Félagsbréf - 01.03.1963, Page 28
Mynd 3.
voru öllum gleymdir, að aðrir lögðu
undir sig myndfleti þeirra. Var þá mál-
að á það, sem var fyrir.“
Líklega er ekki fjarstætt að gera ráð
fyrir því, að sifjatengsl í stíl og efnis-
meðferð, sem greina má á stórum
landsvæðum, þar sem menning efri
fornsteinaldar hefur skilið eftir verk,
séu til komin við svipaðar aðstæður.
Valdir menn kunna að hafa farið um
mjög víða. Er það í raun og veru
sennilegt, en leiðin er ströng að vitti-
eskju um hina horfnu félagsskipan.
16 FÉLAGSBRF.F
Freistandi er og að álíta, að í frásögn
hinna öldnu Búskmanna sé skýring á
ofanígerðunum. Allt sækir þetta á,
þegar nánar er að horfið á franko-
kantabríska svæðinu, sem Breuil hefur
mjög skilgreint og nærliggjandi svæð-
um. Hið franko-kantabríska svæði nær
norður eftir Frakklandi, en syðri end-
inn er kenndur við héraðið Kantabríu
á Norður-Spáni. En þá er einnig vitað,
að þarna fóru hreindýr árlega um
langvegu vegna veðurs og beitar, og
jxienn ntunu hafa elt þau. Kunna