Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 26

Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 26
leirmótaðar. Tvær myndanna, sem fundizt hafa, eru málaðar rauðar. Höfuð af slíkri konulíkneskju frá ís- öld er meðal hins fallegasta, sem varð- veitzt hefur af hinni miklu arfleifð. Það er konuhöfuðið frá Brassempouy í Suður-Frakklandi. Fannst hlutur þessi árið 1892. Er skoriö úr fílstönn. Myndin er um 2,5 sm á hæð. Er hún nú í Þjóðminjasafninu í Saint Germain-en Laye. Á ljósmyndinni, sem hér fylgir (Mynd 1.), horfir hún fram Hið breiða andlit er ekki frítt en í jafnvægi. Hálsinn er gerður mjög hár. Hann er miðmjór og stofnlaga í grópun. Hakan, sem er all hvöss, vegur móti hvirfli, en hákúpan öll móti kinnum og kverkholi. Augu eru ekki vel skýr. Nýtur andlitið brúnanna, sem eru markaðar djúpt og livasst. Þær eru fallega settar, næstum jafn hátt og að miklu leyti eftir samhverfri skipun. Munnur er ekki markaður. Nefið er lág- grópað. Létt sveifla er um hárbrún- ina, hinar þverlægu línur á höfði að ofan og útlínur neðra helmingsins. Svij)urinn er óvæminn. Bent hefur ver- ið á, að höfuðbúnaðurinn ætti hlið- stæðu hjá Afríkukonum. Kvenlíkneskj- urnar hafa verið settar í samband við frjósemisdýrkun. Eru þær nefndar Venusmyndir. Þá er að vísu dregið fram víðtækt tegundarsamhengi, en síður samhengi í formum eða gerðum við alþekktar Venuslíkneskjur Grikkja og Rómverja. Enn aðrir segja þær án trúarmerkingar. Samkennin, sem hér hefur verið vikið að, eru helzt þau, að líkneskjan er smáger, kringskorin, fætur samliggjandi og mjókka mjög niður. Feikileg áherzla er lögð á að sýna þroska hinna holdmeiri líkams- hluta konunnar, einkum brjóst, kvið og þjóhnappa. Meðal frumstæðra þjóða eru þjóhnappar kvenna stundum ótrú- lega offituhlaðnir, og kann að vera, að hér hafi verið um að ræða hlið- stæðu. Þá er og bent á, að líkneskjurn- ar geti átt að sýna vanfærar konur. Styttan, sem fundin er í Lespugne í Haute Garonne í Frakklandi (Mynd 2.), er skorin í fílstönn. Myndin er 14,7 sm á hæð. Hér er séð á hana frá þremur hliðum, frá hægri, að framan og á bak. Er konan nakin, nema hvað hún hefur dúk á bakhluta að neðan. Hún er skýrt dæmi. Mikill ofvöxtur er í þjóhnöppum, og er líkneskjan þar breiðust, brjóstum, sem síga fram, og kviði. Höfuðið drúpir. Framhand- leggir liggja þvert um brjóstin. Ykja þessir stafmjóu framhandleggir vöxt þeirra og ávala. Holdhlutar konu- líkamans eru hér gerðir að hvelfdum og strangskornum efnissöfnum. Hlað- ast myndatriðin um ás milli fóta og hnakka. Tilhögunin er einkennilega raðhlýðin, og er á þverveginn all ströng samhverfa. Höfuðið veit lítil- lega til hægri. Þá má greina, að brjóstin liggja ofurlítið að vinstri hlið. Ofantalin tegundareinkenni líkneskj- anna eru steypt óvægilega með þurr- um frumdrögum í byggingu. Þó er myndin ekki stjörf. Er í henni auðmýkt sefans. Dýralíkneskjur eru ekki mjög 14 FÉLAGSBRÉF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.