Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 27

Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 27
margar frá Aurignac tíma. Skreyting áhalda er ekki hafin að marki þá. 5. Það er í okkar augum eins og óróa- einkenni, að á hinum víðu steintjöld- um, sem hvelft var á og málað, er alloft skemmt fyrir því, sem komið er, mynd ekki hlíft, en haldið áfram á sama bletti á veggnum. Sjaldan eru þau ofin samræmishópum eða röðum. Myndir snúa rétt og vel við auga, en mjög á ýmsa vegu hver við annari. Þetta á einnig við um litlu steinflögurist- urnar. Harla oft er kraðak í öllum línum. Á stöku stað er ríkt samræmi milli mynda á vegg. Þróunarsveipirnir hafa setzt að í sömu hellunum og undir sama skúta. Hefur mönnum verið unnt að hafa til stuðnings og að fyrirmynd- um örófsforn verk. Hverjir ófu tjöld- in? Ef til vill má gera ráð fyrir sérhæfingu. Vísindamenn á sviði þjóð- fræði hafa aflað heimilda um margt það, er lýtur að stöðu og hlutverki listiðkenda í frumstæðum samfélögum. í tiltölulega nýútkominni bók um Suður-Afríku á forsöguöld segir höf- undur, J. Desmond Clark, sem er for- stöðumaður Rhodes-Livingstone safns- ins í Norður-Rhodesíu, m.a. frá mynd- list frumbyggja Suður-Afríku. Hin forna hefð steinaldar þar mun hafa lifað fram á síðari hluta nítjándu aldar. Að sumra manna áliti kann hún að vera frá því fyrir Kristsburð, aðrir telja hana hefjast mun seinna. Þykir vissa fyrir hlutdeild Búskmanna á þessu sviði mjög lengi og að marki, og er listhefðin oftast við þá kennd. Höfundur segir frá þjóðft-æð- ingnum George Stow og ferðum hans meðal Búskmanna árið 1869. Hefur Stow fyrstur dregið upp eftirmyndir af hinum víðkunnu bergmyndum í Suður-Afríku, en þær eru fjölmargar. Sé miðað við málverk, má telja til rúmlega fimmtán hundruð staði. Ljóst er, að meðan hinir fornu hættir voru við lýði, hafa menn málað á vegum ættar sinnar, og Stow talar um málara- ættflokka. Síðasti listamaður eins slíks flokks lét lífið um 1860—’70. Sá maður á að hafa borið við belti tíu hornbolla undir liti sína. Clark farast svo orð (bls. 269): „Svo virðist af hinum fátæklegu heimildum, sem til eru um Búskmannalistina, að ekki hafi aðrir annað list en karlmenn. Öllum, sem lék hugur á, mun hafa leyfzt að mála eða rista, en hinir snjöllu voru metnir, og má þá gera ráð fyrir, að hver flokkur eða sveit hafi átt sinn meistara. Auk þess eru gögn fyrir því, að málverk á stöðum, sem liggja meira en hundrað mílna veg hvor frá öðrum, séu eftir sama manninn. Kunna því meistarar þessir að hafa farið milli samfélagsflokka. Gamlir Búskmenn skýrðu Stow svo frá, að verkum slíkra málara væri alltaf þyrmt, meðan minning lifði um þá hjá flokknum, og væri þá svo, að enginn skemmdi málverkin, með að ráðast í að mála á þeim. Hins vegar er hörgull á óveðr- uðu og skýldu bergrými. Var því hátt- urinn sá, þegar hinir gömlu málarar FÍLAGSBRÉF 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.