Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 89

Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 89
KvæSunum er krækt saman með ofan- greindum hætti, en þau varpa engu nýju ljósi hvert á annað; hér er engin samfelld saga sögð né skipa sér hinar mörgu mannlýsingar saman til einnar mannlífslýsingar. — Hafi Guðmundur Böðvarsson ætlað sér eitthvað slíkt hef- ur honum mistekizt, en raunar er fátt í flokknum sem bendir í þessa átt. Skáldinu virðist nægja að líta yfir kirkjugarð sinn af einum og sama sjónarhóli, hinnar grálegu glettni, og rifja upp sögur um „orðbrögð og at- ferli manna“. Og hér er komið að því sem mestu ræður um stílsvip kvæða- flokksins, skopi Guðmundar Böðvars- sonar. Þetta skop er sérlega íslenzkt (kímni væri engan veginn réttnefni þess), kaldranalegt, grálegt, án þess aS vera beinlínis meinfýsið. Hér er sagt frá margs konar mannlegum veikleika, óláni og slysförum, áflogum, marg- Blendnum munarmálum, hrakningum af mannavöldum eða náttúrunnar, göldrum, draugagangi og barneignum framhjá; það má heita samkenni kvæð- anna að í þeim eru afhjúpaðir mann- legir brestir og misferli í köldu skop- ljósi. Þessi stíll er á sinn hátt einkar hlutlægur, skop skáldsins beinist að engum sérstökum, en mótar allt við- horf hans við sögufólki sínu og sögu- sviði, minnkar viðfangsefnið og færir það fjær, einangrar það. Kvæðin fá svip dálítið óviðkomandi petítlistar; þetta vegur upp á móti þeim ókeimi sem skopið fær af tilefni sínu í tilbreyt- ingarleysi bókarinnar. Að þessu sögðu ber að geta þess að flestöll njóta kvæðin handbragðs höf- undar síns, eru unnin af lýtalausri vandvirkni sem virðist alveg áreynslu- laus. Guðmundur Böðvarsson er ekki verulegur húmoristi; það virðist varla einleikið hve skopskyn hans er bundið hrakningum, misferli og margvíslegum veikleika mannfólksins, en þrátt fyrir allt tekst honum oft að segja skrýtlur sínar með einfaldri hnyttni sem er skemmtileg í smáum skömmtum. Þannig njóta þessi kvæði sín bezt lesið eitt og eitt; bókin í heild virðist manni hliðarspor á ferli Guðmundar, frávik í list hans, og alveg laus við að skipta máli. Ó. J. FÉLAGSBRÉF 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.