 1995 og stund- aði þar nám í Danmarks Designskole í eitt ár. Þar í landi hefur hún unnið við ýmislegt tengt listinni, t.d. auglýsingagerð, myndlistarkennslu fyrir börn og fullorðna og haldið sjálfstæð nám- skeið í myndlist. Undanfarin tvö ár hefur Hanna hins vegar alfarið helgað sig listsköpun. Hanna býr ásamt manni sínum og þremur börnum í smábænum Tranekær á Langeland. „Það eru algjör forréttindi að fá að búa á svona stað þegar maður er með litla krakka og vinnur heima,“ segir hún. Bærinn er að hennar sögn ævintýri líkastur enda stendur stór rauð höll við endann á götu fjölskyldunnar. „Alveg eins og í ævintýrunum býr þar greifi ásamt konu sinni og á veturna fá elsti strák- urinn okkar og vinir hans leyfi til að nota hlöður hallarinnar til að vera á hjólabrettum. Við erum þrjár mínútur niður á strönd og tuttugu og fimm mínútur í næsta bæ. Ég mála á daginn og fer í langa göngutúra inn á milli. Fyrir aftan húsið okkar er skógur og þar búa álfar og furðuverur sem klína sér stundum í myndirnar mínar.“ Hanna hefur tekið þátt í ýmsum sýningum í Danmörku sem hafa leitt af sér aðrar sýningar og þannig segir hún að boltinn hafi rúllað áfram. Hún er líka stöðugt með myndir hjá tveimur gallerí- um og þeim hefur verið afar vel tekið. Verkin seljast yfirleitt um leið og þau sjást. „Vanda- málið er fyrst og fremst að hérna í Danmörku þarf maður að hafa skap- að sér ansi stórt nafn áður en maður getur farið að setja upp mannsæm- andi verð,“ segir hún. „Þess vegna þarf maður að selja margar myndir til að geta náð endum saman. Sem betur fer á ég skilringsríkan mann.“ Í september sl. var Hönnu boðið að vera með í samsýningu suður- fjónskra listamanna (De Sydfynske). „Félags- skapurinn er mjög lokaður og það þykir gott klapp á bakið að vera boðin þátttaka,“ útskýrir Hanna. Núna er hún með einkasýningu í fjöl- miðlahúsi Berlinske Tidende í Kaupmannahöfn en sýningunni hefur verið mjög vel tekið. „Í það minnsta voru einhverjir svo áfjáðir í mynd- irnar að þeir ákváðu að þeir gætu ekki lifað án þeirra og stálu fjórum! Fyrst varð ég alveg brjál- uð, en núna finnst mér þetta eiginlega svolítið spennandi, sérstaklega eftir að ég komst að því að myndirnar voru tryggðar.“ Hanna verður með samsýningu í Hillerød í lok janúar með danska skúlptúristanum Preben Boye. Þar ætlar hún að sýna um þrjátíu olíumál- verk. Í mars stendur til sýning á Ríkisspítalan- um í Kaupmannahöfn en að auki er líklegt að sýning í London verði að veruleika í vor. „Það sem drífur mig áfram er fyrst og fremst þörfin fyrir að tjá mig og fá útrás,“ segir Hanna, „framkalla þær myndir sem ég hef „sogað“ til mín. Þegar ég stend fyrir framan strigann hvíli ég best í sjálfri mér, fer algjörlega inn í mig, og næ þegar best gengur að útiloka allt annað en mig og minn eigin heim. Segja má að ég sé háð því ferli sem felst í málverkinu sem eins konar „andlegri ryksugu“. Helstu áhrifavald- arnir eru atburðir og fólk sem ég mæti; hlutir sem ég ómeðvitað og meðvitað dreg að mér, bæði neikvæðir og jákvæðir. Málverkið er sá miðill sem hentar mér best til að framkalla þessar upplifanir. Oft spyr ég mig hver sé ástæðan fyrir því að ég get ekki hætt, af hverju mér líði svona vel þegar ég er að mála. Svarið er auðvitað ekkert eitt, en ég er sammála þeim sem skrifaði að listin væri staðurinn þar sem vonin býr. Hún skín í gegn alls staðar, vonin í sinni æðstu mynd. Það er eitthvað í listaverkinu sjálfu, sama í hvaða formi það birtist, sem talar til manns þannig að ekki er hægt að komast hjá því að þykja vænt um það.“ 64 Um kápumynd 4 tbl 6.12.2002 14:36 Page 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.