Félagsbréf - 01.03.1963, Side 19
Þ 0 K K E L L G R 1 M S S 0 N
Myndlist á fornsteinöld
FYRRI GBEINARHLXJTI
1. Á síðustu eitt hundrað og fimmtíu
árum eða um það bil hafa menn upp-
götvað, hvernig heimili þeirra hér á
jörðinni er til orðið. Þar eiga aðal-
lega í hlut náttúrufræði, fornleifa- og
þjóðfræði. Náttúrufræðin leitast við
að sýna æ skýrar, hvernig maðurinn
hefur þróazt, hinar greinarnar tvær
fást einkum við athafnasviðin. Forn-
leifafræðin gerir grein fyrir liðnum
tækniáföngum og kjörum andans, og
hún hefur fyllt upp í heildarmynd þá,
sem náttúrufræðin lagði tóft að. Við
það er sótt til þjóðfræðilegra grein-
srgerða. Meðal hins markverðasta, sem
fram hefur komið á þessu sviði, er, að
listsköpun og hagleik við skreytingu
má rekja aftur á síðasta jökulskeið.
Þekkist mikill fjöldi myndverka frá
þessum upphafstíma, en um önnur
svið, svo sem tónlist og dans, er lítið
sem ekkert vitað. Á undan núlifandi
manni fóru ýmis frumkyn, fyrst mann-
apinn, þá apamaðurinn, loks Neander-
dalskynið og aðrir næstu forverar
homo sapiens. Ekki er fullvíst, hvort
mannapinn hefur kunnað að smíða
áhöld, en upphaf menningarsögu er
miðað við áhaldagerð. Síðasta megin-
tímabil jarðsögunnar, kvarteröldin, er
talin hefjast fyrir um 600 000 árum.
Þá koma apamenn fram og áhaldasmíð
er hafin. Eru hinir smíðuðu hlutir yfir-
leitt úr steini, og er það langmest tinha,
eins og svo verður alla steir.öldina.
Mér vitandi hafa aðeins tveir hlutir
gerðir úr viði fundizt frá þessum upp-
hafstíma, það eru spjótsoddar. Dæmi
finnast um tilsniðin beináhöld. Þá er
vitað, að apamaðurinn kunni að nota
eldinn.
Lítillega verður að rifja upp helztu
kennileiti á kvarteröld með hliðsjón
af því, sem nú verður um fjallað. 1
Evrópu skiptist þetta tímabil í fjórar
megin ísaldir eða kuldaskeið, en á
milli fóru hlýviðrakaflar. Voru kulda-
skeiðin skilgreind eftir ummerkjum í
Alpafjöllum og í grennd við þau, og
valin heiti eftir fljótum, sem þar
FÉLAGSBRÉF 7