Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 90

Félagsbréf - 01.03.1963, Síða 90
Erlendar bœkur I þessari skrá eru taldar nokkrar nýlegar erlendar bækur, að þessu sinni einungis brezkar og bandarískar. Bækurnar eru flestar í brezkum útgáfum. Skráin er byggð á um- sögnum blaða og tímarita, auglýsingum o.s.frv. Vladimir Nabokov: Pale Fire (Weiden- feld & Nicolson, 21 sh) Ný saga eftir höfund Lolitu, ólík öllum skáldsögum öðr- um. Pale Fire er kviða í fjórum þáttum, henni fylgja formáli, ýtarlegar athugasemdir eða „skýringar“ og nafnaskrá, — og þetta er sagan. Nabokov er rússneskur -að þjóð- erni, bandarískur borgari (bókmennta- og fiðrildafræðingur) og þykir með stílsnjöll- ustu höfundum á enska tungu. Gagnrýnend- um ber ekki saman hvort bók hans sé heldur svindl eða snilld. William Faulkner: The Reivers (Shatto & Windus, 18 sh) Síðasta saga Faulkners og óvenju aðgengilegt verk frá hans hendi, gott til fyrstu kynna af list hans. Gerist á öndverðri bílaöld í sveit Faulkners, lýsir ævintýraför ellefu ára piltungs og fullorð- ins negra frá Jefferson til Memphis í hinu nýja og heillandi farartæki sem hefur báða á valdi sinu. James Jones: The Thin Red Line (Coll- ins, 25 sh) Jones varð á sínum tíma víð- frægur fyrir Frorn Here to Eternily sem sumum fannst einhver bezt skáldsaga úr seinni heimsstyrjöldinni þótt þar sé reyndar einungis sagt af upphafi stríðsins. Hér skrifar hann stríðssögu enn, hún segir af orrustunni um Guadalcanal 1943. Bandarísk- ir gagnrýnendur hafa tekið bókinni með kostum og kynjum, en brezkir eru töluvert dræmari. J. D. Salinger: Raise High the Rooj Beanis, Carpenters (Little, Brown, $ 4) Salinger hefur lengi unnið að sagnabálki um Glass- fjölskylduna, og eru þær fyrstu í smásagna- safni hans Nine Stories. I fyrra komu tvær langar sögur í Franny and Zooey (Heinemann, 16 sh) og nú bætast tvær nýjar í flokkinn. Síðan Salinger gaf út fyrstu (og einu) skáld- sögu sína The Catcher in the Rye hefur hann verið í hópi víðlesnustu bandarískra höfunda af yngri kynslóð. Malcolm Lowry: Under the Volcano (Penguin, 5 sh) Lowry var brezk-amerískur höfundur, látinn fyrir nokkrum árum og naut ekki mikils gengis meðan hann lifði. Under the Volcano er langhelzta verk hans, byggt á ævi sjálfs hans og var mörg ár í smíðum. Það kom fyrst út skömmu eftir strið og hlaut þá skjóta en skammvinna tízkufrægð. Á siðustu árum hefur bókin unnið sér veg á nýjan leik og er hér komin í hinum vinsæla og ódýra Penguin-flokki. Klassískt verk, segja margir gagnrýnendur. Iris Murdoch: An Unofficial Rose (Chatto, 18 sh) Murdoch kennir heimspeki i Oxford, skáldsögur hennar hafa vakið mikla athygli á síðustu árum, þ. á. m. A Severed Head, 54 FÉLAGSBRÉF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.