Félagsbréf - 01.03.1963, Page 25
Mynd 2.
sem taldar hafa verið elzta myndteg-
undin og eru að vissu leyti hið tákn-
ríkasta, sem hér er rætt. Yfirsafnvörður
Þjóðminjasafns Frakka, Raymond
Lantier, helgar þeim nokkur orð í
stuttu yfirlitsverki, La Vie Pré-
historique, sem út kom 1955. Þar
leggst hann gegn því mjög einarðlega,
að þær beri að telja elztar. Myndirnar
finnast all víða á Aurignac svæði.
Hermt er, að fundnar muni innan við
eitt hundrað myndir. Dreifast fundar-
staðir frá Rússlandi yfir Mið-Evrópu
og vestur tjl Suður-Frakklands. Þær
hafa sýnilega verið um hönd hafðar í
hellisbólstöðum.* Ef setja á sköpunar-
brautunum takmörk í umhverfi manns-
ins á þessum öldum, verður ekki fram
hjá híbýlunum litið. Þar voru mæð-
urnar, börnin, sjúkir, arinninn, graf-
irnar oft þar, þar gert að dýrum og
handfjallað ýmiss konar efni.
4. Konulíkneskjurnar eru skornar í
stein, fílstönn, horn og bein, eða þá
* Sjá safnrltlð Abriss der Vorseschichte,
MUnchen 1957, bls. 17.
FÉLAGSBRÉF 13