Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 16

Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 16
Frá Almenna bókafélaginu FÉLAGSBRÉF Félagsbréf hefja nú 9. árgang sinn. Er þetta fyrsta hefti árgangsins allmiklu síðar á ferðinni en ætlað hafði verið í fyrstu, og liggja til þess ýmsar orsakir. Eru lesendur vinsamlegast beðnir vel- virðingar á drættinum, um leið og vér látum í ljós vonir um, að slíkur dráttur á útkomu ritsins eigi sér ekki stað oftar. Gerum vér oss vonir um að hér eftir geti Félagsbréf komið út nokkurn veg- inn reglulega, 5—6 hefti á ári. Félagsbréf eru nú að því leyti í nýj- um búningi, að breytt hefur verið til um pappír og kápu og auk þess breytist uppsetning síðunnar lítið eitt. Hlutverk Félagsbréfa er tvíþætt. 1 fyrsta lagi eru þau tímarit og í öðru lagi eiga þau að vera eins konar tengiliður milli AB og félagsmanna þess. Hið fyrra hlutverk rækja þau með því að flytja tímabært efni, innlent og erlent, um bókmenntir og önnur menn- ingarmál, skáldskap, fregnir um inn- lendar og erlendar bækur o.fl.; — hið síðara með stöðugum fréttum af starfi AB, kynningu á útgáfubókum félags- ins nokkra mánuði fram í tímann, og höfundum þeirra, ef þess þykir þörf. ÚTGÁFUBÆKUR AB FYRRI HLUTA ÁRSINS Rétt er því að drepa hér lítillega á útgáfubækur AB fyrri hluta þessa árs. 4 FÉLAGSBRÉF Febrúarbókin var enska skáldsagan Það gerist aldrci hér? eftir Constantine Fitz- Gibon í þýðingu Hersteins Pálssonar, (sjá auglýsingu á bls. 62). Er fyrsta útgáfa þessarar bókar þegar uppseld, en von er á 2. útg. innan skamms. Marzbókin var Japan, eftir Edward Seidensticker í þýðingu Gísla Ólafsson- ar, og er hún 5. bókin í bókaflokki AB Löndum og þjóðum. — Þessi bóka- flokkur er orðinn mjög vinsæll, enda á hann það skilið vegna hinnar grein- argóðu og harla gagnlegu kynningar, sem hann veitir um hlutaðeigandi lönd og þjóðir, bæði í máli og fjölbreyttum og frábærlega vel gerðum myndum. Aprílbókin er Hvíta-Níl eftir Alan Moorehead í þýðingu Hjartar Halldórs- sonar. Er þessarar merku bókar nánar getið hér í ritinu, bæði í auglýsingu á bls. 2 og grein á bls. 34. Tvær mánaðarbækur koma út í maí. Sú fyrri er Stormar og stríS — um ís- land og hlutleysið — eftir Benedikt Gröndal, alþingismann, (sjá auglýsingu á bls. 3). Er hér á ljósan og hlutlægan hátt rakin saga hlutleysisins frá hunda- dagastjórn til dagsins í dag. Meginhluti ritsins fjallar vitaskuld um það sem gerzt hefur í málum þessum eftir 1944. Víðtækt og vandasamt rannsóknar- starf liggur að baki þessari bók. Rækilega eru kannaðar innlendar og erlendar heimildir, enda kemur í 1 jós margt, sem íslenzkum almenningi hef-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.