Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 41

Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 41
Að því er varðar hinar ýmsu tegund- ir dulrænna fyrirbæra leggur höf. staðreyndirnar niður fyrir lesandann, sýnir, hvernig þau hafa verið rannsök- uð og skýrð, aðskilur það sem við vit- um og það sem við vitum ekki. Enda þótt bókin öll eigi tvímælalaust brýnt erindi til íslenzkra lesenda ætla ég að- eins að minnast á örfá atriði úr henni, sem beinlínis víkja að dulrænum fyrir- bærum. Hann skiptir þeim í 3 flokka, sem nefna má: Efnisfyrirbœri og drauga, ÓsjálfráSar vitranir og loks M i'ðilsstarfsemi. Um efnisfyrirbæri, t.d. hlutir hreyf- ast eða líkamningar birtast á miðils- fundum, segir höf., að öll seinni tíma tilfelli af slíku tagi, sem alvarlega hafi verið rannsökuð, hafi annaðhvort verið afhjúpuð sem blekkingar eða sterkur grunur leikið á um slíkt. Nefnir liann í því sambandi marga fræga miðla eins og Evu C., Margery Crandon og Einar Nielsen. Aðeins eitt tilfelli sé í rauninni ráðgáta, en það var Skotinn Dunglas Home, sem gat látið þung hús- gögn svífa í lausu lofti í björtu. En síðan eru 100 ár og engin tök á að rannsaka, hvað hér hefur verið að verki. — Höf. segir frá tilraunum, sem gerðar hafa verið með gervimiðlum og einföldum blekkingum með efnis- fyrirbæri og líkamninga. Viðstaddir þessar tilraunir hafa verið mikilsmetn- ir sálarrannsóknarmenn og vísinda-, menn, sem auðveldlega létu blekkjast þrátt fyrir mjög kritiska afstöðu til þessara hluta, og vildu þeir ekki trúa öðru en fyrirbærin væru ekta, jafn- vel eftir að þeim hafði verið sagt frá eðli tilraunarinnar. Það er athyglisvert að bera saman þessi fyrirbæri við töframennsku á sviði til skemmtunar. Fólk hefur séð furðulegustu töfrabrögð á sviði og dáðst að ótrúlegri snilli töframannanna, en því dettur aldrei í hug að halda því fram, að íþrótt þeirra beri vitni um yfirnáttúrlega hæfileika, einfaldlega vegna þess að töframennirnir bera ekki slíkt á borð fyrir áhorfendur sína. En strax og hinir sömu áhorfendur eru komnir á miðilsfund og verða vitni að sams konar sýningum, dásama þeir það sem yfirnáttúrleg undur og teikn að hand- an. Carrington, þekktur bandarískur sálarrannsóknarmaður hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að 98% af efnisfyr- irbærum séu blekkingar og Schjelderup vill halda fram að svo sé einnig um hin prósentin. Svo vægt sé til orða tekið má segja um efnisfyrirbæri spirit- ista: ekki sönnuð. Um draugana er svipaða sögu að segja. Höf. tekur dæmið um drauga- ganginn á Borley prestsetrinu í Eng- landi, sem á sínum tíma þótti óyggj- andi sönnun um líf eftir dauðann. Brezka sálarrannsóknarfélagið gekkst fyrir gaumgæfilegri rannsókn á öllum atriðum þessa máls, og sannleikurinn kom í Ijós: gömul munnmælasaga, sem reyndist staðlaus; mannlegur breyzk- leiki. sem notfærði sér hana; gamalt hús sem marraði og brast í, fullt af rottum; sefjun; trú. Þannig svipti brezka sálarrannsóknarfélagið þessari gömlu draugasögu upp með rótum. Það verður fróðlegt að sjá, hvenær ís- lenzkir kollegar þeirra fara að taka til höndunum við slík verkefni hér heima, en þessi saga hefur í meginatriðum að FÉLAGSBRÉF 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.