Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 69

Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 69
sókna og nýrri þekkingu okkar um sálarlíf mannsins. Þess vegna er það annaðhvort, að hann afneitar fyrir sjálfum sér þýðingu þessarar nýju þekkingar, eða hann sér sér færi að ala á landlægri hjátrú Islendinga. í flestum siðmenntuðum löndum er andatrú á hröðu undanhaldi, eftir því sem sálvísindin bæta við þekkingu okk- ar á eðli okkar sjálfra. Bók Schjelder- ups segir skilmerkilega frá, hvar þekking okkar stendur í dag, og óhugsandi er, að á þeirri þekkingu gæti byggzt anda- trú, sem á nokkuð skylt við þá sem boðuð er í bókum Jónasar Þorbergs- sonar og sr. Sveins Víkings. Og þá komum við loks að þeirri spurningu, sem margir spyrja nú. Hvers vegna er spiritisminn svo út- breiddur á Islandi, útbreiddari en í flestum löndum heims? Schjelderup nefnir þrjú lönd, þar sem spiritisminn er útbreiddastur: Island, Puerto Rico og Brasilíu. Tvö hin síðarnefndu hafa allt fram á síðustu ár verið talin með vanþróaðri löndum, hvað menntun og menningu snertir. Er ástæðan mennt- unarskortur eða menningarleysi? Veld- ur einangrun íslendinga um aldir ein- hverju um? Kannski er einhvern sann- leikskjarna að finna í öllu þessu. En ég tel vandann standa dýpri rótum. Skammt er liðið síðan trú á drauga og huldufólk var almenn og sjálfsögð hér á landi. Börnin voru frædd um þessar verur eins og önnur fyrirbæri í ríki náttúrunnar, og þau lærðu að líta á þær sem sjálfsagðan og óhjá- kvæmilegan þátt í tilverunni. Svo skammt er liðið frá öld hjátrúarinnar, að þorri þess fólks, sem nú er á miðj- um aldri, var alið á draugatrú jafn- liliða kristinni kenningu. Oft reynist erfitt að kasta barnatrúnni. Hún er manninum gefin meðan hann er enn tilfinningavera, en ekki skynsemisvera. Hún festir rætur í djúpum sálarlífsins. þangað sem skynsemi fullorðinsáranna nær ekki að brjótast. Þess vegna verð- ur hjátrúin tilfinningamál hjá þessu fólki. Það forðast að beita rökum í umræðum um þessi mál. Það ldiðrar sér við árekstrum í persónuleika sínum á milli tilfinninga og skynsemi. Oftast getur það þó hlustað á og fallizt á rök skynseminnar „svo langt sem þau ná“, en þessi tilfinningalega sannfæring, sem öll trú byggist á, veldur því, að smugu er haldið opinni. Rökhyggjan og vís- indin, sem í öllum venjulegum málum eru meðtekin skilyrðislaust, eru hér gagnrýnd. Gagnrýni er vissulega lofs- verð, sé hún á rökum reist, en gagn- rýni spiritista á ófullnægjandi skýring- um vísindanna byggist ekki á því, að þeir hafi aðrar rökvísari skýringar á reiðum höndum, heldur hinu, að þeir halda dauðahaldi í sína tilfinningalegu sannfæringu, þá trú, er þeir fengu með móðurmjólkinni. Island er ekki lengur einangrað. Þær þjóðfélagsbreytingar, sem átt hafa sér stað undanfarna áratugi, liafa í för með sér nýjan hugsunarhátt og víðari viðhorf. Ekki er ólíklegt, að hin nýja kynslóð losi sig undan oki fordóma og hjátrúar. Kannski eru þær öldur, sem hafa risið undanfarið i ritdeilum og umræðum, einmitt fjörbrot drauga- trúar á Islandi. FÉLAGSBRÉF 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.