Félagsbréf - 01.03.1963, Page 43

Félagsbréf - 01.03.1963, Page 43
en síðan hefur verið hægt að heimfæra um hluti eða atburði í raunveruleik- anum, sem viðkomandi virðist ekki hafa getað vitað um eftir venjulegum leiðum. Er hægt að skýra þessi fyrir- hæri í samræmi við þekktar staðreynd- ir í sálarlífi okkar, eða þurfum við að flokka þær undir ESP? Schjelderup tekur nokkur dæmi til þess að athuga, hvort, og þá hvernig, þessari spurn- ingu verði svarað. Frásagnir, sem skráðar eru löngu eftir atburði, sem lýst er, getum við ekki tekið til greina. Rannsóknir hafa leitt í ljós, live meðvitað minni fólks er óáreiðanlegt, jafnvel svo, að eftir fáar mínútur hafa mikilsverð atriði brenglazt í túlkun þess, sem segir frá, hvað þá ef langur tími líður og sagan berst manna á milli. Þess vegna verð- ur að gera ströngustu kröfur til áreið- anleika slíkra frásagna. Margar frá- sagnir eru þó staðfestar af kringum- stæðunum. Höfundur nefnir dæmi af því, er látinn maður birtist syni sín- um og vísar á erfðaskrá, sem enginn hafði um vitað. Urmull er til af svip- uðum dæmum. Þau má skýra með eðlilegum hætti, þannig að smáatvik eða skyndiáhrif, sem á sínum tíma hafa ekki náð meðvitundinni, en skilið eftir minnisspor í dulvitundinni, losni síð- an fullmótuð eins og fyrir skyndilega innsýn og berist upp til meðvitundar á þennan hátt. Höf. færir rök að því að yfirleitt megi skýra slíkar ósjálf- ráðar vitranir eftir þekktum stað- reyndum um sálarlíf manna, enda þótt möguleiki sé fyrir ESP í sumum tilfell- um. En einnig hér verðum við að segja: ekki sannað. Að lokum ræðir Schjelderup um miðla og fyrirbæri þeirra, sem ekki er rúm til að rekja hér. Á'ður hefur ver- ið minnzt á efnisfyrirbærin. Mörg önnur fyrirbæri þeirra má skýra á svipaðan hátt og dæmin hér að framan. Önnur, svo sem upplýsingar um for- tíð látinna manna, má skýra með ákafa viðtakenda að fá sannar upp- lýsingar samfara eigin gleymsku um einstök atriði í fari hins látna. Stund- um er líklegt, að næmi miðilsins fyrir smáatriðum í fari þátttakenda veiti honum upplýsingar til að vinna úr, án þess að hann sjálfur geri sér grein fyr- ir því. Þetta næmi má glögglega sjá hjá ýmsum dýrum og hefur eflaust náð miklum þroska hjá fjölda miðla. En þótt ýmis miðilsfyrirbæri megi skýra út frá þekktum stáðreynd- um, verður ekki gengið fram hjá því, að í allmörgum tilfellum verður þeim ekki komið við. Á hvern hátt fær mið- illinn þessa vitneskju, sem við getum ekki skýrt með þekktum sálfræðileg- um lögmálum? Fram hafa komið ýms- ar skoðanir, og leggur höf. þær hlut- laust fram fyrir lesendur sína ásamt rökum með og móti. Þar er að finna hina spiritisku skýringu, sem ekki þarf að kynna. Þá er nýspiritisminn, sem telur, að ekki sé um beint sam- band að ræða við hina látnu, heldur fjarhrif frá sálum þeirra. Og loks eru skýringar, svo langt sem þær ná, sem byggjast á tilraunum sálfræðinga á yfirskilvitlegum skynjunum manna (ESP). En meðan þær tilraunir eru ekki lengra á veg komnar skyldum við varlega fullyrða nokkuð um hugsan- legar skýringar á fyrirbærum miðla. FÉLAGSBRÉF 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.