Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 81

Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 81
er það ekki sagt honum til hnjóðs. Leiklist er nú einusinni fyrst og fremst tækni, hvað sem líður þörfum kenning- um Stanislavskís og lærisveina hans. Við banabeð Ásu náði list Gunnars hæst — ógleymanlegt atriði. Hann hafði einnig frábærlega öruggt vald á hlutverkinu í seinni hluta leiksins, þegar Pétur er miðaldra burgeis og síðan hrumur öldungur — raddbrigði og limaburður voru hnitmiðuð og sannfærandi. Arndís Björnsdóttir túlkaði einnig vel öfgakennda skapgerð Ásu, draum- órana, trúgirnina, skaphörkuna og fölskvalausa móðurástina. Hún var mjög samhent Gunnari í rismesta atriði sýningarinnar. Margrét Guðmundsdóttir fór með draumkennt hlutverk Sólveigar, túlkaði vel blíðuna, hógværðina og hina innri festu stúlkunnar, en var greinilega mjög taugaóstyrk þegar til söngsins kom, átti bágt með að halda laglínunni. Hlutverkið gerir engar kröfur til söng- kunnáttu frá höfundarins hendi, en úr- því verið var að burðast með tónlist- tna, var sjálfsagt að leikkonan gæti sungið. Þetta kom samt ekki verulega að sök fyrr en í lokaatriðinu. Herdís Þorvaldsdóttir var fjörleg og hnyttin í hlutverki Grænklæddu kon- unnar og Jón Sigurbjörnsson hæfilega digurbarkalegur og stórkarlalegur í hlutverki Dofrans. Árni Tryggvason kom fram í tveim- ur hlutverkum og gerði báðuin skemmtileg skil, einkum hlutverki hins kauðska brúðguma, og í leikslok átti hann verulega snjallan samleik við Bessa Bjarnason, þarsem þeir léku þétt- fulla gamla bóndakarla, og var Bessi óborganlegur. Af öðrum leikendum er sérstök ástæða til að nefna Lárus Pálsson í gervi Begriffenfeldts, Rúrik Haralds- son í hlutverki Hnappasmiðsins, Har- ald Björnsson í hlutverki Þess magra, Klemenz Jónsson í gervi Kokksins, sel- stúlkurnar þrjár (Sigríður Hagalín, Bríet Héðinsdóttir og Brynja Benedikts- dóttir) og loks sjúklingana á vitfirr- ingaspítalanum í Kaíró, en gervi þeirra voru hvert öðru betra. Þeir munu hafa verið leiknir af meðlimum Þjóðleik- húskórsins. Sýningin á „Pétri Gaut“ var tímabær árétting þess að í leiklistinni vanhagar okkur mest um hæfa innlenda leikstjóra, sem hafi kunnáttu og djörfung til að ráðast í stórvirki á borð við þetta verk Ibsens. Við eigum efnivið í verulega eftirminnilegar sýningar, einsog Gerda Ring hefur nú síðast fært sönnur á. SigurSur A. Magnússon. FÉLAGSBRÉF 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.