Félagsbréf - 01.03.1963, Page 74

Félagsbréf - 01.03.1963, Page 74
greina lesmálið í „fagrar“ bókmenntir (eða bara bókmenntir) og aðrar er gildismat komið til sögunnar, og þá kann hver að hafa sína kreddu. Ég held t.d. fyrir mína parta að fæstar þær minninga-, samtala- og „þjóð- legar“ fróðleiksbækur sem hér hafa verið yfirgengilega vinsælar um sinn hafi umtalsvert bókmenntalegt gildi til ■að hera né heldur „sannar frásagnir“ af skiptum manna við annan heim svokallaðan sem sízt munu neðar á vinsældalistanum, og annað gildi þeirra er áhorfsmál. Með samtalsbók- unum svokölluðu hefur hafizt hér til ískyggilegs vegs frásagnarform sem er undarlegur bastarður af sagnfræði, skáldskap og blaðamennsku og oftast með þeim hætti að slakað er í senn á sannfræðilegum og listrænum kröf- um, enda munu margar þessar bækur tilkomnar af eintómri fjárgróðavon. Samtalsbókin greinist formlega frá ævisögu eða endurminningum fyrir það að hún byggist á samtali tveggja manna, sögumanns og skrásetjara sög- unnar, og er beggja hlutur jafnmikill í verkinu; því er heimildar- og fróð- leiksgildi hennar miklu óbeinna og hæpnara en eiginlegrar ævisögu, en möguleikar í sögutækni aðrir og fjölbreytilegri. Skil þessara bóka- flokka eru skýr þótt álitamál kunni að vera um einstakar bækur í hverjum flokknum þær eigi helzt lieima. Við eigum ævisögur og endurminningar sem tvímælalaust teljast til listrænna bókmenntaverka; en fæstar samtalsbæk- ur enn sem komið er virðast mér meira en meðalsnotur blaðamennska, og mér leikur grunur á að í þessu formi verði varla náð minnilegri listrænum árangri en svo. Blaðamennska er að vísu góð og gild jafnt þótt hún sé komin í bókar- form; en því er vegur þessa bóka- flokks ískyggilegur að hann er tekinn að skyggja á raunverulegar bókmennt- ir í vitund almennings og teygja efni- lega höfunda frá eiginlegu bókmennta- starfi. Enda munu vinsældir allra þessara bókaflokka sízt háðar bókmenntalegu sniði þeirra heldur grundvallast á áhuga almennings á alls konar „mann- legum“ og „þjóðlegum“ fróðleik; sá áhugi hefur orðið mörgum höfundi og útgefanda fjárplógur en fáum örvun til listrænna átaka. Á hinn bóginn kom lítið út af nýti- legum eða eftirtektarverðum skáldrit- um á árinu. Ljóðagerð var að vísu dálítið fjölbreytileg eins og oft áður og tvær bækur a.m.k. fagnaðarefni, þýðingasafn Jóns Helgasonar (Tuttugu erlend kvæði og einu betur; Heims- kringla) og ljóð Hannesar Péturssonar (Stund og staðir; Helgafell); þá hlýt- ur nýtt leikrit eftir Halldór Kiljan Laxness að sæta tíðindum þótt enn sé það ókomið á svið. Sagnagerð virð- ist hins vegar komin í kreppu og hef- ur verið undarlega vanburðug um skeið; vera má að sjálf raunsæishefð skáldsögunnar hérlendis sé orðin höf- undum fjötur um fót. Það er freist- andi að sjá a.m.k. sumar samtalsbæk- ur sem flótta frá eiginlegu skáld- 38 FÉLAGSBRÉF
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.